Leita í fréttum mbl.is

Sorgardagur

Fréttirnar um dauða Navalní í fangelsi í Gúlaginu voru hræðilegar. Fáir trúa því að dauði hans stafi af náttúrulegum orsökum. Of mikið hefur gengið á gagnvart þessum manni, sem hafði það eitt til sakar unnið að hafa gefið kost á sér til þáttöku í pólitík sem andstæðingur Pútín. 

Sú afstaða Navalní að gefa kost á sér til stjórnmálastarfa sem andstæðingur Pútín hefði ekki valdið honum neinum sérstökum vandamálum hefði hann verið í þróuðu lýðræðisríki og alls ekki seint á síðustu öld þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. En nú er kominn ráðamaður, sem ætlar sér ekki að missa völdin hvað svo sem það kostar og þessvegna er engin andstaða liðin. 

Það eru dapurleg örlög fyrri rússnesku þjóðina, að harðsvíruð valdaklíka með Pútín í forsæti skuli brjóta öll lögmál lýðræðisins nema þau að halda kosningar, hvað svo marktæk sem niðurstaða þeirra eru og sýna í verki að þeir muni einskis svífast til að halda völdum. 

Lýðræðissinnar geta ekki og mega ekki sætta sig við ógnarstjórn eins og þá sem Pútín hefur komið upp og verða að bregðast við en á sama tíma að muna það að Pútín er ekki rússneska þjóðin og hans tími og klíku hans mun líða og þeim mun fyrr sem raunveruleg lýðræðisríki taka hugmyndafræðilega forustu um nauðsynleg viðbrögð gegn einræðis og ógnarstjórnum hvar svo sem hún er í heiminum


Bloggfærslur 17. febrúar 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 394
  • Sl. sólarhring: 1370
  • Sl. viku: 6167
  • Frá upphafi: 2303482

Annað

  • Innlit í dag: 367
  • Innlit sl. viku: 5698
  • Gestir í dag: 363
  • IP-tölur í dag: 360

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband