Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur uppgötvað að frjálshyggjustefna Sjálfstæðisflokksins hafi valdið efnahagshruninu. Ekki veit ég hvort þetta er hluti af varnarræðu hennar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, en hvað sem því líður þá er þetta jafnvitlaust.
Bankahrun varð í Bretlandi þar sem flokksbræður Ingibjargar hafa verið við völd lengur en Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi. Bankahrun varð líka á Írlandi og víðar í Evrópu. Gildir eitthvað annað í þeim löndum? Eða var e.t.v. frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins líka um að kenna hvernig fór hjá Bretum og Írum?
Fólk er fljótt að gleyma og óminnisheilkennið er landlægt í Samfylkingunni. Flokksmenn muna ekki að þeir sátu í ríkisstjórn frá 2007 til 1. febrúar 2009 með Sjálfstæðisflokknum. Ingibjörg var utanríkisráðherra árið fyrir bankahrun og í hruninu en fyrir hrunið fór hún um víða veröld til að tala fallega um íslenska efnahags- og bankaundrið.
Ef til vill er Ingibjörg Sólrún búin að gleyma því að hún var á bólakafi allt sumarið og fram á haust árið 2008 við að tala við einræðisherra og fremjendur mannréttindabrota vítt og breitt um veröldina til að fá þá til að kjósa Ísland í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ef til vill er Ingibjörg Sólrún líka búin að gleyma því að hún reyndi eftir mætti að halda viðskiptaráðherranum úr eigin flokki frá öllum ákvörðunum um banka- og efnahagsmál en annast um þau sjálf þar til að hún gat ekki meir vegna heilsubrests.
Mikið hefði ég viljað sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur reyna að lyfta pólitískri umræðu á hærra plan og fjalla um efnahagshrunið þannig að einhver vitræn glóra sé í. Þessi ummæli Ingibjargar eru af sama toga og þau að vængjasláttur milljón fiðrilda í Kína orsaki fellibyl á Kyrrahafi.
Hvernig var það annars. Var ekki helsti skuldari þjóðarinnar Jón Ásgeir Jóhannesson á hægra brjóstinu á Ingibjörgu Sólrúnu alla tíð og var það ekki þessi þúsund milljarða skuldari sem styrkti Samfylkinguna um tugi ef ekki hundruð milljóna.
Hvað með það. Af hverju ekki að tala greina einfalda hluti með eðlilegum hætti. Það var ekki stjórnmálastefna sem olli efnahagshruninu. Allt of margar upplýsingar liggja fyrir sem sýna fram á allt annað. Furðulegt að Ingibjörg Sólrún skuli ekki hafa áttað sig á þeim staðreyndum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:35 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 64
- Sl. sólarhring: 807
- Sl. viku: 6263
- Frá upphafi: 2471621
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 5714
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Hefðir þú lesið sjálfa grein Ingibjargar Sólrúnar í TMM í stað útdráttar á netinu væri meiri glóra í gagnrýninni.
Hið hlýja brjóst sem nærði Jón Ásgeir var líka á þínum gamla flokki enda varð hann aðnjótandi stærstu einstöku styrkja stjórnmálasögunnar frá fjármálaveldi Baugsmanna, FL Group fyrir milligöngu hægri Jóns Ásgeirs í viðskiptum, Þorsteins M. Jónssonar. Í stjórn FL Group við risastyrkjaveitinguna sátu bæði Jón Ásgeir sjálfur og Pálmi Haraldsson í Fons. Svo hefur komið á daginn að Landsbankinn þar sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sat sem varaformaður bankaráðs frá einkavæðingu fram að hruni fjármagnaði Bretlandsævintýri Baugs.
"Margur heldur mig sig" er viðeigandi máltæki nema þetta sé meðvitaður spuni og endurritun sögulegra staðreynda.
Arnar (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 20:46
Styrkti Jón Ásgeir Samfylkinguna um tugi ef ekki hundruð milljóna?
Hvaða þavaður er þetta - hvaðan þykist þú hafa þetta? Ættir kannski að grafast fyrir um 44 milljónirnar sem Sjálfstæðisflokkurinn segir ekki til um hvaðan koma, en var beinn styrkur til flokksins frá einu fyrirtæki að öllum líkindum Landsbankanum.
Raunar er ekki orðum eyðandi á þig og aðra af þínu sauðarhúsi, rasista og taglhnýting. Þegar þú varst búinn að sprengja frjálslynda flokkinn (sem flugumaður Davíðs, enda skýrir vart anap þjónkun þína við náhirðina og þann viðsnúning annað) tekurðu til við að opna á sorann sem, ef eitthvað er er verri en það sem frá Davíð kemur, enda verða menn að sýna hollustu sýna ef þeir ætla að fá að setjast að fótskörinni.
davíð (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 20:48
Þessi niðurstaða Ingibjargar Sólrúnar kemur mér á óvart og ég hefði talið hana stærri í sniðinu en þetta. Ef mér skjátlast ekki myndi ég ætla að þetta væri aðferð hennar til að koma aftur í stjórnmálin. Í stjórnmálunum er stundum gott að eiga sér blóraböggla. Frjálshyggjan, boðberi hins opna og frjálsa þjóðfélag, skal nú lögð yfir hné vinstriaflanna og rassskellt, hugmyndafræði frelsins refsað að ósekju. Hér þarf enga sök að sanna. Kommarnir alltaf samir við sig. Enginn vafi.
Gústaf Níelsson, 25.2.2010 kl. 21:01
Arnar vissulega ætla ég að lesa grein Ingibjargar í heild þannig að ég leiðrétti þá sem missagt kann að vera en þetta sem ég er að skrifa um er í samræmi við frétt og úrdrátt úr greininni.
Varðandi pólitíska styrki þá er ég þér sammála með það að það ber að fordæma það með hvaða hætti svokallaðir "milljarðamenn" sem reyndust eftir allt vera milljarðaskuldarar óðu um allt og styrktu flokka og einstaklinga með milljónum og milljónir á milljónir ofan. Það var vissulega þvert á flokkslínur og fjarri því að vera fínt af Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma að taka við ofurstyrkjum frá tveim aðilum svo sem núverandi forusta flokksins hefur raunar viðurkennt.
Það haggar hins vegar ekki því að helsti stuðningsaðili Samfylkingarinnar í formannstíð Ingibjargar Sólrúnar var Jón Ásgeir og þeir Baugsmenn beittu bæði fjármagni og fjölmiðlaveldi sínu til að koma Samfylkingunni í ríkisstjón og fella ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Það er mikilvægt Arnar að taka á spillingunni hvar sem hún er í stað þess að fara í skotgrafir á flokkslegum forsendum. Það er röng nálgun. Innan allra flokka er gott og heiðarlegt fólk en innan þeirra er líka fólk sem naut óeðlilegra styrkja og fyrirgreiðslu auðmanna. Við eigum ekki að vera hrædd við að ræða það. Annars komumst við ekkert áfram upp úr því spillingar og forardýki sem þjóðin er komin í. Ekki vegna þess að stjórnmálin hafi komið málum svo fyrir heldur vegna þess að stjórnmálamennirnir áttuðu sig ekki á því frekar en margir aðrir við hvaða öfl var að etja.
Jón Magnússon, 25.2.2010 kl. 23:07
Það er rétt sem þú segir Jón að það var ekki stjórnmálastefnan sem olli efnahagshruninu hér á Íslandi en það var hins vegar stjórnmálastefnan sem olli því hversu hátt fallið var og hversu skelfilegar afleiðingarnar eru fyrir okkur Íslendinga. Frjálshyggjan (eins og hagfræðin) er sannfærandi "á pappírnum" en reynslan hefur nú sýnt okkur að mannlegt eðli ræður ekki við óhefta frjálshyggju. Það getur ekki verið réttlætanlegt, hvernig sem á málið er litið, að takmarkalaus græðgi einstaklinga geti verið á ábyrgð samfélagsins, að gróðinn sé einkavæddur en tapið sé á ábyrgð ríkisins. Eftir stendur spurningin: Hvað olli efnahagshruninu ? Var það stjórnmálastefnan eða var það mannlegt eðli ? Svari hver fyrir sig. Við getum breytt stjórnmálastefnunni en við getum ekki breytt mannlegu eðli. Frelsi til athafna er nauðsynlegt en það verður að vera á eigin ábyrgð. Stjórnmálastefnan verður að taka mið af því !
Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 23:12
Davíð hvaða Davíð svo sem þú ert þá virðist mér þú vera í tilfinningalegu ójafnvægi þegar þú skrifar þessa færslu þína. En sannleikanum verða menn oft sárreiðastur. Ég hef hvorki verið eða er rasisti eða taglhnýtingur Davíðs og þá áttu sennilega við nafna þinn Oddsson. Ég hef oft og einatt gagnrýnt Davíð Oddsson en það gildir það sama um hann og aðra að ég rís upp til varnar fólki sem verður fyrir óréttmætum árásum og ásökunum. Það mundi ég líka gera fyrir þig ef þannig stæði á.
Jón Magnússon, 25.2.2010 kl. 23:13
Gústaf, Ingibjörg er þá að velja vitlausa leið til endurkomu inn í stjórnmálin. Þessi orð hennar hitta alltaf hana sjálfa fyrir.
Hér á landi var aldrei frjálshyggjuríkisstjórn. Þvert á móti voru ríkisútgjöld aukin til muna ásamt skattheimtu alla þessa öld. Hefði verið gætt aðhalds í ríkisrekstrinum þá væri staðan mun betri en hún er í dag. Það má ekki gleyma því að samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar jók ríkisútgjöldin fyrir fjárlagaárið 2008 um rúm 20% í tómu glóruleysi eins og ég og Bjarni Harðarson þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins og fleiri bentum réttilega á.
Jón Magnússon, 25.2.2010 kl. 23:20
ISG er ekki sannleiksunnandi og hefur aldrei verið. Hún er ættuð frá Haugi þaðan sem hugtakið Haugalygi er komið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2010 kl. 04:14
Mér finnst þessi greining Ingibjargar Sólrúnar nokkuð fyndin því að ég og fleiri teljum að hluti af því sem aflaga fór í Sjálfstæðisflokkinum hafi verið sú staðreynd að hann sló slöku við ákveðnum prinsipplögmálum flokksins s.s. stétt með stétt og rétti og frelsi einstaklingsins þegar hann fór í tilvistarkreppu um 2003. Hvers vegna fundum við okkur í einhverskonar tilvistarkreppu eftir á að hyggja? Jú hægri hluti Samfylkingarinnar var kominn hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn með þjónkun sinni og áherslum á frelsi, frjálshyggju og hvatningu til rýmkunar reglna. Frjáls markaðshyggja er góð og gild en hún má ekki fara út í öfgar og fórna grundvallarhugsjónum. Næst vöndum við okkur betur en til þess þurfum við að kryfja hvað fór úrskeiðis hjá okkur. Ingibjörg og félagar telja sig enn alveg stikkfrí. Engin naflaskoðun þar.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.2.2010 kl. 07:05
Það er alveg hárrétt hjá þér Helgi það verður allt að vera á eigin ábyrgð og það var ekki stjórnmálastefna sem olli efnahagshruninu á Íslandi
Jón Magnússon, 26.2.2010 kl. 08:39
Ekki veit ég það svo gjörla Heimir. En þarna er alla vega um undarlega hluti að ræða hjá henni.
Jón Magnússon, 26.2.2010 kl. 08:40
Alveg sammála Adda
Jón Magnússon, 26.2.2010 kl. 08:40
Ingibjörg Sólrún lýsti því sem fyrirhyggjulausu flandri þegar Halldór Ásgrímsson hóf kapphlaupið inn í Öryggisráð UN. Tók upp stjórnmálasamband við Burkina Faso og fleiri þróunarlönd. Það vafðist hinsvegar ekki fyrir ISG að taka við þessum kyndli Halldórs þegar hún komst í sæti utanríkisráðherra. Hún sló á gagnrýnisraddir og sagði að Íslendingar ættu ekki að vera með minnimáttarkennd þótt þjóðin væri smá.
Eftir að hafa verið kjörin Borgarstjóri í Reykjavík fyrir R-listann, fullyrti hún aðspurð að hún hyggðist ekki bjóða sig fram á þing næsta ár. Viti menn, að ári var ISG komin í framboð til Alþingis og búin að gleyma fyrri yfirlýsingum.
Ingibjörg Sólrún er ekki samkvæm sjálfri sér, hún er ekki hugsjónamanneskja, hún er ekki trúverðug. Hún endurspeglar í raun allt hið slæma í fari Íslendinga, einstaklingshyggja, hroki, ekki vottur af sjálfsgagnrýni og ekki nokkur efi um erindi sitt hvar og hvenær sem er. Verst er að þessi einkenni eru ríkjandi í þjóðarsálinni og það er m.a. þessvegna sem Íslenska hagkerfið hrundi til grunna. Ef Ísland á að eiga sér viðreisnar von þurfa önnur hollari gildi að ná yfirhöndinni, þau er til staðar, en það er djúpt á þeim.
Ingimar Traustason (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 09:17
Þakka þér fyrir Ingimar. Ég er svo hjartanlega sammála þér með það að það þurfa önnur og hollari gildi að ná yfirhöndinni.
Jón Magnússon, 26.2.2010 kl. 11:14
Sæll Jón,
Það eru svona upprifjanir sem eru nauðsynlegar þegar menn fara að búa til geislabauga á höfuð genginna stjórnmálamanna.Hefur ekki .jópin gott af því um þesar mundir að hugsa til baka til kosningabaráttu ISG og milljarðanna í Öryggisráðið, nú þegar þetta sama stjórnmálafl setndur fyrir Brusselviðræðum sem meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekkert um frekar en Icesave?
Gersamleg fyrirlitning á skoðunum fólks og opinberu fé, það er útbreitt skapgerðareinkenni hjá alltof mörgum stjórnmálamönnum. Mér finnst þetta þó mun algnegara í vinstriflokkum en öðrum.
Haltu áfram svona sögulehum upprfjunum, við hin gleymum alltof fljótt.
Kveðjur héðan ó Floridasólinni.
Halldór
Halldór Jónsson, 1.3.2010 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.