Leita í fréttum mbl.is

Mikilvægasta trúarhátíð kristins fólks

Gleðilega upprisuhátíð.  

Upprisa Jesú eftir að hafa beðið algeran ósigur með krossfestingunni á föstudaginn langa var staðfesting á fyrirheitinu um sigur lífsins yfir dauðanum og réttmæti kenninga Jesú um eilíft líf fyrir trúna á Guð, kærleika og fyrirgefningu.

Upprisan ásamt kærleiksboðskapnum og fyrirgefningunni er það inntak sem skilur kristnina frá öðrum trúarbrögðum og gerir hana einstaka. Þessi boðun gerir kröfur til okkar hvers og eins m.a. um virðingu fyrir einstaklingnum frelsi hans og tjáningu til jafns við okkur. 

Á undanförnum árum hefur orðið hnignun í kristnum samfélögum. Ein birtingarmyndin er sú að það veraldlega hefur tekið páskadaginn nánast algerlega yfir. Siðræn gildi varðandi auðsöfnun og peningaöflun hurfu. Allt var leyfilegt og sigurvegarinn varð sá einn sem eignaðist skjótfenginn gróða. Þá skipti engu máli hvernig peninganna var aflað.

Hrunið sýndi betur en nokkuð annað hvað fráhvarf frá siðrænum gildum og aga í fjármálastarfsemi er dýrkeypt.  Þess vegna skiptir svo miklu að við rísum á ný sem þjóð á þeim forsendum og siðrænu gildum sem færðu okkur sjálfstæði almenna velferð og þau grundvallarmannréttindi sem við höfum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, nafni.

Gleðilega páska.

Jón Valur Jensson, 4.4.2010 kl. 15:19

2 identicon

Það er gott til þess að vita Jón að mönnum sé viðbjargandi. Ég þekki þig frá gamalli tíð og þá var nú hljóðið í strokknum annað með tilliti til skrifa þinna hér að ofan um upprisu Krists. Til hamingju með sinnaskiptin Jón!

Ég er þér semsagt sammála.

Jon Jonsson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 15:53

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jón Valur og sömuleiðis

Jón Magnússon, 4.4.2010 kl. 22:18

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég þekki ekki til sinnaskipta  hvað þetta varðar  Jón Jónsson, ef það er þá þitt rétta nafn. En mér sýnist alla vega að þú sért sammála mér. Takk  fyrir það.

Jón Magnússon, 4.4.2010 kl. 22:21

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðilega páska!

Sigurður Þórðarson, 4.4.2010 kl. 22:41

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi nafni okkar Jónsson er sennilega harðfullorðinn samflokksmaður þinn á Seltjarnarnesi, Jón, hinn ágætasti maður.

Jón Valur Jensson, 5.4.2010 kl. 11:36

7 Smámynd: Jón Magnússon

Já ég ætla að það geti verið rétt Jón Valur. En svona er þetta þegar menn heita algengum nöfnum og segja ekki frekari deili á sér.

Jón Magnússon, 6.4.2010 kl. 17:01

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jónar einberir Jónssynir eru nánast orðnir teljandi á fingrum beggja handa,

ólíkt ástandinu 1845 þegar að mig minnir yfir 800 hétu Jón Jónsson!

Jón Valur Jensson, 6.4.2010 kl. 17:46

9 Smámynd: Jón Magnússon

 Því miður gera ekki nógu margir sér grein fyrir hvað þetta er mikið úrvalsnafn ágæti Jón Valur.

Jón Magnússon, 6.4.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 313
  • Sl. sólarhring: 647
  • Sl. viku: 4134
  • Frá upphafi: 2427934

Annað

  • Innlit í dag: 289
  • Innlit sl. viku: 3825
  • Gestir í dag: 277
  • IP-tölur í dag: 265

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband