Leita í fréttum mbl.is

Umfram skyldu

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og tveir þingmenn hafa fengið tímabundið leyfi frá þingstörfum meðan mál þeirra eru rannsökuð.  Þetta gera þeir umfram skyldu.  Spurning er hvort að fleiri þingmenn og ráðherrar þurfi ekki miðað við þær forsendur sem liggja til grundvallar fráhvarfs þremenninganna að segja af sér alla vega tímabundið?

Þá vaknar líka sú spurning hvort þetta eigi bara að taka til stjórnmálastéttarinnar. Hvað með löggilta endurskoðendur fjármálafyrirtækja og alla vega sumra vátryggingafélaga. Þurfa þeir ekki að skila inn löggildingu sinni og taka sér leyfi frá störfum meðan mál þeirra eru í rannsókn?

Hvað með þá sem  bera megin ábyrgð á hruninu er ekki eðlilegt að þeir víki úr stjórnum og frá stjórnun fyrirtækjanna sem einu sinni voru þeirra en eru nú á grundvelli nauðasamninga eða yfirtöku banka.

Hvað með fjölmiðlamennina og forsetann sem voru klappstýrur útrársarinnar og öfgafullrar lánastefnu. Þurfa þeir ekki með sama hætti að velta fyrir sér sinni stöðu. Í því sambandi þá er spurning hvort útvarpsstjóri ætlar að taka málefni fréttastofu til umfjöllunar innan stofnunarinnar miðað við þær forsendur.   Ríkisútvarpið er sagt eign okkar allra. Er ekki rétt að við gerum kröfur til þess um hlutlæga fréttamennsku meir en gert hefur verið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta verður líklega að gerast eins og meðferðarúrræði hjá fíklum, í skrefum.

Góð byrjun að stjórnmálastéttin axli ábyrgð á jafnt mistökum sem og aðgerðaleysi, og þá þjóðarinnar vegna en ekki bara tímabundið flokksins vegna.

Næsta skref yrði svo að taka fyrir endurskoðendur og aðrar háskólamenntaðar starfsstéttir sem brugðust.

Fyrir mér er það bráðnauðsynlegt að það fari fram allsherjaruppgjör á meðal stjórnmálastéttarinnar fyrir haustið, kosningar verði svo boðaðar til að þjóðin komist út úr þessu áfalli og ný trúverðug ríkisstjórn sem njóti trausts, geti farið að starfa að uppbyggingu landsins.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.4.2010 kl. 13:31

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ábyrgðin, er náttúrulega:

  1. Eigendur bankanna.
  2. Starfsmenn bankanna, í háum stöðum.
  3. Stjórnmálamenn.
  4. Aðrir.

Vitað er, að "market manipulation" svind var í gangi.

þ.e. að kaup starfsmanna á hlutafé í eigin banka, voru síðustu 2. árin svo stórfelld, að bankarnir stýrðu verði á hlutum. Tryggðu að verð héldust há.

Nú, þátttaka - aðstoð við - ólöglegt athæfi, er einnig saknæmt.

Að auki, er að vera í vitorði með slíku athæfi.

---------------------------

Þorgerði var því ekki stætt á öðru - eins og ég sé þetta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.4.2010 kl. 20:26

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þarf ekki að fara fram allsherjaruppgjör hjá öllum þ.e. fjölmiðlamönnum t.d. líka Þorsteinn.  Þeiru voru heldur betur klappstýrur útrásarvíkinga og bankajöfra.

Jón Magnússon, 19.4.2010 kl. 22:00

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er allt saman rétt hjá þér Einar Björn sem þú segir ofan striks.  En Þorgerður er ekki sökuð um þetta

Jón Magnússon, 19.4.2010 kl. 22:01

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Jú Jón, en eins og ég skrifaði þá verður þetta að gerast í skrefum svo ekki verði um skipulagslausan glundroða að ræða, það læri engin neitt af fortíðinni í upplausn.

Það virðist skorta leiðbeinandi siðareglur með viðurlögum fyrir ýmsar starfsstéttir og einnig eftirlitsaðila til að fylgja slíkum reglum eftir ef til eru.

Reglurnar verður að fá þessar starfsstéttir til að setja sjálfar ef ekki eru til reglur nú þegar og eða yfirfara ef til, annars skilar naflaskoðun engum árangri.

Það má eiginlega segja að ég sé að tala um að innleiða gæðastjórnun til að tryggja faglegri vinnubrögð.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.4.2010 kl. 22:22

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorgerður - hún hlýtur að hafa vitað.

Eiginmaður hennar, er þá væntanlega í hættu, að sæta rannsókn, um að vera í vitorði um eða taka þátt í framkvæmd, ólöglegs athæfis.

--------------------

Það að vita af ólöglegu athæfi, og gera ekkert í því, vera í aðstöðu a.m.k. að stöðva það á heimaslóðum, síðan úthrópa málið í samfélaginu; þ.e. að mínu viti alveg nægileg ástæða afsagnar - þá meina ég einnig afsagnar af þingi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.4.2010 kl. 22:26

7 identicon

Ég vil sjá umbætur hannaðar og gangsettar, hef minni áhuga á að grufla endalaust í fortíðinni.

Menn geta endalaust kennt og kennt um og bent á hver annan út hið óendanlega, en það breytir engu með framhaldið.

Ég vil sjá menn byggja eitthvað upp ú r rústunum í stað þess að veltast í þeim. Það er ekkert mál að velta sér upp úr hlutum, en kunna menn að byggja?

sandkassi (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 22:27

8 identicon

Sæll

Legg til að þjóðin stígi fram og biðist afsökunar hún kaus jú þessa snillinga

Kveðja 

Ingi

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 01:45

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Auk endurskoðenda er ekki úr vegi, að skoða stöðu afar margra lögmanna sem voru til leiðsagnar og störfuðu við að verja og vernda þessa menn sem nú eru berir að þessum svikum við þjóð sína.

Svo er algerlega nauðsynlegt, að fyrrum forstjóri Askar Capital, segi sig frá þingmennsku.  Í skýrslunni er fyrirtækið sagt í eigu erlendra ,,gerfimanna" sem þýðir þá ekkert annað en að ekki hafi verið sagt satt um eignarhald og umgjörð þessa félags.

Svipað ætti að gilda um efsta menn á lista okkar Sjálfstæðismanna í Vesturlandskjördæmi.  Hann hefur viðurkennt brot á reglum um arðgreiðslur og ENDURGREIDDI það fé en taldi sér sæmandi, að benda á endurskoðanda sinn LÁTINN, sem upphafsmann og ráðgjafa í þessum færslum.  Það er lítilmannlegt og svoleiðis menn voru kallaðir snefilmenni og undirmálsfólk á mínu æskuheimili. 

Einnig kvað þessi maður hafa afhent erlendum manni, sem er nú til athugunar vegna misferlis í sínu heimalandi Kanada, --öll vatnsréttindi sinna sveitunga, þegar hann gegndi trúnaðarstörfum þar vestra.

 Svona er ótvírætt og gersamlega án afsakana.

Mjög verða menn að vanda sig í sumar/ haust þegar Landsfundurinn verður.

Þar VERÐUM við að gera upp við Kratakerfin sem við höfum illu heilli stutt eftir að þau hafa verið sett á.  Verðtrygginguna, Kvótakerfið og EES.  Þessi þrenn eru ljótustu kerfin sem sett hafa verið á þjóð okkar.

Þeim ber að hafna á Landsfundi.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 20.4.2010 kl. 12:03

10 identicon

Sæll Jón.

Vanalegast mælir þú vel, en nú finnast mér krosstré bregðast.

Kannski er það vegna þess að þú ritar þessi orð sem stjórnmálamaður og Sjálfstæðismaður en ekki almennur borgari. Mér finnast stjórnmálamenn vera að teygja sig í þá átt að finna sér blóraböggul og það er verulega hættulegt ef það tekst.

Þú veist það nú vel sem sjálfstæður atvinnurekandi hve einfalt það er fyrir eigendur og stjórnendur að fegra bókhald og fara á bak við endurskoðendur. Það held ég að raunin hafi verið með bankana.

Þar held ég að hafi verið EINBEITTUR BROTAVILJI eigenda og stjórnenda. Þeim var í lófa lagið að búa svo um hnútana að ALLIR trúðu því, og líka endurskoðendur, að allt hafi gengið vel. Enda trúðum við því öll fram á síðasta dag.

Stjórnendur og eigendur voru að fegra bókhaldið með því stofna félög UTAN bankanna og flytja síðan peninga þeirra á millum. Fengu síðan SÍNA EIGIN starfsmenn til að meta veðhæfi þessara félaga á yfirgengilegu mati til þess að gera þessa flutninga löglega, OG PLATA endurskoðendurna og aðra eigendur.

Þessir eigendur og stjórnendur eiga að fara á bak við lás og slá. Stundum eru þetta að vísu okkar helstu stjórnmálamenn líka!!

Stjórnmálamenn komast ekki fram hjá þeirri staðreynd og þeirri ábyrgð að þeir opnuðu allar gáttir fyrir ræningjana (lesist stjórnendur og eigendur bankanna). Fjarlægðu allar reglur í nafni frjálsræðis og buðu ræningjunum að athafna sig, sem þeir gerðu. Fengu síðan hundruðir milljóna eða milljarða lánaða (eða gefna) og ætla síðan að kenna endurskoðendum um allt saman.

Allt þetta eftir að hafa gefið bankana. Því ekki voru þeir borgaðir.

svabbi (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 12:18

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Fá þeir ekki allir full laun þennan tíma? Telur þetta ekki allt til eftirlaunaréttinda ? Skerðir leyfið biðlaun ?

Ætti Forsetinn ekki að taka sér leyfi líka?

Halldór Jónsson, 21.4.2010 kl. 07:56

12 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Þorsteinn Valur en eins og ástandið er nú í þjóðfélaginu þá megum við heldur betur láta hendur standa fram úr ermum til að móta reglur og viðmiðanir sem móta eðlilega og sanngjarna umgjörð um fólk og fjármálastarfsemi.  Ég held að meginatriðið eigi að vera einfaldleiki, gegnsæi og ábyrgð. Þ.e. ábyrgð þeirra sem reka fyrirtæki en ekki ábyrgð skattgreiðenda á rekstri fyrirtækja eins og varð með óbeinum hætti á sukktímanum.

Jón Magnússon, 21.4.2010 kl. 10:56

13 Smámynd: Jón Magnússon

Einar Björn ég veit ekki hvort um það sé að ræða að viðkomandi einstaklingur muni sæta rannsókn eða ekki.  Það er vissulega slæmt þegar makar eða nánir ættingjar eða vinir stjórnmálamanns eða annars sem er í viðkvæmri valdastöðu eru í klandri eða lögbrotum en það þarf ekki að þýða að viðkomandi stjórnmálamaður hafi komið þar nærri eða viti um það.  

Jón Magnússon, 21.4.2010 kl. 10:58

14 Smámynd: Jón Magnússon

Mæl þú manna heilastur Gunnar. Það er einmitt það sem vantar. Að bretta upp ermar og horfa óttalaust fram í framtíðina og byggja upp.  En við erum ekki með ríkisstjórn sem getur eða hefur skilning á því. Þar er fólk sem jafnvel stendur gegn atvinnuuppbyggingu.

Jón Magnússon, 21.4.2010 kl. 11:00

15 Smámynd: Jón Magnússon

Hvaða þýðingu hefur slík afsökunarbeiðni Ingi og eigum við að biðja hvort annað afsökunnar eða eigum við að beina því til umheimsins.

Jón Magnússon, 21.4.2010 kl. 11:01

16 Smámynd: Jón Magnússon

Bjarni Kjartansson þakka þér fyrir þessa athugasemd. Það er vissulega mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn hefji hugmyndafræðilega uppbyggingu að nýju og hafni þeirri ríkishyggju sem því miður flokkurinn hefur ánetjast í allt of ríkum mæli og taki til alvarlegrar og málefnalegrar umræðu breytingu á fiskveiðistjórnarkerfinu, afnám verðtryggingarinnar og samskipti okkar við nágranna og vinaþjóðir.

Jón Magnússon, 21.4.2010 kl. 11:05

17 Smámynd: Jón Magnússon

Svabbi ég er almennur borgari eins og þú. Ég verð að segja það af því tilefni sem þú ritar um að mér finnst það stórmerkilegt að stjórnmálamenn skuli vera helst til umræðu og aðfarar af hálfu almennings þó að ítrekað komi fram að það voru ekki þeir heldur stjórnendur stórfyrirtækja og banka sem bera ábyrgð á hruninu. Af hverju er ekki sótt að þeim klíkum sem með samstarfi og samspili rændu banka, lífeyrissjóði, fjárfestingasjóði og fyrirtæki og skilja fjármála- og atvinnulíf eftir í rústum.  Það má kenna stjórnmálamönnunum um að hafa ekki séð við þessum mönnum en höfuðábyrgðin er samt þeirra sem stálu peningum okkar og velferð.

Í færslunni þinni Svabbi ert þú inn á þeim sömu nótum og ég þó að með öðrum orðum sé það sagt og öðrum áherslum. Ég átta mig því ekki á því af hverju þú kemst að þeirri niðurstöðu að svo bregðist krosstré í samræmi við færsluna mína. Við erum efnislega sammála.

Jón Magnússon, 21.4.2010 kl. 11:15

18 Smámynd: Jón Magnússon

Ef til vill mættu margir taka sér leyfi eða segja af sér Halldór en það eru strangar reglur um Alþingismenn en sama gildir ekki um sveitarstjórnarmenn sem þó engin talar um af óskiljanlegum ástæðum.  Alþingismenn fara af launaskrá um leið og þeir fara af þingi og kalla til varamann.

Jón Magnússon, 21.4.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 91
  • Sl. sólarhring: 335
  • Sl. viku: 4138
  • Frá upphafi: 2426982

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 3826
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband