19.8.2010 | 23:04
Sviss vill ekki ganga í EES. Af hverju?
Svisslendingar tóku skynsamlegustu ákvörðun þeirra þjóða sem vildu eiga gott samband og samstarf við Evrópusambandið en voru ekki tilbúin að ganga í Evrópusambandið. Þeir gerðu tvíhliða samning við Evrópusambandið á meðan við gengum í EES
EES var í raun ekki hugsað til annars en að vera undirbúningferli fyrir fulla aðild að Evrópusambandinu. Öll ríkin sem mynduðu EES með okkur hafa gengið í Evópusambandið þannig að bara við Norðmenn og Lichtenstein erum eftir. Á sínum tíma skrifaði hið virta rit "The Economist" um EES sem fordyri Evrópusambandsins og sagði eitthvað á þá leið að það þjónaði í sjálfu sér engum tilgangi að fara í EES nema fyrir þjóðir sem ætluðu að ganga síðar eða fljótlega í Evrópusambandið.
Með því að ganga í EES þá samþykktum við að framselja verulegan hluta fullveldis okkar m.a. hluta löggjafarvaldsins í raun. Við féllumst m.a. á opinn vinnumarkað sem varð til þess að magna upp spennuna á árunum 2005-2008 og valda síðari tíma atvinnuleysi og dýpka kreppuna meir en ella hefði verið. Öllum aðvörunarorðum varðandi innflutnings þúsunda erlendra starfsmanna var vísað frá sem röngum og jafnvel rasískum eins gáfulegt og það nú var.
Því miður tókum við ekki þann kost sem Svisslendingar tóku að gera tvíhliða samning við Evrópusambandið, en það hefði haft verulega kosti í för með sér fyrir okkur, hefðum við farið að dæmi Svisslendinga.
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/08/19/svisslendingar_vilja_ekki_adild_ad_ees/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 221
- Sl. sólarhring: 489
- Sl. viku: 4437
- Frá upphafi: 2450135
Annað
- Innlit í dag: 201
- Innlit sl. viku: 4130
- Gestir í dag: 197
- IP-tölur í dag: 195
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Einmitt vegna þess að harla verður séð að Ísland sé samkeppnifært í tækni og fullvinnslu. Einnig er samkeppnigrunnur EU lágvaxta grunnur undir verðlagseftirliti og boðin út og kvótaskiptur. Stækkar hann ef eitthvað er með hverjum degi. Nú er líka ljóst að Ísland verður ekkert alþjóðlegt fjármálavíti í framtíðinni. Allir vita að EES er með stjórnlagaheimild og fellur að útvíkkunar stefnu EU. Ávinningur er líka nefndur að sé full innlimun að loknum lánafyrirgreiðslu þroskaferli til að gera okkur hæfi fyrir lokað innri samkeppi um evrur í umferð á Íslandi eða innrihagvöxt.
Hversvegna er ekki hægt að gera tvíhliða samning í dag? Í ljósi reynslunnar og vaxandi markaða utan EU?
Júlíus Björnsson, 19.8.2010 kl. 23:43
Og í framhaldi eigum við nú að afturkalla umsóknaraðild að ESB og segja okkur frá EES bullinu.
Jafnframt og samtímis eigum við að ganga út úr Schengen.
Ég vildi geta bætt við: "Og ákvörðun þessi tekur gildi þegar i stað!"
Árni Gunnarsson, 20.8.2010 kl. 00:32
Já það er spurning Júlíus með tvíhliða samninginn. Ég held að við verðum úr því sem komið er að ganga samningaferli umsóknarinnar á enda og sjá síðan til. Alltaf er spurning um að velja bestu kosti fyrir íslendinga.
Jón Magnússon, 20.8.2010 kl. 10:20
Ég held Árni að við eigum að ljúka samningaferlinu og taka síðan okkar ákvarðanir á grundvelli þess sem út úr því kemur úr því að við erum byrjuð á þessu. Varðandi Schengen og opnu landamærin þá erum við alveg sammála. Það var glapræði fyrir Ísland að opna landamærin svo sem gert var og við súpum á hverjum degi seyðið af því. En eins og ég sagði í svarinu til Júlíusar. Spurningin er að gera það sem íslendingum er fyrir bestu þegar til lengri tíma er litið en ekki láta skammtíma hagsmuni ráða för.
Jón Magnússon, 20.8.2010 kl. 10:22
Jón það er engin spurnin hvort ESB og EES sé gott eða slæmt fyrir Íslendinga þar sem málið er það að við sem heild viljum hvorugt og eins og alltaf þá voru það pólítiskir menn sem komu þessu á í óþökk okkar og eru enn að gera. Þeir munu skrifa undir ESB í krafti ráðherra vald án þess að spyrja kóng né prest og láta svo reyna á það í dómstólum. Já eins og Magma menn. Semsagt svífast einskis til þess að koma sínum gælu málum í gegn.
Valdimar Samúelsson, 20.8.2010 kl. 11:25
Mér finnst afstaða bloggara afar skynsamleg.
Stjórnmál eru svolítið einsog skák. Þegar maður hefur leikið leik þá er raunverulega ekki í stöðunna að taka upp leikinn. Það kemur hinsvegar alltaf upp ný staða og nýir leikir bjóðast. Þannig gera menn á endanum gott úr hlutunum. Ef í framtíðinni verður knýjandi þörf fyrir að segja sig frá EES samningnum þá gerist það bara.
Þjóðin mun á endanum velja eða hafna. Það er ekki andlýðræðislegt.
Gísli Ingvarsson, 20.8.2010 kl. 11:51
Tvíhliða samningur Svisslendinga var ekki ókeypis og mun dýrari en EES samningurinn. Litla Ísland hefði aldrei haft burði til að gera tvíhliða samninga við ESB og óvíst að ESB hefði haft áhuga.
Ein ástæða þess að Svisslendingar hafa ekki áhuga á ESB og evrunni er að þeir hafa betri gjaldmiðil. Þeir mundu þurfa að hækka vexti ef þeir færu inn í ESB og það er lítil stemning fyrir því hjá svissneskum iðnaði.
Þetta eru ekki vandamál sem við þurfum að hafa áhyggjur af
Andri Geir Arinbjarnarson, 20.8.2010 kl. 13:01
Það mun vera grein í stjórnlögum Evrópsku Sameiningarnnar, þar sem kemur fram að Meðlima-Ríki getur leitað til Umboðsins um heimild til að gera efnahagsögu-landamæri sín aftur sýnileg gagnvart almenningi ef það þykir nauðsynlegt. EU vegabréfið/passinn bætist við þjóðar passann en kemur ekki í staðinn fyrir hann. Bretar mun ekki aðilar að Schengen, og það er alveg óskiljanlegt hversvegna Íslendingar eru það, í ljósi mannslífanna og mannsalsins sem það kostar. Bjartsýni og græðgi er hættulega blanda og einkennir reynslulausa.
Júlíus Björnsson, 20.8.2010 kl. 14:19
Ég held Árni að við eigum að ljúka samningaferlinu og taka síðan okkar ákvarðanir á grundvelli þess sem út úr því kemur úr því að við erum byrjuð á þessu.
Eini gallinn við það er, að þetta er í raun ekki samningaferli, þetta er aðlögun Íslenskrar stjórnsýslu að stjórnsýslu ESB (Semsagt breyta því hvernig við gerum hlutina til að þóknast ESB)
Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.8.2010 kl. 19:04
Og við íslendingar eigum að snúa okkur að NAFTA..og fá til viðræðna Noreg, Kanada og Bandaríkin og vera með fríverslunarbandalag..og þurfum ekki að afsala sjálfstæði þjóðar.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 20.8.2010 kl. 21:01
Valdimar því miður er staðreyndin sú að íslenskir stjórnmálamenn voru svo langt á eftir í hugsun varðandi ýmis mikilvæg löggjafarmálefni sem varða réttindi almennings að það varð veruleg breyting til batnaðar á mörgum sviðum vegna þess að við gengum í EES. Það nægir að nefna t.d. að við fengum þokkalega neytendalöggjöf, sem við höfðum ekki áður og hefðum sennilega ekki enn ef við hefðum ekki neyðst til vegna EES.
Jón Magnússon, 20.8.2010 kl. 23:22
Ég er alveg sammála þessari nálgun Gísli. Spurning ábyrgra stjórnmálamanna er alltaf á endanum hvað er mögulegt í stöðunni sem getur þokað málum til betri vegar.
Jón Magnússon, 20.8.2010 kl. 23:23
Þetta eru réttar ábendingar Andri að sjálfsögðu var tvíhliða samningur Svisslendinga við Evrópusambandið ekki ókeypis, en þeir héldu þó t.d. stjórn á landamærum sínum. Svo er það alveg rétt með gjaldmiðilinn, en þar er raunar einn stærsti vandinn okkar að vera með ónýta mynt til langframa. Það er mikil nauðsyn á að við tökum upp fjölþjóðlega mynt sem allra fyrst. Ég fór fram á það meðan ég sat á þingi að kannaðar yrðu leiðir til samstarfs við Norðmenn sem og aðrar leiðir.
Jón Magnússon, 20.8.2010 kl. 23:26
Bretar töldu Júlíus að það væri betra fyrir þá að vera utan Schengen af því að þeir eru eyja eins og Ísland. Hér töldu ráðamenn að það væri betra að vera í Schengen vegna upplýsinga í gegn um það samstarf um glæpasamstarfsemi. En þær upplýsingar hefðum við hvort eð er fengið tel ég.
Jón Magnússon, 20.8.2010 kl. 23:28
Halldór. EES samningurinn er slík aðlögun og þess vegna talaði Economist um það á sínum tíma að EES væri eingöngu anddyri þeirra þjóða sem ætluðu sér að ganga í Evrópusambandið.
Jón Magnússon, 20.8.2010 kl. 23:29
NAFTA er ekki valkostur fyrir okkur. Viðskipti okkar og Norðmanna eru með þeim hætti. Hins vegar tel ég mjög mikilvægt að við sem og Norðmenn eflum sem mest tengsl okkar við vini okkar í vestri þ.e. Kanada og Bandaríkjamenn og reynum að koma sem mestu sambandi þar á milli. En Nafta er ekki valkostur fyrir okkur.
Jón Magnússon, 20.8.2010 kl. 23:31
Ég fór fyrsta skipti ein út í heim 15 ára til EU, þá vissu allir tollarar heimsins að Íslenski passinn merkti engin á skrá hjá INTERPOL. Oft var ég tekinn fram fyrir einmitt vegna Íslenska vegabréfsins.
Júlíus Björnsson, 21.8.2010 kl. 00:36
EES samningurinn er slík aðlögun
Mikið rétt, munurinn á aðlögunarferlinu ásamt EES og ESB er aftur á móti sá að við getum sagt nei við breytingum þegar kemur að EES og aðlögunarferli, en ef við segjum nei þar þá er hætta á að missa EES samninginn eða ekki komast í ESB.
Innan ESB er ekkert hægt að segja, þá eru hlutir teknir upp hvort sem við viljum eða ekki!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.8.2010 kl. 01:49
takk Jón en það hefði nú mátt nota þessi lög EES ESB sem viðmið frekar en að innleiða hann blindandi. Það hefði líka mátt taka amerísku stjórnarskránna og Bill og right se em komin enn meiri reynsla á en ESB lögin.
Valdimar Samúelsson, 21.8.2010 kl. 16:05
Já Júlíus það þekki ég líka. En það gildir ekki lengur því miður
Jón Magnússon, 21.8.2010 kl. 21:55
Innan EES Halldór höfum við nánast enga möguleika á að hafa afskipti af lagasetningu Evrópusambandins sem við verðum síðan að viðlagðri ábyrgð að innleiða í lög hjá okkur. Innan Evrópusambandsins höfum við þó málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á öllum stigum löggjafarstarfs Evrópusambandsins. Með tvíhliða samningi mundum við ekki þurfa að taka við vörubílshlössum af nýjum reglum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sama gildir um aðild.
Jón Magnússon, 21.8.2010 kl. 21:57
Ég átta mig ekki alveg á því hvað þú ert að fara Valdimar með bandarísku stjórnarskránni og bill of rights.
Jón Magnússon, 21.8.2010 kl. 21:59
Þessi umræða um tvíhliða samning við ESB og uppsögn EES er afar illa ígrunduð. Það er látið að því liggja að slíkir samningar yrðu auðfengnir. Svo er ekki og fullyrða má að tvíhliða viðræður yrðu flóknari og erfiðari við að eiga en aðildarviðræður. Það er eins og menn haldi að það væri hægt að falast bara si svona eftir tvíhliða viðræðum og svo yrði gengið frá málinu í snatri! Hvað hafa Íslendingar t.d. upp á að bjóða gagnvart ESB í TVÍHLIÐA viðræðum? Ef menn halda að erfiðu málin - eins og t.d. sjávarútvegsmál - hverfi í tvíhliða viðræðum þá er það stórkostlegur misskilningur. Sjávarútvegsmál yrðu rædd í tvíhliða viðræðum og fullyrða má að ESB yrði mun harðara í horn að taka á þeim vetvangi í tvíhliða- heldur en í aðildarviðræðum. Þess má geta að afstaða valdastéttarinnar í Sviss gagnvart ESB er að hluta til komin til út af því að við aðild þyrftu þeir - amk að hluta - að losa böndin um bankaleynd. Og það vilja þeir ekki.
Úlfar Hauksson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.