Leita í fréttum mbl.is

Þeir lána Steingrímur eyðir

Um svipað leyti og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn tilkynnti að hann ætlaði að lána til Íslands 16 milljarða króna í kjölfar 3. endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda barst sú frétt að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mundi leggja fram frumvarp til fjárlaga þar sem hallinn væri nálægt hundrað milljörðum.

Eftir alla baráttuna við að fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þá er staðan sú að lánið eftir 3. endurskoðun dugar fyrir tveggja mánaða óráðssíu Steingríms J. Sigfússonar í ríkisfjármálum.

Við þessar aðstæður þá eru það ófyrirgefanleg afglöp í starfi fjármálaráðherra að reka ríkissjóð með halla.

Að ári liðnu þá hafa vextirnir af óráðssíu Steingríms J. étið upp lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en við sitjum uppi með skuldirnar en vonandi ekki Steingrím J. sem ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Steingrímur hefur stofnað okkur í mikla fjárhagslega hættu og að ógleymdu ICESAVE nauðunginni sem hann og ríkisstjórnin berjast endalaust af alefli fyrir.  Hættulegir stjórnmálamenn.

Elle_, 29.9.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll, það eru stórskrítnar fréttir af afkomu ríkissjóðs í gangi. Það er eitthvað furðulegt í gangi í fjármálaráðuneytinu.

Það er sagt að hallinn á ríkissjóði sé mikill, það er líka sagt að afkoman sé miklu betri en gert var ráð fyrir, sértaklega séu skatttekjur meiri en áætlað var. Samt er sagt að svört atvinustarfsemi sé svo mikil að vegna hennar missi ríkissjóður af gríðarlegum tekjum. Það er verið að taka hrikaleg lán sem engin leið er að borga til baka og munu drekkja ríkissjóði í vaxtagreiðslum, sbr. nú síðast þessa 16 milljarða. Það er sagt að viðsnúningur í efnhagskerfi landsins sé undraverður, samt er lika sagt að við séum enn í kreppu og enn á niðurleið, sem getur varla talist viðsnúningur. Atvinnuleysið hefur lítið minnkað og fólk og fyrirtæki í þúsundavís að missa eigur sínar og á leið í gjaldþrot. Stór hluti landsmanna gengur á sparifé til að skrimta.

Og fleira mætti enn telja. Hvernig gengur þetta upp? Hvernig getur allt verið á leið til betri vegar hjá ríkinu við þessar aðstæður?

Ég les það eitt út úr þessum misvísandi og mótsagnakenndu upplýsingum sem allar hafa komið fram á síðustu 2-3 vikum að það sé allt í rugli í fjármálaráðuneytinu eða að villandi upplýsingar séu viljandi gefnar út þaðan.

Jón Pétur Líndal, 30.9.2010 kl. 07:32

3 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Elle. Hann er ótrúlegur hann Steingrímur og það kom best fram þegar  hann nánast grét í beinni útsendingu yfir því að hafa ákveðið að ákæra Geir H. Haarde.

Jón Magnússon, 30.9.2010 kl. 08:55

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er jafn undrandi á þessu og þú Jón Pétur. Ef til vill er Steingrímur með sömu reiknimeistara og þá sem stóðu fyrir skemmstu uppsveiflu í íslensku efnahagslífi í sumar þannig að Jóhanna og Steingrímur tilkynntu þjóðinni um hagvöxt en daginn eftir sagði Hagstofan frá því að það væri þveröfugt.

Þegar ég hlustaði á fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í gær þar sem hann talaði um minni halla á ríkissjóði þá velti ég fyrir mér hvaðan hann hefði fengið upplýsingarnar. 

Það sem þú nefnir Jón Pétur ætti að blasa við þeim sem vilja sjá.

Jón Magnússon, 30.9.2010 kl. 09:00

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jón, hvenær verður gerð bylting??????????

Helgi Þór Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 23:31

6 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður Helgi þá virðist óstjórnin vera slík að fólkið sé það ofboðið að ýmislegt geti gerst. En við lýðræðissinnar stöndum vörð um kjörna fulltrúa og stjórnskipun annað gengur ekki. Það er hægt að krefjast kosninga og knýja þær fram.

Jón Magnússon, 1.10.2010 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 718
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband