Leita í fréttum mbl.is

Hvika nú allir stjórnarliðar nema Ögmundur?

Svo virðist sem Jóhanna og meðreiðarlið hennar í ríkisstjórninni sé horfið frá niðurfærslu lána allir nema Ögmundur Jónasson sem enn stendur vel í ístaðinu og virðist skynja alvöru málsins og samhengi hlutanna.

Á tímum kaupmáttarskerðingar upp á rúman tug prósenta, skattahækkana og verðlækkunar á fasteignum, þá þýðir ekki fyrir fjármálastofnanir og lífeyrissjóði að ætlast til þess að fólk sætti sig við eitthvað annað og minna en eðlilega niðurfærslu verðtryggðra lána.

Stjórnarandstaðan ætti að láta myndarlega í sér heyra varðandi þetta réttlætismál og knýja á um það að almenn leiðrétting lána í samræmi við staðreyndir í þjóðfélaginu nái fram að ganga.

Gerviheimur verðtryggingarinnar býr ekki til nein raunveruleg verðmæti, en hún getur eyðilagt sum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Miðað við þ.s. Júlíus Sólnes sagði í Speglinum um daginn, hefur Ögmundur áhugaverða forsögu um sambærilega staðfestu um mun eldra en um margt sambærilegt mál.

Sjá Spegillinn: 15.10.2010

  • 1200 milljarða skuldir heimila. 20% kosti ríkið um 300 milljarða er sagt.
  • En þær skuldir eru almennt a.m.k. til 25 - 40 ára.
  • Það dreifir álaginu á lækkun skulda yfir línuna á mörg ár.
  • Getur lækkun styrkt eignasafn sjóðanna?
  • Hann telur ástandið svipað og þegar launavísitalan var tekin af í mikilli verðbólgu á miðjum 9. áratugnum, lán hækkuðu en laun stóðu í stað, allt var vitlaust í þjóðfélaginu, svokallaður Sigtúns hópur varð til, Ögmundur Jónasson var einn helsti talsmaður hans.
  • Hreyfingar launþega hafi þá stutt hugmyndir Sigtúns hópsins - á endanum var lánskjara vísitölunni breytt 1989 og hún endurreiknuð, lán lækkuðu miðað við reikning skv. eldri vísitölu og sátt náðist í þjóðfélaginu.
  • Það hefði verið mjög sniðugt að taka aftur upp sömu vísitölu og tók gildi 1989 t.d haustið 2008 þ.s. laun hafa staðið í stað, eða lækkað síðan kreppan skall á - komið sér vel fyrir lántakendur. Því miður var ekkert gert.
  • Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ríkið hefði rétt til að breita vísitölunni, og það skapaðist því ekki skaðabótaréttur á ríkið þó lán lækkuðu vegna breytinga á vísitölunni. Ríkið ætti að íhuga þetta að hans mati!
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.10.2010 kl. 21:47

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir góða færslu og upprifjun. Það er gott að fá að nýta þekkingu þína og málefnalegu skrif. Þó við séum ekki alltaf sammála þá þakka ég þér fyrir að vera alltaf málefnalegur og það væri óskandi að fleiri blogguðu með þeim hætti.

Jón Magnússon, 17.10.2010 kl. 23:54

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Magnússon, 17.10.2010 kl. 23:54

Þú getur kannski grafist fyrir um þennan dóm og svarað því, hvort skv. honum sé hægt að breita vísitölu með þeim hætti, að lán séu lagfærð með afturvirkum hætti?

Sem lögmaður ert þú með betri færni í því að meta álitsefni varðandi túlkun á dómum og viðkomandi lögum.

Þetta getur verið nokkuð stór spurning og mikilvægt svar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.10.2010 kl. 00:49

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég skal verða við áskorun þinni Einar.

Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 103
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 4227
  • Frá upphafi: 2592155

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 3972
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband