Leita í fréttum mbl.is

Byrjar litla ísöldin árið 2014

Fremsti sérfræðingur Rússa  í geimrannsóknum spáir því að "Litla ísöldin" muni hefjast árið 2014.

Dr. Habibullo Abdussamatov yfirmaður geimrannsóknastöðvarinnar Pulkovo  í St. Pétursborg sagði á ráðstefnu í Chicago í maí 2010 að við værum á leið inn í kólnandi veður. Abdussamatov sagði fyrir um minnkandi virkni sólbletta strax árið 2003 sem mundi verða í hámarki 2042 sem mundi valda mikilli kólnun í heiminum og lágmarkið þ.e. mestu frostin yrðu á árunum 2055-2060.

Litla Ísöldin eins og hún var kölluð er talin hafa staðið í meir en  200 ár eða  frá 16.öld og fram á 19.öld og hafa byrjað um 1650 en látið undan um 1850

Þau Obama og Angela Merkel hafa tekið draugasögurnar um hnattræna hlýnun sem heilagan sannleik og Evrópusambandið hefur ákveðið mikil gjöld á flutningatæki sérstaklega flugvélar sem mun leiða til mikilla hækkana á farmiðaverði og samdrátt í ferðamennsku. Auk þess hafa verið lagðar miklar álögur á framleiðslufyrirtæki og komið í veg fyrir nýiðnað vegna átrúnaðarins. Allt hefur þetta leitt til samdráttar og aukins atvinnuleysis nú þegar. Er einhver ástæða til að greiða þetta gjald?

Ekki kann ég að greina hvort Abdussamatov hafi rétt fyrir sér eða ekki. Vona að svo sé ekki. Hitt er næsta víst að við mennirnir höfum mjög takmörkuð áhrif á hnattræna hlýnun eða loftslagsbreytingar. Ef eitthvað er þá getum við með öllum okkar útblæstri ef til vill mildað áhrif Litlu Ísaldarinnar sem á að bresta á eftir nokkur ár. 

Íbúar Skandinavíu hljóta að velta fyrir sér hvort spádómarnir um hnattrænu hlýnunina eig við nokkur rök að styðjast, en síðasti desember var kaldasti mánuður sem mælst hefur í Svíþjóð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ef um einhverja endurhlýnun (ekki hlýnun, heldur endurhlýnun) væri að ræða, væri það öllum fyrir bestu, mönnum, dýrum og jurtum. Allt þetta mál er þvílík steypa og endaleysa að maður verður beinlínis kjaftstopp. Það er verið að berjast á móti „vandamáli“ sem alls ekki er vandamál, heldur guðs blessun ef satt væri. En, því miður er ekkert sem bendir til að sú smávægilega uppsveifla sem verið hefur í hitastigi, ein af fjölmörgum upp- og niðurssveflum undanfarnar aldir og árþúsundir sé eitthvað annað en allar hinar. Til lengri tíma er hiti á jörðinni að lækka og fyrr eða síðar skellur nýtt jökulskeið (ísöld) yfir. Það verður sífellt ljósara að koldíoxíð kemur hér engu máli við.

Ég veit ekki hvort þú hefur lesið Þjóðmálagrein mína „Að flýta ísöldinni“, en þar fer ég yfir þetta mál. Ég held að ýmsir hefðu gott af að lesa hana.

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.1.2011 kl. 13:09

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jón

Við verðum bara að vona að rússinn hafi ekki rétt fyrir sér.  Aðeins tíminn getur leitt það í ljós.
http://www.wnd.com/?pageId=155225

Sagan hefur kennt okkur að langvarandi kuldaskeiðum fylgir hungur, styrjaldir og jafnvel galdrafár, en á hlýskeiðum hafa menning og listir blómgast. Hitastigið þarf ekki að falla mikið til að uppskerubrestur verði árviss með hungri og mannfelli sem afleiðingu.

Ágúst H Bjarnason, 10.1.2011 kl. 14:02

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þeir hjá Weather Action segja líka að það eigi eftir að kólna jafnt og þétt næstu áratugi og að lítil ísöld sé vissulega á næstu grösum. Greinilega mark á þeim takandi, en þeir sérhæfa sig í langtímspám og eru búnir að gefa hefðbundnum veðurfræðingum langt nef um árabil með ótrúlega nákvæmum langtímaspám, sáu fyrir þennan kalda vetur þvert á spár annara og vöruðu við stórhríðinni á austurströnd Bandaríkjann yfir hátíðarnar mánuði áður en hún skall á, einnig þvert á aðrar spár og það stóðstupp á dag, hefðbundnu stofurnar vöruðu við henni sólahring áður en hún skall á. Greinilega brúklegar aðferðir notaðar þarna hjá Piers Corbyn og félugum.

http://www.weatheraction.com/displayarticle.asp?a=288&c=5

Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 14:03

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jón:

Mæli með þessu, Not So Cool Predictions, þar sem kemur m.a. fram:

Claims have recently surfaced in the blogosphere that an increasing number of scientists are warning of an imminent global cooling, some even going so far as to call it a "growing consensus". There are two major flaws in these blog articles, (i) there is no scientific basis for claims that the planet will begin to cool in the near future, and (ii) many of the listed scientists are not predicting global cooling.

Habibullo Abdussamatov er t.d. ekki sérfræðingur í loftslagsfræðum, en það hefur þó ekki stöðvað hann í að koma með fullyrðingar sem ekki standast nánari skoðun. Í lok færslunar kemur einnig fram:

There appear to be very few examples of climate scientists predicting imminent global cooling on this list. Perhaps that's because climate scientists understand that humans are and will continue to be causing rapid global warming for the foreseeable future. The few scientists who are predicting cooling have generally been doing so for several years, and are going against a very large body of scientific evidence that the planet will continue to warm rapidly.

Geturðu komið með einhverjar heimildir eða gögn sem þessi ágæti maður Habibullo Abdussamatov hefur komið fram með varðandi þetta, t.d. mælingar eða rannsóknir sem hann hefur stundað, eða eru þetta bara innihaldslausar fullyrðingar hjá honum. Reyndar er mjög undarlegt af vísindamanni að koma með svona nákvæmt ártal, líkist nú ekki venjubundnum ummælum vísindamanna að fullyrða um svona hluti...

Jón, í lokin þá er fróðlegt að sjá hvernig þú gerir bæði ráð fyrir því að "við mennirnir höfum mjög takmörkuð áhrif á hnattræna hlýnun eða loftslagsbreytingar" og einnig "getum við með öllum okkar útblæstri ef til vill mildað áhrif Litlu Ísaldarinnar sem á að bresta á eftir nokkur ár" - þetta eru nú bara hreinar mótsagnir hjá þér. EF við höfum "takmörkuð" áhrif, þá getum við ekki mildað áhrifin af lítilli ísöld eða hvað..!

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 14:18

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Góðir punktar Jón og líklega rétt athugað hjá þér varðandi samdrátt skapaðann af "grænum" gjöldum, en svo er líka þetta að fólk þarf að komast leiðar sinnar sama hvort það kostar meir eða minna, svo það eru talsverð verðbólguáhrif samfara þessu einnig.

Er einnig sammála í því að við manneskjur, þó okkur hafi fjölgað gríðarlega, erum lítill áhrifavaldur á veðurfar og hitastig jarðar, en á hinn bóginn erum við nokkuð afkastasöm við að eyða orkulindum okkar sérstaklega olíu, kolum og álíka, að ekki sé talað um mengun í stærstu þéttbýlissvæðum jarðar með fylgjandi heilsuvandamálum.

Þessvegna er bara gott mál að við vinnum ótrauð að betri nýtingu og hreinni orku, en þessi hræðsluáróður um hitun jarðar, sýnir bara virðingaleysi þeirra sem hæst hafa um þetta, fyrir almenningi og líta á okkur sem lítil börn sem ekkert skilja nema það sé kryddað með ævintýrum, sbr þegar mér var sagt (9ára gamall) í sveitinni, að ég mætti ekki fara nálægt óvörðum mógröfunum, vegna þess að þar byggju brunnklukkur, sem hoppuðu upp í munninn á fólki, skriðu niður um kokið og ætu svo lifrina í manni, miklu áhrifameira en að segja bara við 9 ára pjakk, "þú getur nefnilega dottið í mógröfina og druknað" "nehei engin hætta á því, en brunnklukkur sem éta lifrina í manni  það var annað mál."

Þetta er ágætt fyrir börn, en þegar blekkingameistarar beita þessu á uppigangandi og upplýst fólk, tapast allt traust á vísindunum og óprúttnir pólítíkusar sjá sér leik á borði að bæta á sköttum.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 10.1.2011 kl. 15:15

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta hefur Ágúst frændi H. Bjarnason talað um árum saman að ekki væri endlilega allt sem sýnist í þessum efnum og margt benti til þess að kólnun væri framundan en ekki hlýskeið af mannavöldum. Vonandi verður bið á því að nýtt Maunder Minimum hefjist, nóg eru hraðindin af mannvöldum í þessu þjóðfélagi þar sem efnahagsleg eðjót ráða öllu og allar framfarir skulu kæfðar.

Halldór Jónsson, 10.1.2011 kl. 15:20

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Jón.

Sammála þér Jón að þessi rétttrúnaður er meira en lítið hæpinn og stemmir ekki ef þúsnd ára saga veðurfars heimsins er skoðað.

En þetta passar vel fyrir suma ekki síst umhvervis sérfræðingabullur svona sérfræðinga rétttrúnaðar kerfis eins og ESB apparatið er.

Þeir eru alveg í essinu sínu nú og fá styrki á styrki ofan við að útbreiða Stóra Sannleikann og vísindin um veðrið og jafnframt útbreiða enn meira atvinnuleysi á ESB svæðinu og meðvirku póitíkusarnir verða að taka þátt í taumlausum rétttrúnaðinum hjá skrifræðiskerfinu sérfræðingaelítunni sem þeir alveg óvart bjuggu til sjálfir, en óx þeim óvart líka yfir höfuð !

Eigum við eitthvað raunverulegt erindi með þessu liði ? Ég bara spyr !

Gunnlaugur I., 10.1.2011 kl. 20:41

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég las greinina þína Vilhjálmur þakka þér fyrir hana.

Jón Magnússon, 10.1.2011 kl. 23:10

9 Smámynd: Jón Magnússon

Já Ágúst ég er hjartanlega sammála við skulum vona að Rússinn hafi ekki rétt fyrir sér, en ég held að þetta sveiflist til eins og það hefur gert þann tíma sem mannkynið hefur búið hér á jörðu án þess að það hafi mikil áhrif á það sem er að gerast.  Það er e.t.v. ekki úr vegi að minna á að alþjóðasamfélagið hefur ekki getað komið skikk á hluti á Haiti þrátt fyrir að sú eyja liggi skammt frá ríkasta landi í heimi. Enn býr um milljón manns þar við gjörsamlega ófullnægjandi aðstæður. Svo höldum við að mannkynið hafi eitthvað með veðurfar að gera.

Jón Magnússon, 10.1.2011 kl. 23:13

10 Smámynd: Jón Magnússon

Já því miður þá hafa þessar kuldaspár ræst Georg, við skulum samt vona að það haldi áfram að hlýna.

Jón Magnússon, 10.1.2011 kl. 23:14

11 Smámynd: Jón Magnússon

Já Svatli ég geri ekki ráð fyrir að við mennirnir getum haft mikil áhrif á veðurbreytingar eða hita og kulda á jörðinni, en útiloka það samt ekki að það geti verið eitthvað en þá ekki mikið. Er ósamræmi í því. Ég er ekki sérfræðingur á þessum sviðum og skrifa sem leikmaður Nigel Lawson skrifaði bók fyrir nokkru og þar birtust góðar og fróðlegar mælingar um bullkenninguna um hnattrænu hlýnunina. Ég þekki ekki til Rússans en sé að það er vitnað í hann hvað þetta varðar af viðurkenndum aðilum.

Jón Magnússon, 10.1.2011 kl. 23:17

12 Smámynd: Jón Magnússon

Já KH með sama áframhaldil verða bara þeir sem njóta þinghelgi þess umkomnir að geta ferðast og það á undanþágu vegna hertra reglna um útblástur.  Sammála þér um þróun eldsneytis

Jón Magnússon, 10.1.2011 kl. 23:19

13 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Halldór og ég fór einmitt að velta þessum  hlutum fyrir mér eftir að ég hlustaði á fróðlegan fyrirlestur Ágústar frænda þíns.

Jón Magnússon, 10.1.2011 kl. 23:20

14 Smámynd: Jón Magnússon

Stundum virðist manni sem forsjárhyggjan sé allsstaðar að leggja að velli eðlilegt frelsi einstaklingsins.  Þá er fullveldi þjóða skert á grundvelli einhverra hugmynda um hlýnun sbr. Kyoto bókunin og fyrirhugaðir losunarkvótar hjá Evrópusambandinu.  Þeir gera þó undanþágur fyrir ýmis hefðbundin farartæki hjá sér en hafna því með öllu að við megum fá undanþágur vegna flugs að og frá landinu þó það sé nánast eina leiðin fyrir okkur til annarra landa.

Jón Magnússon, 10.1.2011 kl. 23:22

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jón:

Þú þekkir ekki til Rússans, en þér finnst þó í lagi að vísa í hann án frekari heimilda eða frekari gagnrýni - t.d. hvaða "viðurkenndu" aðilar vísa í hann, þú hlýtur að geta komið fram með það eða hvað? Er það kannski bara einhverjir óljósir fjölmiðlar út í heimi - ekki geta það verið ritrýndar greinar í vísindaritum..?

En mér finnst það gagnrýni vert að afneita heilli vísindagrein bara af því að það passar ekki inn í hugmyndafræðina þína og pólitíska hugsun, Jón...en þú um það, ekki ætla ég að banna þér það, þó svo mér þyki það gagnrýni vert.

Þegar maður les svona beina afneitun á vísindum sem byggir að því er virðist ekki á neinu öðru en fullyrðingum manna út í heimi (án frekari heimilda) þá veltir maður því fyrir sér hvort að forsjárhyggja sé kannski lausn (það er þó ekki mín persónulega skoðun).

Mér finnst þó gagnrýni vert að mynda sér skoðanir um þetta efni, sem virðast ekki byggja á gögnum sem nálgast má með vísindalegum hætti, heldur tómum fullyrðingum einhverja aðila út í heimi...eins og virðist vera tilfellið hjá þér Jón.

Er frelsi einstaklinga hafið yfir vísindalegar rannsóknir - má fólk í nafni frelsis bara valta yfir vísindalegar rannsóknir og fullyrða um hluti í nafni frelsis - t.d. um kólnun sem ekki er orðin...er það málið Jón?

Hversu langt má ganga í því að afneita vísindum í nafni frelsis og hverskonar frelsi er það að afneita vísindalegum rannsóknum, með óljósum tilvitnunum í rússa sem þú ekki þekkir eða fyrrverandi bresks þingmanns (Nigel Lawson) sem er ekki vísindamaður. - Þýðir þetta í þínum huga að fólk má afneita t.d. læknavísindunum af því að við höfum sameiginlega spítala sem er borgað fyrir í gegnum skattkerfið... bara smá vangaveltur frá mér varðandi þetta.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 23:51

16 Smámynd: Jón Magnússon

Þú ert að gefa þér ákveðnar forsendur Svatli. Ég þekki ekki til vísindastarfa Rússans en hef lesið það sem hann hefur sagt og þar sem vísað er til hans af viðurkenndum aðilum sem fræðimanns í þessum efnum. Síðan er það rangt að ég sé að afneita vísindagrein hvað fær þig til að halda því fram? Svo er það þannig Svatli að í frjálsu þjóðfélagi þá afla þeir sem það vilja sér heimilda og ég hef gert það varðandi þessi loftslagsmál bæði hvað varðar skoðanir heimsendaspámanna sem og efasemdamanna. Mín niðurstaða er sú að við vitum í raun svo lítið um breytingar á veðurfari og kannanir og spár um áframhaldandi hnattræna hlýnun sé byggð á takmörkuðum og iðulega vafasömum forsendum. Það er mín niðurstaða miðað við mína upplýsingaöflun.  Annars finnst mér alltaf miður þegar menn reyna að hossa sér á grundvelli meintra yfirburða og reyna að gera lítið úr þekkingu annarra eins og þú ert að fálma við Svatli. 

Jón Magnússon, 11.1.2011 kl. 10:50

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jón:

Þessi orð þín "mælingar um bullkenninguna um hnattrænu hlýnunina" fá mig til að segja að þú afneitir loftslagsvísindunum.

Vísindamenn vita mjög margt varðandi hitastig á Jörðinni og að það hefur verið að hlýna á jörðinni (það sýna mælingar okkur) á síðustu árum og áratugum og rannsóknir og mælingar sýna líka fram á að gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á hitastig (ef ekki væri fyrir þær þá væri ekki lífvænlegt á Jörðinni - hitastig væri um 30°C kaldara án gróðurhúsalofttegunda).

Þín túlkun, Jón, á fræðunum og orð þau sem þú notar um vísindamenn og rannsóknir og mælingar þeirra benda s.s. til þess að þú afneitir vísindagreininni í heild - ég tel það alveg kristaltært... Þú segir í reynd að loftslagsvísindin séu "byggð á takmörkuðum og iðulega vafasömum forsendum", sem er mjög vafasöm greining hjá þér, enda byggja fræðin á mælingum og rannsóknum gerðum með vísindalegum aðferðum og mælingar staðfesta kenninguna, þrátt fyrir fullyrðingar þínar um annað.

Svo er það nú svo að í frjálsu samfélagi Jón, að ég hef fullan rétt til að benda þér á það sem ég tel rangt í þínum fullyrðingum, enda byggji ég það á heimildum og með röksemdum varðandi fræðin. Ef það fer í taugarnar á þér, ættirðu kannski ekki að skrifa um þessi mál á opinberum vettvangi. Eða má bara taka undir með þér svo maður þurfi ekki að lifa við það að þú teljir að maður sé "að hossa sér á grundvelli meintra yfirburða og reyna að gera lítið úr þekkingu annarra eins og þú ert að fálma við Svatli" - hvað ertu annað að gera þarna en reyna með óljósu fálmi að gera lítið úr minni þekkingu af því að hún samrýmist ekki þínum skoðunum..!

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 12:51

18 Smámynd: Jón Magnússon

Að sjálfsögðu hefur þú allar heimildir Svatli til að benda mér á það sem þú telur að sé ranglega fram fært hjá mér. Þess vegna er ég með opnar athugasemdir og þess vegna hleypi ég að öllum athugasemdum nema persónulegu níði og skiptir þá ekki máli að hverjum það beinist.  Ég leyfi mér Svatli að gera lítið úr þeirri pólitísku veðurfræði sem margir hafa fært fram á undanförnum árum í nafni vísindanna. Þar styðjast menn við takmörkuð gögn sem taka yfir skamman tíma.  Vissulega hefur verið hnattræn hlýnun í ákveðinn stuttan tíma að undanförnu, en það vantar allar sannanir um að það sé manngerð hlýnun.

Í annan stað hef ég haldið því fram að það þurfi mun lengra tímabil  til að sjá og meta hvort hlýnunin er sólgerð eða manngerð.  Ég hallast að því að við höfum lítið með hlýnunina að gera og vísindin hafa ekki getað sannfært mig um annað.  Þannig er það nú minn kæri.

Jón Magnússon, 11.1.2011 kl. 14:29

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er algerlega þitt mál hvernig þú túlkar vísindin í þínum huga eða hvernig þú (hversu haldlítil rök sem búa að baki) hunsar mælingar vísindamanna - en þú mátt búast við að ég geri mínar athugasemdir við það minn kæri.

En allavega takk fyrir að leyfa mínum skoðunum að koma fram Jón, það er þakkar vert.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 14:42

20 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Jón, af því að þú segir: 

Þar styðjast menn við takmörkuð gögn sem taka yfir skamman tíma. 

Má þá ekki benda þér á að lesa ágæta yfirlýsingu frá breska jarðfræðafélaginu:  Climate change: evidence from the geological record (sjá einnig pdf skjal með yfirlýsingunni). Samantekt á íslensku má finna hér (Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar). Þar segir (í samantektinni) meðal annars: 

Athafnir manna hafa losað um 500 milljarða tonna af kolefni út í andrúmsloftið frá árinu 1750. Á næstu öldum, ef áfram heldur sem horfir, þá gæti losun manna orðið samtals á bilinu 1500-2000 milljarða tonna – svipað og varð fyrir um 55 milljónum ára. Jarðfræðileg gögn frá þeim atburði og fyrri sambærilegum atburðum benda til þess að slík viðbót af kolefni út í andrúmsloftið gæti hækkað hitastig Jarðar um allavega 5-6°C.

Þess ber að geta að umfjöllun um annan vinkil á þeim atburði má lesa um hér (Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára). Þar segir meðal annars: 

...súrnun sjávar nú er að gerast um tíu sinnum hraðar en fyrir 55 milljónum ára. Á meðan mettunarlagið fór upp í 1500 metra dýpi fyrir 55 milljónum ára, þá mun það að öllum líkindum ná upp í um 550 metra að meðaltali árið 2150 samkvæmt líkaninu.
Súrnun sjávar á PETM var nógu öflug til að koma af stað viðamikilum útdauða í djúpsjónum. Í dag gerist súrnunin hraðar og telja vísindamennirnir að þær breytingar muni setja af stað nýja bylgju útdauða. 

Höskuldur Búi Jónsson, 11.1.2011 kl. 15:46

21 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

þessi grein er góð lesning!

www.climatecheck.org/Notes_on_climate_change.pdf

Þór Ómar Jónsson, 11.1.2011 kl. 21:08

22 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

svo er einnig um þessa!

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_scientists_opposing_the_mainstream_scientific_assessment_of_global_warming

Þór Ómar Jónsson, 11.1.2011 kl. 21:23

23 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ef að sagan kennir manni eitthvað, þá er það að þegar yfirgnæfandi meirihluti vísindasamfélagsins er sammála um að einhver kenning sé sú eina rétta og þær skoðanir og gögn sem bendi til annars sé villutrú, þá eiga allra viðvörunabjöllur að hringja. Hversu margar óhagganlegar "vísindalegar staðreyndir" hafa komið fram og endað á ruslahaugum sögunnar í aldanna rás? Held að við eigum eftir að sjá margar heilagar kýr fara sömu leið enn.

Georg P Sveinbjörnsson, 12.1.2011 kl. 22:38

24 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir að benda mér á lesefni, sem ég mun kynna mér við fysta tækifæri. Þá finnst mér Georg benda á atriði varðandi vísindasamfélagið sem við ættum að skoða svolítið nánar. Því miður þá hefur stór hópur vísindamanna iðulega haldið einhverju fram og það í sameiningu á grundvelli sameiginlegra rannsókna sem ekki var minnsti flugufótur fyrir. Sérkennilegasta dæmið var á sínum tíma í Frakklandi þegar kynntur var ákveðinn geisli, sem reyndist síðan ekki vera til og útilokað að þeir sem um hann fjölluðu hefðu vitað nokkuð af honum. Hitt er annað mál að vísindin eru mikilvæg og góð, en því miður sitja hófsemdamennirnir iðulega eftir og fá engar fjárveitingar á meðan þeir sem tala í eyrun á almenningsálitinu eða stjórnmálamönnum fá nánast alla styrki og velta sér upp úr vellystingum á grundvelli þess.

Jón Magnússon, 13.1.2011 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 303
  • Sl. sólarhring: 676
  • Sl. viku: 4124
  • Frá upphafi: 2427924

Annað

  • Innlit í dag: 279
  • Innlit sl. viku: 3815
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband