Leita í fréttum mbl.is

Borgarstjórinn hugumstóri

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr hefur fundið köllun sína. Hann talar ekki illa um fólk.

Í Kastljósi kvöldsins kom fram að tugir fólks liggur beinbrotið heima vegna skorts á hálkuvörnum í Reykjavík. Óneitanlega hlýtur það að lina þrautir og sársauka slasaðra að verða vitni að þessari  köllun Jóns Gnarr.

Mitt í aukinni skattheimtu, innilokunar vegna snjóa og hálku og hærri reikninga frá Orkuveitu Reykjavíkur hefur  Jón Gnarr þennan gleðiboðskap að flytja Reykvíkingum.  En ekkert annað.

Þegar ég hlustaði á viðtalið við borgarstjórann datt mér í hug sagan af Alexandrínu drottningu Dana, þegar hún spurði um sósíalismann í upphafi síðustu aldar og henni var sagt að margt fólk væri óánægt með kjör sín. Þá sagði Alexandrína. Hvílíkt vanþakklæti og við sem höfum gefið fólkinu  Tívolí.

Það væri allt í lagi fyrir Jón Gnarr ef tilveran væri eilíft Tívolí. Pólitískur raunveruleiki hans virðist svipaður og dönsku drottningarinnar fyrir einni öld. 

Þeir sem kusu Jón Gnarr átta sig á því í dag að pólitík er ekki brandari heldur fúlasta alvara á stundum og þá skiptir máli hver stjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vörnin var ákaflega barnaleg. Ef hann er reynslulaus þá hljóta dýru ráðgjafar borgarinar að vera það líka. Þar má spara launakostnað. Kjafta minna.  

Júlíus Björnsson, 12.1.2012 kl. 01:06

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég vona Jón  að þú hafir rétt fyrir þér að fyrrum kjósendur Jóns Gnarr sjái að það er algjört einsdæmi að Borgarstjóri virðist ekki hafa hugmynd um hvað er í gangi í Borgarstjórn, hann gat alla vega ekki svarað neinni spurningu efnislega, það var öllu mætt með hálfkæringi og aulafyndni.

Illu heilli treysti ég því ekki og treysti því ekki heldur að kjósendur geri ekki aftur svona gríntilraunir þegar kemur að kosningum til Alþingis.  Sennilega verður það eina kosningaloforð "besta" flokksins með Guðmund Steingrímsson í broddi fylkingar að þau tali ekki illa um fólk.

Kjartan Sigurgeirsson, 12.1.2012 kl. 09:26

3 identicon

Hvernig sem við horfum á Jón og Besta flokkinn.. þá er eitt ljóst, Jón og flokkurinn eiga langt í land með að ná því sem sjálfstæðisflokkur gerði íslandi.
Ef þér er annt um ísland, þá segir þú Þig úr sjálfstæðisflokk.. annað er hræsni; Þú getur ekki gagnrýnt neitt á meðan þú ert sjálfur innanborðs í flokk sem rústaði íslandi, rústaði framtíð barna okkar..
Enginn sjálfstæðismaður, frámsóknarmaður, samfylkingarmaður.. 4flokksmaður, hefur efni á að skjóta á Gnarr, því allir hafa fokkað meira en Gnarr, svo miklu miklu meira. Mestu vandræði Gnarr er einmitt að takast á við það sem 4flokkar gerðu..

Auðvitað ráðlegg ég Gnarr að hætta.. ef hann vill eiga einhverja von um að eiga feril sem leikari, stjórnmálamaður verður hann aldrei..

Comon Jón M; Þroskast, segja sig úr flokknum... ágætt að segja sig úr trúarbrögðum líka; Opna augun maður... ég veit að þú getur það, ef þú reynir.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 09:58

4 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Já, fólk áttaði sig á því, góði minn, að það þurfti "trúð" til að koma skikki á óráðsíuna sem lá eftir þessa svokölluðu "Pólitíkusa" sem logið höfðu miskunnarlaust að fólki um t.d. stöðu Orkuveitunnar! Hver voru lokaorð ÞÍNS borgarstjóra fyrir kosningar? Allt væri bara í himnalagi. Kom svo í ljós að þetta rottubæli reyndist gjörsamlega á hausnum eftir spillinga-óþverrann sem þar grasseraði! Nei ljúfurinn, stjórnmál í dag verða að breytast. Nú dugar ekki sami viðbjóðurinn og notaður hefur verið, með úthlutunum ábyrgðastaða til vanhæfra flokksfélaga, vina og vandamanna. Ætti að taka mjög grimmilega á þeim sem halda að þeir geti leikið sér með almannafé!

Davíð Þ. Löve, 12.1.2012 kl. 16:01

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Sæll Jón: ég var að hlusta á kastljós viðtalið við Jón Gnarr, og ég verð að segja að allt sem Jón sagði var rétt, ég van sem verktaki við snjómokstur hér á árum áður og þekki vel til hvað þetta varðar, viðtalið var á mörkum þess að vera ósvífið gagnvart þeim sem vinna við snjóhreinsun, men fara af stað um 2 til 4 leitið að nóttu til að moka og eru að til um 6 að kveldi, og ef snjóar á meðan verið er að moka í Borg eins og Reykjavík, þá haf men bara einfaldlega ekki undan, fólk fer á illa búnum bílum og situr fast þvers og kurrs um allan bæ, og þið spekingarnir hafið greinilega ekki séð hvert rúmmál snjór hefur, honum þarf að ryðja af götunum svo þið getið keyrt, og vegna þrengsla þá fer hann nánast allur upp á gangstéttir, nú til að ná honum þaðan þarf að ryðja honum út á göturnar aftur???, eða keyra honum á vörubílum í sjóinn og vel á mynnst það kostar stórfé, og er gríðarlega tímafrekt.

Eitt enn Borgarstjórinn var gagnrýndur fyrir hálkuslys sem urðu á fólki, þegar hlánaði skyndilega, meginástæðan fyrir því að ekki voru "(allir settir í þetta" Spurning Sigmars) var men þurfa að sofa stundum það eru lög í landinu, og það eiga allir Íslendingar að vita það, að þú átt að kunna fótum þínum forráð, og fara ekki út ef þú ert ekki búinn til þess.

Magnús Jónsson, 12.1.2012 kl. 21:11

6 identicon

líklega sakna sumir fjórflokksskírteinishafar sirkussins sem var í gangi misserin fyrir síðustu kosningar ;)

En er ekki óþarfi að vera fúll í alvörunni ;)  ....  

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 23:24

7 identicon

En Jón, heldurðu að kjósendur SjálfstæðisFLokksins og Frjálslyndra hafi áttað sig á því...??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 08:53

8 Smámynd: Jón Magnússon

Já og gera meira Júlíus.

Jón Magnússon, 13.1.2012 kl. 13:27

9 Smámynd: Jón Magnússon

Það er í sjálfu sér gott Kjartan að tala ekki illa um fólk. En hvort að nýr Gnarr verður kosinn til áhrifa í þjóðfélaginu fer mikið eftir því hvort að "hinir ábyrgu" stjórnmálamenn og "hinir ábyrgu" stjórnmálaflokkar taki á hlutunum af meiri ábyrgð en þeir hafa gert og sýni fólki fram á að hagsmunum þeirra sé vel borgið í þeirra höndum og betur en í höndum Gnarra.

Jón Magnússon, 13.1.2012 kl. 13:29

10 Smámynd: Jón Magnússon

Jæja Doctor E þannig að þú hefur áhuga á fleiru en að andskotast út í kirkju og kristindóm. Til hamingju með það. Síðan er að þora að segja á sér deili í staðinn fyrir að vera á bakvið dulnefni. Ég átta mig á að þú ert einn af vonsviknum stuðningsmönnum Jóns Gnarr sem reynir enn einu sinni að koma vandamálunum á aðra. Fjórflokkur er ekki þinglýst vörumerki eða samheiti sem hefur nokkra pólitíska merkingu. Það ætti nú doktorinn að vita.

Jón Magnússon, 13.1.2012 kl. 13:32

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þetta innlegg. Ég sagði á öðrum stað að vandamálið með Kastljósþáttinn hefði m.a. verið hvað spyrjandinn var illa undirbúinn og hafði ekki kannað mikilvæg atriði áður en borgarstjóri kom í viðtal. Allt sem þú segir er satt og rétt. Ég hef líka unnið við snjómokstur Magnús og veit hvað það er og hvernig þarf að koma snjónum í burtu. Vandamálið var m.a. að Gnarristarnir byrjuðu ekki nógu fljótt að koma málum í horf. Síðan veit ég ekkert um hvar hálkuslysin urðu. Jón sagði ákveðinn hlut og spyrjandinn hafði ekki kannað málið og þar með það.

Ég tók þessa gagnrýni á borgarstjóra ekki sem gagnrýni á þá sem vinna við snjómokstur og hreinsun heldur gagnrýni á ákvarðanir borgarstjóra varðandi þau mál.

Jón Magnússon, 13.1.2012 kl. 13:37

12 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit það ekkí Ólafur í Hvarfi.

Jón Magnússon, 13.1.2012 kl. 13:37

13 Smámynd: Jón Magnússon

Á hverju Helgi Rúnar?

Jón Magnússon, 13.1.2012 kl. 13:38

14 identicon

Þú skrifar:

Þeir sem kusu Jón Gnarr átta sig á því í dag að pólitík er ekki brandari heldur fúlasta alvara á stundum og þá skiptir máli hver stjórnar.



Ég spyr:

En Jón, heldurðu að kjósendur SjálfstæðisFLokksins og Frjálslyndra hafi áttað sig á því...??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 15:54

15 Smámynd: Jón Magnússon

Já Helgi.

Jón Magnússon, 15.1.2012 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1689
  • Frá upphafi: 2296249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1562
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband