Leita í fréttum mbl.is

Skuldavandinn hvað er það?

Vinstri Grænir og Samfylking lofuðu kjósendum fyrir síðustu kosningar að leysa skuldavanda heimilanna. Það hét hjá Jóhönnu Sigurðardóttur að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Loforðin reyndust vel til atkvæðaveiða.

Þrem árum síðar hefur ríkisstjórnin ekkert gert sem máli skiptir en Jóhanna segir mesta skuldaniðurfellingin hafi verið hér og ruglar þá með lækkun gengisbundinna lána vegna dómsniðurstöðu.

Ríkisstjórnin hefur sett fram aðgerðarpakka eftir aðgerðarpakka fyrir þá sem geta ekki borgað. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa því ekki gegnt  öðrum tilgangi en auka flækjustig í fullnustukerfinu og halda óinnheimtanlegum skuldum við.

Nú er málið komið á það stig að velferðarráðherra viðurkennir að hann viti ekki sitt rjúkandi ráð. Í viðtali sagði velferðarráðherrarnn að ríkisstjórnin hefði ekki tekið endanlega ákvörðun það væri verið að greina vandann betur og skoða hvað er hægt að gera.

Má minna á að það eru rúm 3 ár síðan ríkisstjórnin tók við. Hvað skyldi taka ríkisstjórnina mörg ár að greina vandann? Hvað skyldi það síðan taka ríkisstjórnina mörg ár að átta sig á hvað hún vill gera? Hvað skyldi það síðan taka ríkisstjórnina mörg ár að hrinda  því í framkvæmd?

Sem betur fer eru kosningar eftir eitt ár og þá gefst tækifæri til að losna við þetta fólk sem getur þá reynt að greina vandann í stjórnarandstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er komið út í tóma vitleysu alltsaman.

Vonandi fáum við nýja og nothæfa ríkisstjórn sem fyrst.

Því miður erum við með bitlausa stjórnarandstöðu líka.

Okkur vantar nýjann Davíð :)

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 13:24

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sá gamli er enn í fullu fjöri og rúmlega það.

Jón Magnússon, 23.4.2012 kl. 23:06

3 identicon

Slökkviliðið situr ráðalaust í brunarústunum og talar um að greina vandann en þið talið um að láta brennuvarginn sjálfan taka við stjórninni!!!!!!!!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 08:10

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Grunnvextir eða langtíma [5 til 30 ára]  raunvaxtavæntingar í UK, sem Frakkar og þjóðverjar segja að stjórnsýsland  geti fjámagnað sig ennþá á eigin mörkuðum [UK verður fjárfest mikið meira en en þessi ríki í grunni annarra ríkja en þau undanfarnar aldir], fylgja Libor :intial rate lánafyrirgreiðsluvöxtum langtíma fjárfestinga banka  í UK, eru nú um 0,2% fyrir lagntíma raunþjóðarverðtyggingarvaxta álag: sem bætist allta við. 

Hér er í búðalánsjóður með 4,5% grunnvexti á sinni veltu [ekki eigfé: hreinni eign] kallað ranglega nafnvextir í samburði á Íslandi  samkvæmt hefðum frá um 1983. 

1000 MILLJARÐA VELTU GRUNNUR  BERA miðað við 30 ára sjóði bera þá 4 milljarða í meðal rauntekjur í UK.   Hér er hinsvegar á langtíma grunni 25 ára, niðurgreitti til fjármálstonanna að hluta á hverju ári , lagðir á til að byrja með óháð árferði 45 milljarðar. Talsverður upphæða munur á vaxta sköttum.  Laðar ekki að erlenda raitail fjárfestina hingað á langtímaforsendum. Grunn er ekki ávöxtunar stofn erlendis heldur tryggir 20%- 30 % heildar veltunnar : skammtíma áhættuna.

Júlíus Björnsson, 25.4.2012 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 51
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 1528
  • Frá upphafi: 2488146

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1400
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband