Leita í fréttum mbl.is

Orð geta verið dýr

Björn Valur Gíslason þingflokksformaður Vinstri grænna virðist vera hreinn óþverri. Það að brigsla öðrum þingmanni að vera fullur í vinnunni og samsama stjórnarandstöðuna með slíku er einstakt háttalag. Gamalreyndur þingmaður sagði að svona óþverraskapur eins og Björn Valur sýndi félögum sínum á Alþingi sé einsdæmi.

Sú var tíðin að stjórnarþingmaður fór í ræðustól Alþingis töluvert undir áhrifum. Þrátt fyrir það voru stjórnmálaandstæðingar hans ekki að núa honum því um nasir í ræðustól Alþingis og gildishlaða þau ummæli.

Virðing Alþingis eykst ekki við að þingmenn ræki ekki starfsskyldur sínar og séu fullir í vinnunni. Virðingin eykst heldur ekki þegar þingmenn hafa uppi ósönn brigslyrði um félaga sína.

Björn Valur baðst afsökunar á ummælum sínum í upphafi þingfundar þannig að ef til örlar einhversstaðar á einhverju góðu hjá manninum.  Þannig að þá er hann e.t.v. ekki hreinn óþverri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá Birni Val að biðjast afsökunar á þessu og það hefðu fleiri mátt fara eftir því fordæmi. Árni Johnsen gat nú ekki einu sinni beðist afsökunar á sínum brigslyrðum í garð Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur þegar hann vildi væna hana og löngu látinn föður hennar um ólöglega sölu á kvóta.

Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 16:50

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég tek undir þetta, en bendi samt á algerlega óháð flokkum að þegar ég  horfi á RÚV eru alltof margir þingmenn þvöglumæltir. Betra er að segja hlutina einfallt og skýrt og stutt, heldur en að þvöglast a´sömu setningunni!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.6.2012 kl. 19:25

3 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg rétt hjá þér svo langt sem það nær Arnar. En menn eiga ekki að vera með svona brigsl úr ræðustól Alþingis.

Jón Magnússon, 8.6.2012 kl. 00:06

4 Smámynd: Jón Magnússon

Er ekki í ráði Anna að setja þá á framsagnarnámskeið.

Jón Magnússon, 8.6.2012 kl. 00:07

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Vil bara benda öllum jónum og Jónssonum á að læra tungumál er meira en að tala það. Það þýðir að læra heila menningu, alveg eins og að tala íslensku. Það felur í sér heila menningu. Þess vegna bauð ég mig fram til stjórnlagaþings...til að fá íslenskuna inn í Stjórnarskrá Íslands.

Framsagnarnámskeið er nokkuð sem ég er að kenna útlendingum á hverjum degi og veitir ekki af að kynna það sumum "Íslendingum"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2012 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1249
  • Sl. sólarhring: 1331
  • Sl. viku: 6391
  • Frá upphafi: 2470775

Annað

  • Innlit í dag: 1166
  • Innlit sl. viku: 5874
  • Gestir í dag: 1118
  • IP-tölur í dag: 1083

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband