Leita í fréttum mbl.is

Staðreyndir málsins

Steingrími J. Sigfússyni flestramálaráðherra tekst ekki að bulla sig út úr ábyrgð á hruni Sp/Kef. Staðreyndir málsins eru einfaldar og sýna að það er óumflýjanlegt að Steingrímur J. Sigfússon axli ábyrgð og segi af sér sem ráðherra. Staðreyndir Sp/Kef málsins eru þessar:

1. Ársreikningur Sparisjóðs Keflavíkur fyrir árið 2008 var birtur 3.apríli 2009 þar var eigið fé jákvætt um 5.4 milljarða. Ársreikningurinn var gerður eftir að tekið hafði verið fullt tillit ábendinga um niðurfærslu eigna eftir útlánaskoðun FME hjá sparisjóðnum í mars 2009. 

2. Ársreikningurinn fyrir árið 2008 tók tillit til bankahrunsins í október 2008 og álit endurskoðenda var að reikningurinn gæfi "glögga mynd af afkomu Sparisjóðsins á árinu 2008, efnahags 31. desember 2008" í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla

3. Eiginfjárhlutfall var jákvætt um 7.06% en undir 8% lágmarkshlutfalli skv. 84 gr. laga um fjármálafyrirtæki þess vegna þurfti að taka sparisjóðinn í slitameðferð eða reka hann á undanþágu og ákveðið var af Steingrími J.

Þann tíma sem sparisjóðurinn var í gjörgæslu FME og fjármálaráðuneytisins var hagnaði snúið í tap og skattgreiðendur og stofnfjáreigendur töpuðu verulegum fjármunum. 

Skattur á venjulega skattfjölskyldu í landinu er um 400 þúsund vegna þessara mistaka Steingríms. 

Þar sem Steingrímur J. virðist rugla saman staðreyndum og hugarórum í þessu máli þá mun ég rekja betur síðar staðreyndir þessa máls meðan Sparisjóður Keflavíkur var rekinn á undanþágu og nýr sjóður stofnaður Steingrími J til upprifjunar á staðreyndum.

Með aðgerðum sínum í þessu máli, ruglaði Steingrímur fjármálamarkaðnum og dró peninga frá öðrum fjármálastofnunum til Sparisjóðs Keflavíkur allt á ábyrgð og kostnað skattgreiðenda.

Þetta er athyglivert og til umhugsunar að Steingrímur J. tók þá ákvörðun með vini sínum Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra að fella SPRON og Straum fjárfestingabanka á meðan Sparisjóðurinn í Keflavík fékk þessa sérstöku fyrirgreiðslu af hálfu Steingríms J.

Þessi kostnaðarsömu mistök Steingríms J.  verða að hluta til rakin  til  rangrar stefnu hans í málefnum sparisjóða en að öðru leyti til rangrar ákvarðanatöku og vanhæfni ráðherrans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Trúir þú því Í ALVÖRUNNI að ársreikningurinn fyrir 2008 sé réttur??

Skeggi Skaftason, 13.6.2012 kl. 12:29

2 identicon

Það er dæmlaust hvað hægt er að rugla með þetta mál. Hér er yfirlýsing frá Fjármálaráðuneytinu.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/forsidufrettir/nr/15540

Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 17:53

3 Smámynd: Jón Magnússon

Hefur honum verið hnekkt Skeggi. Ekki veit ég til þess. FME og fjármálaráðherra höfðu Sparisjóðinn lifandi á undanþágu fyrst í 6 mánuði og framlengdu síðan um aðra 6 og síðan urðu uppskiptin í Sp/Kef allt eftri að þessi ársreikningur kom út.  Það var allt opið og aðgengilegt þannig að það er engum um að kenna en fjármálaráðherra og starfsfólki hans og FME hvernig fór. Þannig er nú þessi napri sannleikur Skeggi.

Jón Magnússon, 14.6.2012 kl. 00:30

4 Smámynd: Jón Magnússon

Rugla með hvað Þórhallur. Yfirlýsing fjármálaráðuneytisins er einhliða yfirlýsing sem segir m.a. ekki frá því af hverju Sparisjóðnum var leyft að starfa í 6 mánuði á undanþágu og síðan aðra 6 og síðan skipt upp. Hver er að rugla með þetta mál? Annar en Steingrímur J og lagsfólk hans.

Jón Magnússon, 14.6.2012 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 324
  • Sl. sólarhring: 644
  • Sl. viku: 4145
  • Frá upphafi: 2427945

Annað

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 3835
  • Gestir í dag: 286
  • IP-tölur í dag: 268

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband