Leita í fréttum mbl.is

Tass hefði ekki gert það betur.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins á sennilega heimsmet opinberra fréttastofa í lýðræðisríki í þjónkun sinni við ríkisstjórnina í anda pólitískrar rétthugsunar Samfylkingarinnar.

Athyglivert hefur verið að sjá með hvaða hætti þessi arftaki Tass fréttastofu Sovétríkjanna matreiðir fréttir eftir því sem hentar valdhöfum.

Í kvöld fjallaði fréttastofan um málefni Sparisjóðs Keflavíkur og Sp/Kef. Þar var það merkilegasta að mati ríkisfréttastofunnar að fjalla um risnureikning sparisjóðsstjórans og meinta misnotkun hans upp á nokkrar milljónir.  Ekki var fjallað um það hver ber ábyrgðina á 25 milljarða reikningnum sem skattgreiðendur verða að greiða vegna rangra ákvarðana Steingríms J. Sigfússonar eða hvernig á því stóð að Fjármálaeftirlitið veitti Sparisjóðnum undanþágu til starfa í eitt ár þó að staðreyndir lægju fyrir. Af hverju er ekki fjallað um merg málsins. Nei risnureikningar upp á nokkrar milljónir skal það vera.

Mörg dæmi má rekja um galna fréttamennsku RÚV í sambandi við þetta Sp/Kef mál þar sem hlífiskildi er haldið yfir vondri stjórnsýslu, stjórnmálalegri spillingu og röngum ákvörðunum Steingríms J. Sigfússonar. 

Hvað skyldi valda því að fréttamat fréttastjóra RÚV er jafn galið og vilhalt ríkisstjórninni og raun ber vitni?  1. Vanþekking 2. Pólitísk spilling  3. Leti  4. Eitthvað annað þá hvað?

Loks ein rússína sem kemur Sp/Kef málinu ekki við en sýnir á hvaða róli fréttastofa RÚV er, einnig í öðrum gæluverkefnum Samfylkingarinnar.

Fyrir nokkru komu hingað ólöglegir innflytjendur sem sögðust vera börn. Bragi Guðbrandsson fyrrum aðstoðarmaður Jóhönnu Sig og Baldur Kristjánsson erkiklerkur í Þorlákshöfn fóru mikin yfir því að þessi börn skyldu dæmd til fangelsisvistar fyrir að ljúga að réttvísinni.  Fréttastofa RÚV birti ummæli þeirra skilmerkilega og fjallaði mikið um hvað við værum vond við þessi börn. Þegar í ljós kom að þetta voru ekki börn heldur fullorðnir menn að ljúga. Hvað sagði fréttastofan þá: Jú aðalatriðið var gagnrýni á stjórnvöld fyrir það hvað aldursgreiningin tæki langan tíma eins og þeir sem voru að ljúga hefðu ekki vitað það allann tímann. 

það er ekki furða að fréttastofa RÚV skuli þurfa marga tugi fréttamanna til að matreiða pólitísku rétthugsunina.  Þannig var það líka hjá Tass í Sovétríkjunum sálugu og þannig er það hjá kommúnistastjórninni  á Kúbu. 

Gylfi mótmælandi Magnússon, sá sem einu sinni var viðskiptaráðherra og stjórnaði árás á íslenska bankakerfið með góðum árangri í október 2008 sagði að við yrðum Kúba norðursins ef við samþykktum ekki Icesave.  Það var að vísu rangt hjá honum. En  fréttastofa RÚV hefur hins vegar tekið upp svipaða starfshætti í matreiðslu frétta þannig að þær séu þóknanlegar stjórnvöldum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðtrygging á hámárksávöxtum á einn geira í þágu ríkisins gerði Ísland að Kúpu Norðursins að mínu mati. Líka að fjármagna ríkis samneyslu með gróða af þeim sem leigja sér húsnæði eða kaupa það veðskuldarbréfi.  Þarna er ekki verið að undanskilja þá ríkust. Hlutfallslega jafnir beinir skattar sem mismuna ekki, einstaklingum, lögaðilum eða geirum, er algenast í markðríkjum erlendis.  Óbein skattheimta í gegnum ekki sölskattsskylda starfsemi sjá allir í gegnum.  Alþjóðasamfélagið tekur ekki veð því sem stendur ekki undir söluskatti hingað til það hefur ekkert raunvirði.

RUV er skattabyrði sem mismunar hlustendum í fréttafluttningi, flytur það sumir vilja heyra. Tass sagði allt verra en í Sovét. Þar var mesta vöru úrvalið og þar áttu verkmenn þvottvélar og margt annað sem almenningur á Vesturlöndum átti ekki. Þetta var hlægilegt hér á Íslandi. Hinvegar eru RúV fréttir, í dag, eins í grunni, en leiðinlegar.

Júlíus Björnsson, 14.6.2012 kl. 02:34

2 identicon

Sæll Jón

Mér finnst menn gleyma hver framdi "glæpinn" - Hver setti bankann á hausinn? Skoðum það áður en við deilum um hvernig hugsanlega hefði verið hægt að draga úr skaðanum. Hvor ákvarðanir SJS haf verið réttar eða rangar verður að skoða í ljósi sögunnar. Setning neyðarlaganna og hvernig menn fóru með fé í þessum sparisjóði. Svo skulum við skoða aðgerðir SJS til bjargar. Ekki stökkva upp á pall og taka menn af lífi sem þó reyndu að bjarga því sem bjargað var. 

PS er ekki sérstakur aðdáandi SJS.

Kv - Björn S. Lár. 

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 08:57

3 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður er það rétt hjá þér Júlíus að með verðtryggingunni erum við á leiðinni í það að vera Kúba norðursins hvað það varðar að venjulegt fólk á ekki neitt.

Jón Magnússon, 14.6.2012 kl. 10:12

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Björn þitt innlegg. Ég er ekki að gleyma því frekar en í bankahruninu í október 2008. En aðgerðir Steingríms J. má skoða í ljósi sögunnar en hann verður að bera ábyrgð gerða sinna í núinu. Hann hefur sjálfur krafist þess að aðrir axli ábyrgð fyrir minni sakir.  Athugaðu það Björn að Þegar Steingrímurinn og crime buster Þorvaldar Gylfasonar í FME ákváðu að gefa Sparisjóði Keflavíkur undanþágu til áframhaldandi starfsemi þá lá fyrir kolsvört skýrsla um starfsemi hans og stjórnun sem hefðí átt að leiða til annarar ákvörunar þeirra. Það sem ég er að benda á er að mergurinn málsins er að Steingrímur J. ber ábyrgð á hvernig fór og því að skattgreiðendur þurfa að borga yfir 20 milljarða og hann á að axla ábyrgð. Hafi hann ekki vit á því verða m.a. heiðarlegir fréttamenn og álitsgjafar að gera honum það ljóst. Í því efni er fréttamennska RÚV vægast sagt kjánaleg og óafsakanleg.

Jón Magnússon, 14.6.2012 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 155
  • Sl. sólarhring: 567
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2506238

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 2314
  • Gestir í dag: 146
  • IP-tölur í dag: 143

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband