22.8.2012 | 13:37
Hvar eruð þið núna Jón Gnarr og Össur?
Fyrirbrigði á tónlistarsviðinu sem kallar sig "Pussy Riot" ákvað að vekja á sér athygli með því að litilsvirða helga dóma í höfuðkirkju rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar fyrir nokkru. Uppákoma þessara þriggja kvenna í Rússlandi leiddi til þess að þær voru handteknar og hlutu nýverið dóm fyrir athæfi sitt.
Lönd í okkar heimshluta hafa ákvæði í refsilöggjöf sinni sem varða athæfi eins og það sem þessi sönghópur í Rússlandi gerðist sekur um. Þannig er ákvæði í 125.gr almennra hegningarlaga á Íslandi sem mælir fyrir um refsingu allt að 3. mánaða fangelsi þeirra sem opinberlega draga dár að eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags. Konurnar í "Pussy Riot" hefðu því þurft að sæta ákæru og refsingu hér á landi fyrir svipað athæfi og þær gerðust sekar um í höfuðkirkjunni í Moskvu.
Allt í einu rís upp hópur hér á landi sem telur það hið alvarlegasta mannréttindabrot að dæma þessar konur í Rússlandi í fangelsi. Fyrirbrigðið í stól borgarstjóra fannst tilvalið á þeim eina vettvangi sem hann getur sinnt sæmilega að setja á sig hettu til að hylja andlit sitt og krefjast þess að félagar í "Pussy Riot" yrðu látnar lausar. Í kjölfarði fylgdi Bandalag listamanna og "garmurinn hann Ketill", Össur Skarphéðinsson sem sagði Rússa brjóta öll mannréttindi með þessu og fór mikinn eins og aðrir af hans sauðahúsi sem hafa tjáð sig um málið.
Rússnesk refsilöggjöf tekur mun harðar á brotum af þessu tagi en gert er víða á Vesturlöndum en mun vægar en gert er í mörgum öðrum löndum. Um það hefur Össur ekki séð ástæðu til að fjalla. Í Saudi Aarabíu og Pakistan hefði fólk sem hefði brotið af sér eins og konurnar í "Pussy Riot" gerðu verið teknar af lífi og það jafnvel strax.
Sunnudaginn var handtók Pakistanska lögreglan 11 ára stúlku með Downs heilkenni sem er sökuð um að hafa misfarið með síðu eða síður úr Kóraninum. Við því broti liggur lífstíðarfangelsi í Pakistan. Ekki fer sögum af því að Össuri Skarphéðinssyni hafi fundist tilefni til að fjalla um málið hvað þá fyfirbrigðinu sem situr í stóli borgarstjóra með fulltingi og í skjóli varaformanns Samfylkingarinnar. Það mál kemur þeim ekki við frekar en Bandalagi listamanna eða öðrum slíkum pótintátum.
Þá fer ekki sögum af því að það fólk sem mótmælir nú meðferðinni á "Pussy Riot" hafi látið í sér heyra vegna refsinga Julíu Timosjenko í Úkraínu eða það alvarlegasta sem nokkur ríkisstjórn getur gert gagnvart borgurum sínum að virða ekki rétt borgaranna til lífs eins og um var að ræða í Suður-Afríku fyrir skömmu og gerist í mörgum löndum nánast daglega.
Vel má fallast á að rússnesk löggjöf sem samsvarar 125.gr. almennra hegningarlaga á Íslandi sé of hörð, en það leiðir ekki sjálfkrafa til réttlætingar á ummælum utanríkisráðherra eða annarra sem sjá flísina í löggjöf Rússlands en ekki bjálkana sem eru út um allt í heiminum varðandi samsvarandi brot.
Borgarstjórinn viðhafði að venju takmörkuð ummæli um málið þegar hann fullnægði sýniþörf sinni vegna þess.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 288
- Sl. sólarhring: 736
- Sl. viku: 4109
- Frá upphafi: 2427909
Annað
- Innlit í dag: 265
- Innlit sl. viku: 3801
- Gestir í dag: 258
- IP-tölur í dag: 247
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Mér sýnist þú vera að segja að ef einhver mótmælir einhverju þá verði hann líka að mótmæla öllu öðru sem þarf að mótmæla, til að vera sjálfum sér samkvæmur. Þú nefnir þrjú önnur dæmi um verðug verkefni. Þetta er rökleysa af því hver maður má nota sinn tíma til að sinna sínum hugðarefnum og málefnum. Þú getur ekki ákveðið fyrir aðra hvaða slagi þeir velja að taka.
Ef ég ætla að forgangsraða öllum málefnum eftir forgangi
og ráðast svo bara á þau mikilvægustu gæti ég aldrei byrjað að láta gott af mér leiða.
Kári Harðarson, 22.8.2012 kl. 15:22
you got to pick your battles...
Hvað ert þú annars að gera í málinu ? Annað en að benda öðrum á hvað þeir eigi að gera ?
Hvar varst þú og þitt fólk þegar Pussy Riot málið fór sem hæðst ?
Afhverju bendir þú ekki á flest alla aðra landsmenn sem mótmæltu engu. Afhverju þessir tveir ? Pólitíkin ofar öllu að vanda...
steinar (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 16:05
Kári, borgarstjórinn í Reykjavík og utanríkisráðherra eru ekki prívatpersónur. Ég bendi á að sá sem getur talað fyrir sig Össur, gagnrýnir sérstaklega rússnesk stjórnvöld fyrir mannréttindabrot það er töluvert mál þegar um utanríkisráðherra þjóðar er að ræða. Að sjálfsögðu geta allir mótmælt því sem þeir vilja, en ég bendi á hvað þetta er hollt að innan Kári miðað við svo mörg tilefni. Ef þú síðan vilt vandræðast með mig persónulega þá hef ég mótmælt mannréttindabrotum um áratugaskeið vítt ob breitt um veröldina á forsendum Amnesty International þegar um það hefur verið beðið.
Jón Magnússon, 22.8.2012 kl. 16:45
Ég er ákkúrat ekkert að gera í málinu gagnvart Pussy Riot steinar og það stendur ekki til. Það eru svo mörg margfalt fleiri og alvarlegri mál sem ég leyfi mér að skipta mér af og mótmæla á grundvelli Amnesty International. Síðan leyfi ég mér að vekja sérstaklega athygli á kristnu stúlkunni í Pakistan með Down´s heilkennið sem var handtekin og getur átt yfir sér lífstíðardóm vegna þess að hafa hugsanlega misfarið með síður úr Kóraninum. Mér finnst mikilvægara að taka þá baráttu.
Dómnum yfir Pussy Riot hefur verið áfrýjað þannign að endanlegur dómur hefur ekki verið kveðinn upp - eigum við ekki að bíða með fordæmingar þangað til það liggur fyrir hvaða dóm þær fá.
En Steinar ég er að vekja athygli á því fyrst og fremst hvernig ákveðið fólk velur sér alltaf vígvöll með stjórnleysi og upplausn en lætur sér fátt um finnast þó mannréttindi milljóna séu fótum troðin t.d. í Pakistan, Saudi Arabíu og Suður Afríku eftir að stjórnin þar fór úr höndum hvíta minnihlutans.
Jón Magnússon, 22.8.2012 kl. 16:51
Ég efast ekki um að þú hefur staðið þína pligt. Hafðu þakkir fyrir!
Ég veit ekki hvort Jón Gnarr og Össur mega segja sínar skoðanir á Pussy Riot -- kannski er lagahefð fyrir því að þeir eigi að halda sig til hlés. Hjartað segir mér samt að ef einhverjum er siðferðislega misboðið þá eigi hann að tjá sig. Þá frekar þeir sem eru í valdastöðum af því á þá er hlustað.
Kári Harðarson, 22.8.2012 kl. 16:53
Þessi gjörningur hjá stelpunum ristir mun dýpra en einföld skrílslæti inni í kirkju, eins og sjá má af lokaræðum þeirra við réttarhöldin (sjá t.d. http://nplusonemag.com/pussy-riot-closing-statements). Svo ég vitni í lokaræðu einnar þeirra:
"Why did Putin feel the need to exploit the Orthodox religion and its aesthetic? After all, he could have employed his own, far more secular tools of power—for example, the state-controlled corporations, or his menacing police system, or his obedient judicial system. It may be that the harsh, failed policies of Putin’s government, the incident with the submarine Kursk, the bombings of civilians in broad daylight, and other unpleasant moments in his political career forced him to ponder the fact that it was high time to resign; that otherwise, the citizens of Russia would help him do this. Apparently, it was then that he felt the need for more persuasive, transcendent guarantees of his long tenure at the pinnacle of power. It was then that it became necessary to make use of the aesthetic of the Orthodox religion, which is historically associated with the heyday of Imperial Russia, where power came not from earthly manifestations such as democratic elections and civil society, but from God Himself."
Ég held það sé engin tilviljun hvað málið hefur blásið út í fjölmiðlum; gjörningurinn var táknræn árás á valdakerfi Pútíns og sókn þess í réttlætingu frá Rétttrúnaðarkirkjunni, og þessi harkalegu viðbrögð setja spillingu, réttarríkisleysi og ritskoðun yfirvalda þar í landi í sviðsljósið.
Þórarinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 17:11
Gott mál hjá þér Jón Magnússon og þarft, þakka þér fyrir.
Hrólfur Þ Hraundal, 22.8.2012 kl. 17:57
Takk fyrir þetta Jón, hjartanlega sammála þér. Það þarf yfirleitt ekki hetjur til að samsinna "tíðarandanum"
Kristinn Ásgrímsson, 22.8.2012 kl. 18:57
Gott hjá þér að vekja athygli á þessu.
Miðað við myndir úr sjónvarpi, þá gat ég ekki betur séð en þær hafi ráðist þarna inn í kirkjuna með ofbeldi og látum. Reyndar er nafnið eitt sér svolítið svona vafasamt, Pussy Riot! Svolítið ofbeldislegt, en stjórnleysingar eins og Gnarrinn verða náttúrulega mjög upphrifinir.
að lokum þá eru fleiri en Gnarrinn hrifinn af stelpunum en hann Berlusconi mun víst líka þetta vel.
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=10151045448148542&set=a.440624938541.240217.27489628541&type=1
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 20:12
Tek heilshugar undir með þér, Jón Magnússon.
Ég vék að þessu á bloggi mínu á dögunum:
http://blogg.visir.is/gb/2012/08/20/her-er-vist-ekkert-pakistanskt-sendira%c3%b0/
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 21:26
Þeim Össuri og Jóni Gnarr er ekkert siðferðislega misboðið vegna "Pussy Riot" Kári. Þeir eru að geypa um mál af því að þeir halda að það sé til vinsælda fallið.
Jón Magnússon, 22.8.2012 kl. 22:52
Þórarinn hefði svo verið þá gátu þær komið fram mótmælum án þess að misbjóða trúarsannfæringu fólks. Þegar þú ræðst á kirkju eins og þær gerðu þá eru þær fyrst og fremst að ráðast gegn kirkjunni og trúðarskoðunum þeirra sem aðhyllast þá trú. Þær höfðu ótal tækifæri til að vekja athygli á andúð sinni á Pútin og því sem þær telja hann standa fyrir. Vafalaust gætu ýmsir vakið athygli á málstað sínum með því að fara yfir siðferðileg mörk en fæstir gera það og þeir sem gera það vita að þeir muni sæta refsingu fyrir.
Jón Magnússon, 22.8.2012 kl. 22:58
Þakka ykkur fyrir Hrólfur og Kristinn.
Jón Magnússon, 22.8.2012 kl. 22:58
Þakka þér fyrir Rafn ég er sammála þér. En ég held samt að það séu ekki sömu hvatir sem liggja að baki hrifningu Berlusconi og Össurar af "Pussy Riot". Það er hárrétt ábending að nafnið segir ansi mikið um þessa hljómsveit, sem ég veit ekki til að hafi unnið neina sigra á tónlistarsviðinu.
Jón Magnússon, 22.8.2012 kl. 23:00
Takk Guðmundur og takk fyrir þitt innlegg um málið fyrr og nú.
Jón Magnússon, 22.8.2012 kl. 23:01
Það er stefna vinstrimanna að gagnrýna ekki mannréttindabrot í múslimaríkjum. Feministar og Amnesty láta lítið í sér heyra varðandi réttindi kvenna í þessum löndum. Hvers vegna ekki er mér hulin ráðgáta. Unga stúlkan í Pakistan er ekki feministi, hún býr þar að auki í múslimaríki (þótt kristin sé og sætir af þeim sökum ofsóknum og hennar fjölskylda) og þess vegna finnst íslenskum vinstimönnum (og feministum) óþarfi að eyða í hana mannréttindum.
Guðmundur St Ragnarsson, 22.8.2012 kl. 23:32
Ég tek einnig heilshugar undir með þér Jón Magnússon og mér hefur fundist algjörlega vanta umræðuna um virðingarleysið sem mér finnst þær hafa haft þarna frammi, en hafðu þökk fyrir góðan pistil.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.8.2012 kl. 23:48
Merkilegt að fyrrverandi alþingismaður tali um "fyrirbrigði" í stóli borgarstjóra (sem hann myndi aldrei segja ef borgarstjórinn væri sjálfstæðismaður) og segir að hann hafi mótmælt "á þeim eina vettvangi sem hann getur sinnt" og bara verið að fullnægja sýniþörf. Er þetta málefnalegt? Ég er alveg sammála Kára með að þetta sé rökleysa og að allir geta ákveðið það fyrir sig sjálfir hverju þeir mótmæla. Annars er ég sammála með að málið í Pakistan sé hörmulegt og Össur o.fl. ættu að láta í sér heyra með það. Það gerir dóminn yfir Pussy Riot ekki sanngjarnan.
Skúli (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 03:18
i pussy riot
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.8.2012 kl. 04:32
Það kann vel að vera að viðbrögð dómsstóla í Rússlandi séu óþarflega hörð gagnvart kússu uppþotinu í kirkjunni en dómsstólar verða að dæma eftir þeim lögum sem ríkja í landinu. Það er fráleitt að krefjast þess að valdhafar skipti sér af störfum dómsstólanna en hér hafa heyrst raddir þess efnis að Pútín eigi að láta sig málið varða, þ.e. að framkvæmdavaldið eigi að segja dómsvaldinu fyrir verkum. Gagnrýnin á að beinast að löggjafavaldinu fyrir að setja svo stífan lagaramma fyrir brot af þessu tagi. Sú gagnrýni á víðar við.
Máli kússanna er ekki lokið og því galið að fara út límingunum vegna þess meðan miklu alvarlegri mannréttindabrot eru látin óátalin. Mannréttindin í öllum hinum múslímska heimi eru fótum troðinn daglega án þess að heyrist hér hóstur eða stuna. Kristnir menn, gyðingar og raunar allir sem ekki aðhyllast rétta deild í Islam á hverjum stað eru myrtir, hraktir á fótta og smánaðir á hverjum einasta degi án þess að ráðamenn eða kirkjan láti sig málið varða. Það er því vægast sagt vemmilegt að fylgjast með hræsni og yfirdrepskap manna eins og Jóns Gnarr og Össurs.
Valdimar H Jóhannesson, 23.8.2012 kl. 09:43
Því miður Guðmundur þá hefur þú rétt fyrir þér.
Jón Magnússon, 23.8.2012 kl. 09:55
Þakka þér fyrir Ingibjörg. Það gleymist nefnilega í umræðunni að athæfi eins og þetta er alls staðar refsivert.
Jón Magnússon, 23.8.2012 kl. 09:56
Skúli sem betur fer höfum við haft marga mjög góða borgarstjóra sem ég mundi aldrei kalla fyrirbrigði á þeim vettvangi. Steinunn Valdís og Dagur voru borgarstjórar og ég mundi aldrei kalla þau því nafni. Jón Gnarr kemur þannig fram því miður að það er lítið hægt að kalla hann annað en fyrirbrigði sem borgarstjóra. Jón Gnarr hefur hins vegar marga aðra hæfileika og það er synd að hann skuli ekki gera það sem hann er góður í.
Jón Magnússon, 23.8.2012 kl. 09:59
Ég efast um að þú hafir vitað hvaða fyrirbrigði "Pussy Riot" var Anna áður en þær frömdu helgispjöllin. Ekki hafa þær unnið sigra á tónlistarsviðinu.
Jón Magnússon, 23.8.2012 kl. 10:00
Þakka þér fyrir gott innlegg í umræðuna Valdimar. Það gleymist nefnilega að Össur og Jón Gnarr eru að fara fram á að stjórnvöld í Rússlandi taki fram fyrir hendur á dómstólum. Einnig þörf áminning varðandi æpandi þögn mannanna með sýniþörfina, Jóns Gnarr og Össurar, um hræðileg mannréttindabrot og morðum á saklausu fólki.
Jón Magnússon, 23.8.2012 kl. 10:03
Þetta er hárrétt hjá þér Jón Magnússon og góð færsla.
Mofi, 23.8.2012 kl. 10:31
Sæll Jón.
Finnst þér að sú íslenska lagagrein sem þú vitnar til, "sem mælir fyrir um refsingu allt að 3. mánaða fangelsi þeirra sem opinberlega draga dár að eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags"
eigi fullan rétt á sér?
Einar Karl, 24.8.2012 kl. 22:08
Já Einar það finnst mér.
Jón Magnússon, 25.8.2012 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.