Leita í fréttum mbl.is

Dýr mundi Steingrímur allur

Nú liggur fyrir ađ ákvarđanir Steingríms J. Sigfússonar varđandi sparisjóđinn í Keflavík mun kosta skattgreiđendur 25 milljarđa króna.  Tap af ađgerđum Steingríms vegna Sjóvá-Almennar tryggingar kostar 4 milljarđa og Byr-ákvarđanir Steingríms kosta a.m.k.  100 milljónir. 

Ţessu til viđbótar fengu VBS, Saga Capital og Askar Capital  52 milljarđa frá Steingrími ţegar hann lánađi ţessum félögum ţá fjárhćđ.  Í ákvörđun eftirlitsstofnunar EFTA kemur fram hvađ VBS og Saga Capital mátu ţennan ríkisstuđning til margra milljarđa ţannig ađ ţađ ţarf enginn ađ velkjast í vafa um ţađ.

Beint tap ríkisins vegna Steingríms er hátt í 80 milljarđar króna. 

Ţá er ótaliđ mögulegt tjón vegna gengisákvćđa í uppgjörssamningum Landsbankans. Undirverđlagning viđ sölu bankanna til kröfuhafa (vogunarsjóđa). 

Sem betur fer tókst Steingrími ekki ađ koma 500 milljarđa Icesave kröfunni til viđbótar á ţjóđina eins og hann lagđi til eftir sumarsamninga flokksbróđur hans Svavars Gestssonar, sem sá enga ástćđu til ađ gćta hagsmuna íslensku ţjóđarinnar af ţví ađ ţađ var komiđ sumar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ hefur altaf veriđ mín skođumn ađ ţađ styttist í Landsdóm Steingríms.

Enda á hann og Ríkisstjórnarmeđlimir Jóhönnu sem voru í hrunastjórninni og settust í dómarasćtiđ gegn samáđherrum sínum sem ekki voru samflokka, ekkert annađ skiliđ.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráđ) 31.1.2013 kl. 00:40

2 Smámynd: Sigurđur M Grétarsson

Af hverju heldur ţú enn áfram ađ ljúga sökum upp á Steingrím. Eins og ég hef skýrt vel út í síđasta pistli ţínum ţá á hann enga sök á tapi vegna Sparisjóđs Keflavíkur. Ţađ voru fyrrum stjórnarmenn hans sem voru ţegar búnir ađ reka hann í ţrot međ forkastenlegri og sennilega glćpsamlgri međferđ fjár. Ţeir eru hátt settir í Sjálfstćđisflokknum svo ţví sé haldđ til haga.

Hvađ Sjóvá varđar ţá var ţađ líka sett í ţrot af fjárglćframönnum sem einnig tengjat Sjálfstćđifslokknum. Ţeir voru ţar ađ auki búnir ađ tapa bótasóđi ţess međ ţví ađ leggja hann undir í áhćttufjárfestungum sem reyndar er ólöglegt. Ţađ bar hćft ţann gjörning sem kenndur er viđ Vafning og núverandi formađur Sjálfstćđisflokksins skrifađi undir fyrir föđur sinn og frćnda. Ţar brást FME algerlega viđ ađ stöđva ţann ólöglega gjörning ađ setja bótafjóđin í áhćttufárfestingar.

Tap ríkissjóđs vegna Sparisjóđs Keflavíkur og Sjóvár er ţví ekki sök Steingríms heldur fjárglćframanna sem allti hafa sterk tengsl viđ Sjálfstćđiflokkinn.

Svo er ţađ bull ađ Svavar samningurinn hefđi kostađ 500 milljarđa hefđi hann veriđ samţykktur. Sú tala miđađi viđ mjög svartsýnt mat á söluverđmćti eigna úr ţrotabúi Landsbankans sem nú er ljóst ađ mun greiđa upp allan höfuđstól Icesave skuldanna. Í ţessu efni ţarf líka ađ hafa í huga ađ hefđi veriđ samiđ á ţeim tíma hefđi ţađ flýtt fyrir öllum fyrirgreiđslum til Íslands og ţá vćrum viđ mun lengra komin í ađ byggja upp hagkerfiđ eftir hrun en viđ erum í dag og ţví alveg óljóst hvort stađa okkar vćri betri eđa verri en hún er í dag.

En úr ţví ţú ert ađ tala um menn sem hafa skađađ íslenskt ţjófélag mikiđ fjárhagslega af hverju minnist ţú ekki á Íslandsmeistarann í ţví efni. Ţađ er Davíđ Oddson. Henn leiddi ţá ríkisstjórn sem framkvćmdi allar ţćr ađgerđir sem ollu hruninu auk ţess ađ valda Seđlabankanum 270 milljarđa króna tjóni sem ríkissjóđur varđ ađ greiđa.

Sigurđur M Grétarsson, 31.1.2013 kl. 11:11

3 Smámynd: Jón Magnússon

Munurinn á Geir H. Haarde og Steingrími hvađ Landsdómsákćrur varđar er ađ Steingrímur yrđi dćmdur fyrir raunverulegar sakir.

Jón Magnússon, 1.2.2013 kl. 15:31

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurđur ţú ert búinn ađ skrifa ţrjár athugasemdir ţar sem ţú heldur alltaf fram sömu tuggunni um ađ ţađ sem ég er ađ vísa til í skjalfestum gögnum, ársreikningum og gögnum frá FME og síđan Fjármálaráđuneytinu varđandi Sparisjóđ Keflavíkur og Sp/Kef sé allt saman bull og vitleysa.  Ég nenni satt ađ segja ekki ađ elta ólar viđ ţetta hjá ţér. Ţú skalt bara kynna ţér gögnin sjálfur ţetta liggur allt fyrir.  Ţú minnir óneitanlega á Framsóknarmanninn sem hélt ákveđnum hlutum fram varđandi bygginguí Reykjavík á frambođsfundi fyrir nokkrum árum og mótframbjóđandi hans kom međ ljósmynd af byggingunni sem sýndi ađ Framsóknarmađurinn var ekki ađ fara međ rétt mál. Ţá sagđi Framsóknarmađurinn ţessa ógleymanlegu setningu, sem ţú hefur greinilega tekiđ ţér til fyrirmyndar. "Lygi er lygi jafnvel ţó hún sé á ljósmynd."

Jón Magnússon, 1.2.2013 kl. 15:34

5 Smámynd: Óskar Guđmundsson

Svo má ekki gleyma

http://www.t24.is/?p=4401

Og ekki heldur ađ unnir tíma ađ međaltali hafa dregist saman (á ársgrundvelli) um 10,5 % úr 6,65 milljón tímum í rétt rúmlega 6,02.

Á sama tíma hafa lán okkar hćkkađ um 22,5% vegna verđbólgu.

S-gjaldborgin nćr ekki upp í ţessa hćkkun svo ađ hún er í raun negatíf.

Óskar Guđmundsson, 1.2.2013 kl. 15:35

6 Smámynd: Óskar Guđmundsson

Steingrímur gerđi nokkuđ sem er ţví miđur (fyrir hann) skýlaust brot.

Hann laug ađ ţingi (ađ engir samningar vćru í burđarliđnum)

Hann undirritađi einnig skuldbindingu sem hann hafđi ekki heimild fyrir í lögum né hafđi hann meirihluta fyrir ţeirr samţykkt á ţingi enda 6 í VG á móti og m.v. ţađ ađeins 27 ţingmenn međ sér en hefđi ţurft 32.

Hylming Steingríms er engu minni (nema síđur sé) en hylming sú er Geir var dćmdur fyrir.

Óskar Guđmundsson, 1.2.2013 kl. 15:39

7 Smámynd: Jón Magnússon

Góđ upprifjun Óskar.

Jón Magnússon, 1.2.2013 kl. 23:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 174
  • Sl. sólarhring: 197
  • Sl. viku: 4162
  • Frá upphafi: 2599535

Annađ

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 3870
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband