Leita í fréttum mbl.is

Aðförin að stjórnarskránni. Það liggur mikið á.

Ef til vill væri ekki úr vegi að Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnarskrárnefndar Alþingis rifjaði upp sjónarmið merkasta stjórnmálaleiðtoga Íslands á síðustu öld.  Bjarna Benediktssonar fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.

Í ræðu sem Bjarni Benediktsson hélt árið 1953 um stjórnarskrármálið gerði hann grein fyrir tillögum Sjálfstæðismanna um breytingar á stjórnarskránni en sagði síðan:

"Ég legg áherslu á að stjórnarskrármálið er mál sem ekki má eingöngu, eða fyrst og fremst skoða frá flokkslegu sjónarmiði. Það er alþjóðarmál, sem meta verður með langa framtíð fyrir augum, en ekki hvað kemur tilteknum flokki að gagni um stundarsakir." 

Síðar í ræðunni segir Bjarni:

"Ég hef ætíð talið að það skipti ekki öllu máli, hvort stjórnarskrárbreyting yrði afgreidd árinu fyrr eða síðar. Miklu meira máli skipti, að þjóðin áttaði sig til hlítar á, um hvað væri að ræða, og eftir ítarlegar umræður og athuganir yrðu sett þau ákvæði sem skaplegt samkomulag gæti fengist um, svo að hin nýja stjórnarskrá gæti orðið hornsteinn hins íslenska þjóðfélags um langa framtíð."

Væri ekki rétt að fylgja þessum sjónarmiðum við stjórnarskrárbreytingar nú. Einkum þegar hrákasmíð frumvarps um breytingar á stjórnarskrá,  sem nú liggur fyrir Alþingi  hefur fengið falleinkun bæði frá helstu fræðimönnum á Íslandi, Feneyjarnefndinni auk Umboðsmanns Alþingis.

Það verður að afstýra þessu háskalega upphlaupi sem aðförin að stjórnarskránni er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

1953 voru liðin sjö ár frá því að fyrst var hafist handa við að semja nýja stjórnarskrá og hann gat því látið í ljós nokkra bjartsýni um að klára málið.

Sex árum síðar gafst hann upp á að tjónka við og ná sáttum við annan stærsta stjórnmálaflokkinn og keyrði í gegn langstærstu og raunar einu stóru breytinguna á stjórnarskránni á lýðveldistímanum, sem fólst í að afnema óréttlátt kosningakerfi.

Það kostaði hörð pólitísk átök í gegnum tvennar Alþingiskosningar 1959.

Nú eru liðin 60 ár frá því að Bjarni átti enn von um framgang málsins og 54 ár síðan hann sá, að ekki tjóaði lengur að láta minnihlutann hverju sinni hafa það neitunarvald sem beitt hefur verið til þess til þess að koma í veg fyrir að draumur Bjarna og Gunnars Thor yrði að veruleika.

Í stjórnarskrárdrögum Bjarna 1953 voru ýmis atriði, til dæmis varðandi forseta Íslands, sem eru svipuð hliðsstæðum ákvæðum í frumvarpi stjórnlagaráðs, en sumir segja nú, að þau nægi til að gefa stjórnarskrá með þessi ákvæði innanborðs "falleinkunn".

Ómar Ragnarsson, 14.2.2013 kl. 20:47

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ójöfnuðurinn hvað varðar atkvæðaréttinn hefur verið lagaður verulega. Ég hef verið talsmaður jafns atkvæðisréttar og miða við takmörkuð frávik og breytileg kjördæmamörk.  Forsetaembættið var það sem menn áttuðu sig á að þyrfti að skoða betur strax við lýðveldisstofnun en þetta kák ykkar er bara til hins verra í því efni.  Einfaldast að hafa forsetaræði eins og í Frakklandi og Bandaríkjunum og aðgreina með því betur löggjafarvald og framkvæmdavald.  Tillögur ykkar Ómar eru því miður óttalega vondar og mikil hrákasmíð.  Ég er ekki að saka ákveðna einstaklinga vegna þess. Þessi aðferðarfræði sem búin var til í kring um þetta mál var alltaf fráleit. Svo bætti nú ekki úr skák að vera með menn eins og Þorvald Gylfason og félaga inn í málinu sem hélt að hann ætti að búa til byltingarstjórnarskrá.

Jón Magnússon, 14.2.2013 kl. 23:23

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jón Magnússon.

Þú gætir alveg eins talað við næsta vegg um hversu illa þetta Stjórnarskrárfrumvarp er skrifað, þó svo að innlendir og erlendir fræðimenn um stjórnarskrár segi svo. Ómar Ragnarsson kemur aldrei til með að viðurkenna það af því að hann er of skyldur stjórnarskránni, hann var einn af þeim sem skriaði hana.

Þó svo að fræðimenn bendi á vankantan á þessu plaggi, þá á að troða þessu upp á þjóðina hvort sem þjóðini líkar betur eða verr.

Komi það til að stjórnarskrárfrumvarpið verði afreitt af þingi fyrir kosningarnar í vor, þá vona ég að þeir sem eru í núverandi Ríkisstjórn og þeirra stuðningsmenn verði ekk í næstu Ríkisstjórn.

Þeir sem taka við ættu að kalla saman vorþing og fella þetta illa skrifaða plagg, setja ESB ferilin á ís, loka Evrópustofu og vísa úr landi ESB útlendingunum sem eru með áróðursfundi fyrir ESB og setja dagsettingu fyrir þjóðaratkvæði um spurninguna: Á að halda ESB ferlinu áfram? Já eða NEI.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 00:25

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt hjá þér Jóhann það þarf að afstýra þessu hugsanlega slysi varðandi stjórnarskrána.

Jón Magnússon, 15.2.2013 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 623
  • Sl. sólarhring: 687
  • Sl. viku: 3672
  • Frá upphafi: 2585917

Annað

  • Innlit í dag: 575
  • Innlit sl. viku: 3427
  • Gestir í dag: 537
  • IP-tölur í dag: 519

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband