Leita í fréttum mbl.is

Það sem máli skiptir Sigmundur Davíð.

Fróðlegt verður að hlusta á forsætisráðherra í kvöld og sjá með hvaða hætti ríkisstjórnin leggur upp forgangsröðunina í landsmálunum.

Það sem helst hefur fréttst er að leggja eigi af veiðigjald á útgerðina, lækka virðisaukaskatt á útlendinga og endurskoða rammaáætlun.

Framsóknarmenn gera sér væntanlega grein fyrir því að fylgisaukning þeirra varð ekki síst fyrir loforð um þá lausn á skuldavanda heimilanna, að afnema verðtryggingu á neytendalánum og færa niður höfuðstóla verðtryggðu lánanna. Sjálfstæðismenn samþykktu fyrir rúmum tveim árum svipaða stefnu. Þannig ætti forgangsröðunin að vera ljós.

Samt sem áður heyrist helst að það skipti mestu að afnema veiðigjald með öllu og lækka virðisaukaskatt á útlendinga og vandræðast gegn umhverfisvernd. Veiðigjaldið eins og það var ákveðíð var alls ekki í lagi og sjálfsagt að endurskoða lögin og koma á skaplegri skipan. En það er varla forgangsverkefni á sumarþingi þegar skattheimtuna er ekki einu sinni hægt að framkvæma fyrir þá sök hve afglapalega Steingrímur J. Sigfússon stóð að þeirri lagasetningu.

Væri ekki eðlilegra fyrst á að krukka í skattmálum á annað mál að afnema óréttláta skatta vinstri stjórnarinnar almennt en ekki bara fyrir ákveðnar atvinnugreinar.

Fyrir helgi gerði forstjóri Hafrannsóknarstofnunar grein fyrir því að auka ætti veiðiheimildir þannig að um tug eða tugir milljarða mundu koma í hlut útgerðarinnar við þá aukningu. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hefði á stundum verið lagðir á sérstakir "Wind Fall" skattar þegar svo hagar til.

Ríkisstjórnin nýtur mikilla vinsælda en hætt er við að þær dvíni hratt ef afnám verðtryggingar og skuldaleiðrétting verða ekki settar í algeran forgang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að auka megi stórlega sókn á Íslandsmið í ljósi sögunnar. 400-500 þús. tonnum af þorski var mokað stjórnlaust upp árlega á árunum fyrir kvótasetningu, en núna rúnkast þorskkvótinn í kringum 200 þús. tonn, þó heldur undir því, og það eftir áratuga uppbyggingarstarf Hafró! Þetta er gegndarlaust rugl.

Að mínu mati ætti því að fara aðra leið vegna veiðileyfagjalds og aukinna veiðiheimilda: Ákveða ætti viðmiðunarkvóta, t.d. út frá 5 kvótaminnstu árunum frá því kvótakerfið var sett á, sem útgerðin fengi úthlutað með sama hætti og nú, en allan kvóta sem ákveðið er óhætt að sækja umfram það viðmið greiði útgerðin einfaldlega fyrir að fá að sækja á hverju ári. Slíkar umframheimildir yrðu þá hlutfall af úthlutuðumn kvóta, t.d að hámarki 50% aukning umfram viðmiðunarúthlutun og greitt hóflega fyrir það til ríkissjóðs. Slíkt ætti að geta skilað einhverjum tekjum í ríkissjóð án þess að leggja úgerðina, og að sama skapi auka sóknina í vannýtta stofna og skila meiri tekjum með margfeldisáhrifum og ekki síst, meiri gjaldeyri.

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.6.2013 kl. 08:53

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta eru athyglisverðar hugmyndir Erlingur.

Jón Magnússon, 11.6.2013 kl. 10:57

3 identicon

Nær sanngirni og réttlæti aðeins til ársins 2006? Er forsendubrestur undanfarinna ára eitthvað nýtt? Upp úr 1980 varð gífurlegur forsendubrestur í boði ríkisstjórnar þess tíma þegar verðtrygging var afnumin á launum en ekki lánumog verðbólga fór yfir 100% eitt árið.Þá var svarið sem ungir lántakendur fengu "borgið og þegið".Er ekki tilvalið að Sigmundur bæti þessu fólki á listann um skuldavanda heimilanna og Hagsmunasamtök heimilanna fari að berjast fyrir alla  en ekki bara suma.

Hallgrímur Viktorsson (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 13:58

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt hjá þér Hallgrímur að það varð forsendubrestur upp úr 1980 og sú kynslóð sem þar þurfti að takast á við hann var miklum órétti beitt. Ég hef alltaf verið á móti verðtryggingunni og barðist fyrir því á þessum árum að lagfæringar yrðu gerðar.  Ég tel raunar að það eigi að ganga lengra en ríkisstjórnin boðar. En afnám verðtryggingar á neytendalán og lagfæring á bráðavandnum vegna bankahrunsins verður að hafa forgang.

Jón Magnússon, 11.6.2013 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 389
  • Sl. sólarhring: 1332
  • Sl. viku: 4042
  • Frá upphafi: 2300137

Annað

  • Innlit í dag: 367
  • Innlit sl. viku: 3789
  • Gestir í dag: 363
  • IP-tölur í dag: 354

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband