Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna II.

Forsætisráðherra leggur til að skipaður verði sérfræðihópur um afnám verðtryggingar á neytendalánum. Með neytendalánum virðist forsætisráðherra miða við verðtryggðar lánveitingar til neytenda hvort heldur er til húsnæðiskaupa eða annars. Verkefni sérfræðingahópsins er að útfæra afnám verðtryggingar nýrra neytendalána.

Hér er ekki gengið nógu langt. Nokkur óvissa gildir um það hvort verðtryggð neytendalán séu lögleg. Löng og óslitin lagaframkvæmd gæti haft þýðingu við mat á því. Hins vegar virðist nokkuð ljóst að verðtrygging neytendalána mundi ekki standast lög ef setja ætti hana á núna.

Verði verkefni sérfræðingahópsins að útfæra afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum er verkefni hans einfalt og mætti ljúka starfinu fyrir helgi og leggja frumvarp fyrir sumarþing til að ljúka þeim þætti málsins.

Raunar hefur almenningur í landinu flúið verðtryggðu lánin í nokkur ár með sama hætti og fólkið sem bjó við Kommúnismann greiddi atkvæði með fótunum gegn Kommúnismanum og flúði í frelsið til Vesturlanda. Ríkisstjórnin verður að gefa þeim sem bundnir eru á klafa verðtryggingarinnar kost á að flýja hana og njóta frelsis í stað helsis verðtryggðra skulda.

Mikilvægt er að víkka verkefni sérfræðingahópsins og miða við að hópurinn útfæri afnám verðtryggingar neytendalána jafnt gamalla sem nýrra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 45
  • Sl. sólarhring: 1404
  • Sl. viku: 3698
  • Frá upphafi: 2299793

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 3464
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband