Leita í fréttum mbl.is

Ađgerđir vegna skuldavanda heimilanna I.

Forsćtisráđherra hefur kynnt tímasetta ađgerđaráćtlun um ađgerđir vegna skuldavanda heimilanna. Ţćr hugmyndir lofa góđu og tímamörk sem einstökum ráđherrum eru sett til ađ ljúka vinnunni.

Miđađ er viđ ţađ í tillögu forsćtisráđherra ađ ná fram leiđréttingu verđtryggđra höfuđstóla lána vegna verđbólguskots áranna 2007-2010.  Verđbólguskotiđ sem talađ er um hófst raunar ekki ađ marki fyrr en í janúar áriđ 2008 og var komiđ niđur í ţokkalega ástćttanleg mörk í júní áriđ 2010. Annađ verđbólguskot kom frá júlí 2011 til júlí 2012. 

Viđmiđun forsćtisráđherra er ađ leiđrétta verđtryggđa höfuđstóla á ákveđnu tímabili. Einfaldasta leiđin, sem tryggir fullt jafnrćđi, er sú ađ taka vísitölu verđtryggingar úr sambandi frá ţví í janúar 2008 til júní 2010. Höfuđstóll lánanna yrđi ţá óbreyttur ađ frádregnum greiđslum inn á höfuđstól frá 1.1.2008 til 1.6.2010. Höfuđstólshćkkun mundi ţá ekki reiknast fyrr en í júní 2010 af höfuđstólnum 1. janúar 2008 miđađ viđ vísitöluhćkkun m.v. nćsta mánuđ á undan. Uppfćrđur höfuđstóll miđađ viđ ţennan útreikning mundu skuldarar síđan geta breytt í óverđtryggđ lán međ 2% hćrri ársvöxtum en verđtryggđu lánin bera frá og međ 1.1.2014. 

Ţessi leiđ sem hér er bent á er einföld, sanngjörn og mismunar ekki skuldurum. Varla er hćgt ađ ganga skemur í leiđréttingu stökkbreyttra höfuđstóla verđtryggđu lánanna. Vissulega kostar ţessi leiđ, en sá kostnađur er fyrst og fremst ţví ađ kenna ađ stjórnmálamenn neituđu ađ taka á ţessum vanda ţegar átti ađ taka á honum í október 2008 og vandinn varđ verri og verri í stjórnartíđ Jóhönnu Sigurđardóttur.

Forsćtisráđherra hefur međ framsetningu sinni hvađ varđar niđurfćrslu stökkbreyttra verđtryggđra höfuđstóla  stigiđ jákvćđasta skrefiđ sem ráđamađur í landinu hefur stigiđ frá bankahruni og fram til ţessa.

Ţessa vinnu verđur ađ vinna hratt vegna ţess ađ hver mánuđur sem líđur er dýr.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Ţar sem talađ er um höfuđstólshćkkun reiknist frá júní 2010 m.v. höfuđstól nćsta mánuđ á undan er miđađ viđ ţennan útreikning: Höfuđstóll frystur frá 1.1.2008 tekur vísitöluhćkkun m.v. grunnvísitölu 1.júní 2010 til 1.júlí 2010 ţannig ađ fyrsta hćkkun vísitölunar vćri í júlí 2010.

Jón Magnússon, 11.6.2013 kl. 16:49

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Smá leiđrétting, Jón.  Verđbólgan í september 2007 nam sem svarađi 17% á ársgrunni.  Ađ verđbólgan hafi veriđ komin í 12,3% í maí 2008 ţýddi ađ hún hafđi veriđ ađ veriđ ađ byggjast upp í 12 mánuđi.  Ţađ er ţví full ástćđa til ađ skođa a.m.k. verđbćtur sem lögđust á síđustu mánuđi ársins.  Bćta má viđ ađ frá 1. janúar 2009 hafa bara tveir mánuđir mćlst međ meiri verđbólgu en september 2007, ţ.e. júní 2009 og febrúar í ár!

Annađ atriđi:  Vísitölumćling í júní kemur fram í verđbótum í ágúst.

Marinó G. Njálsson, 12.6.2013 kl. 01:14

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ţađ er rétt Marinó, en ég er ađ miđa viđ lengra tímabil en mánuđi skv. upplýsingum um breytingu á vísitölu neysluverđs til verđtryggingar frá Seđlabanka Íslands sbr. kúrfu.

Jón Magnússon, 12.6.2013 kl. 11:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 153
  • Sl. sólarhring: 1489
  • Sl. viku: 3806
  • Frá upphafi: 2299901

Annađ

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 3566
  • Gestir í dag: 143
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband