Leita í fréttum mbl.is

Ađgerđir vegna skuldavanda heimilanna III

Mikilvćgustu tillögur forsćtisráđherra vegna skuldavanda heimilanna eru höfuđstólsleiđréttingar verđtryggđra skulda og afnám verđtryggingar á neytendalánum.

Önnur atriđi sem nefnd eru felast í eins konar lyklafrumvarpi ţ.e. ađ eigendur yfirveđsettra íbúđa geti skilađ ţeim án ţess ađ ţola gjaldţrotameđferđ í framhaldinu vegna ógreiddra húsnćđisskulda.  Hér er um nauđsynlega ađgerđ ađ rćđa fyrir venjulegt fólk sem fjárfesti í íbúđarhúsnćđi á ţenslu og verđbólgutímum.

Afnema á stimpilgjalda vegna kaupa á húsnćđi til eigin nota og frumvarp ţess efnis lagt fyrir á haustţingi 2013. Ég flutti frumvarp ţessa efnis ţegar ég sat á ţingi og ţađ mćtti dusta rykiđ af ţví og hér međ gef ég Bjarna Benediktssyni sem hefur umsjón međ verkefninu höfundarréttinn.

Sum önnur atriđi í tillögum forsćtisráđherra skipta litlu eđa engu máli eđa eru langtímaverkefni. Ţannig verđur ekki séđ réttlćting sérstakrar gjaldtöku af fjármálafyrirtćkjum vegna endurútreiknings gengistryggđra lána nema um skađabótaábyrgđ sé ađ rćđa. Ríkiđ getur fellt niđur gjaldtöku vegna gjaldţrota einstaklinga og auđveldađ eignalausum einstaklingum ađ óska eftir gjaldrţoti. Ekki flókiđ.

Hvađ sem ţessu öllu líđur ţá er ţađ fyrst og fremst afnám verđtryggingar og niđurfćrsla höfuđstóla sem skipta máli fyrir venjulegt fólk. Ţađ skiptir máli ađ ţar verđi hendur látnar standa fram úr ermum og gerđar ţćr leiđréttingar sem sanngjarnar eru og nauđsynlegar.  Ţađ ţýđir ekkert hálfklák. Međ myndarlegum ađgerđum í ţessum efnum skapast grundvöllur til nýrrar sóknar ţjóđarinnar til farsćlli og hamingjuríkari framtíđar.

Aukinn hagvöxtur og einkaneysla mun ţá knýja áfram ţćr aflvélar ţjóđfélagsins sem skipta mestu til ađ ná fram verulegum kjarabótum og hagsćld.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég vonađi ađ Sigmundur Davíđ mundi standa viđ verđtryggingaafnámiđ fyrir kosningar og fékk fólk til ađ trúa ţví og ţađ gaf honum umbođ í fjögur ár ađ ganga frá ţessu.

Vonandi stendur hann viđ ţađ og mér sýnist ađ Bjarni Ben sé á sömu nótu so to speak.

Ánćgjulegt ađ sjá ţá félaga á almennum fundi og leifa landsmönnum ađ sjá hvernig málin standa og hvađ verđur gert á nćstu misserum. Vonandi verđa svona fundir gerđir reglulega, ţjóđin á ađ vita hvađ er ađ gerast í málum ţjóđarinar.

So far, so good og vonandi heldur ţađ áfram. Ég er bjartsýnn eins og ţú Jón.

Kveđja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.6.2013 kl. 01:02

2 Smámynd: Jón Magnússon

Vonandi erum viđ raunsćir bjartsýnismenn ađ ţessu sinni Jóhann.

Jón Magnússon, 13.6.2013 kl. 22:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 49
  • Sl. sólarhring: 913
  • Sl. viku: 3538
  • Frá upphafi: 2578160

Annađ

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 3281
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband