Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna III

Mikilvægustu tillögur forsætisráðherra vegna skuldavanda heimilanna eru höfuðstólsleiðréttingar verðtryggðra skulda og afnám verðtryggingar á neytendalánum.

Önnur atriði sem nefnd eru felast í eins konar lyklafrumvarpi þ.e. að eigendur yfirveðsettra íbúða geti skilað þeim án þess að þola gjaldþrotameðferð í framhaldinu vegna ógreiddra húsnæðisskulda.  Hér er um nauðsynlega aðgerð að ræða fyrir venjulegt fólk sem fjárfesti í íbúðarhúsnæði á þenslu og verðbólgutímum.

Afnema á stimpilgjalda vegna kaupa á húsnæði til eigin nota og frumvarp þess efnis lagt fyrir á haustþingi 2013. Ég flutti frumvarp þessa efnis þegar ég sat á þingi og það mætti dusta rykið af því og hér með gef ég Bjarna Benediktssyni sem hefur umsjón með verkefninu höfundarréttinn.

Sum önnur atriði í tillögum forsætisráðherra skipta litlu eða engu máli eða eru langtímaverkefni. Þannig verður ekki séð réttlæting sérstakrar gjaldtöku af fjármálafyrirtækjum vegna endurútreiknings gengistryggðra lána nema um skaðabótaábyrgð sé að ræða. Ríkið getur fellt niður gjaldtöku vegna gjaldþrota einstaklinga og auðveldað eignalausum einstaklingum að óska eftir gjaldrþoti. Ekki flókið.

Hvað sem þessu öllu líður þá er það fyrst og fremst afnám verðtryggingar og niðurfærsla höfuðstóla sem skipta máli fyrir venjulegt fólk. Það skiptir máli að þar verði hendur látnar standa fram úr ermum og gerðar þær leiðréttingar sem sanngjarnar eru og nauðsynlegar.  Það þýðir ekkert hálfklák. Með myndarlegum aðgerðum í þessum efnum skapast grundvöllur til nýrrar sóknar þjóðarinnar til farsælli og hamingjuríkari framtíðar.

Aukinn hagvöxtur og einkaneysla mun þá knýja áfram þær aflvélar þjóðfélagsins sem skipta mestu til að ná fram verulegum kjarabótum og hagsæld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég vonaði að Sigmundur Davíð mundi standa við verðtryggingaafnámið fyrir kosningar og fékk fólk til að trúa því og það gaf honum umboð í fjögur ár að ganga frá þessu.

Vonandi stendur hann við það og mér sýnist að Bjarni Ben sé á sömu nótu so to speak.

Ánægjulegt að sjá þá félaga á almennum fundi og leifa landsmönnum að sjá hvernig málin standa og hvað verður gert á næstu misserum. Vonandi verða svona fundir gerðir reglulega, þjóðin á að vita hvað er að gerast í málum þjóðarinar.

So far, so good og vonandi heldur það áfram. Ég er bjartsýnn eins og þú Jón.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.6.2013 kl. 01:02

2 Smámynd: Jón Magnússon

Vonandi erum við raunsæir bjartsýnismenn að þessu sinni Jóhann.

Jón Magnússon, 13.6.2013 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 432
  • Sl. viku: 3847
  • Frá upphafi: 2428068

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3558
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband