Leita í fréttum mbl.is

Þegar heiftin tók yfir

Björgvin G. Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar segir að með setningu neyðarlaganna í október 2008 hafi tekist að koma í veg fyrir altjón og algjöra upplausn í samfélaginu. Síðan lýsir hann því myrka tímabili þegar pólitískur hefndarleiðangur Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og taglhnýtinga þeirra hófst með þessum orðum:   

"Síðan þegar heiftin tók yfir og pólitískir hefndarleiðangrar þeirra sem með ráðin fóru eftir kosningar hófust þá tók við skuggalegt og dapurlegt tímabil." 

Síðar einnig:  

"Þó maður hafi vissulega einnig séð inní myrkari hliðar í sálarlífi margra, ekki síst í eftirmál efnahagsvandans þegar sökudólgaleitin var í algleymingi sem endaði með einkar snautlegum hætti fyrir þá sem fyrir henni fóru.

Loks segir Björgvin:

Sú stjórn (Jóhönnu Sig) byggði sitt starf á neyðarlögunum og samstarfinu við AGS sem ríkisstjórn Geirs Haarde stóð að. Á því grundvallast efnahagsbatinn og staðan nú."  

Hér talar einn af forustumönnum Samfylkingarinnar og bendir á þessar mikilvægu staðreyndir: 

1.  Ríkisstjórn Geirs H. Haarde tóks að koma í veg fyrir altjón í þjóðfélaginu

2.  Sá bati sem náðist í efnahagsmálum í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur er að þakka þeirri stefnu sem mótuð var af ríkisstjórn Geirs H. Haarde

3.  Pólitískur hefndarleiðangur undir forustu Steingríms J og Jóhönnu fór af stað. Afleiðing þess var m.a. Landsdómsákæra á hendur Geir H. Haarde sem hefur orðið okkur til minnkunar sem réttarríki meðal allra nágrannaþjóða okkar. 

4.  Pólitíski hefndarleiðangurinn endaði með snautlegum hætti fyrir þá sem fyrir honum fóru. Hér hlítur Björgvin að eiga við þau Steingrím og Jóhönnu sem stóðu upp frá ráðherrastólum sínum rúin trausti kjósenda. Væntanlega þá líka starf nefndar Atla Gíslasonar og Rannsóknarnefndar Alþingis. 

Það var mál til komið að Samfylkingarmaður gerði þetta að umtalsefni með þeim hætti sem Björgvin G. Sigurðsson gerði í viðtalinu við Eyjuna.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 405
  • Sl. sólarhring: 456
  • Sl. viku: 2092
  • Frá upphafi: 2296652

Annað

  • Innlit í dag: 392
  • Innlit sl. viku: 1952
  • Gestir í dag: 391
  • IP-tölur í dag: 377

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband