Leita í fréttum mbl.is

Már kemur ekki til greina.

Tveir þekktir baráttumenn fyrir sósíalisma þeir Úlfar Þormóðsson, sem hefur alltaf verið heiðarlegur vinstri maður, og Stefán Ólafsson prófessor, sporgöngumaður Jóhönnu Sigurðardóttur og leigupenni, vandræðast með það að Sjálfstæðismenn ætli sér að nýta sér hlutdeild Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra í umboðssvikum þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans til að koma í veg fyrir að hann verði endurráðinn.

Hugleiðingar þessara annars dómhörðu vinstri manna sýnir vel hversu lágt siðferðisstuðull þessara manna er stilltur, þegar kemur að því að meta brot þeirra sem standa þeim nærri í pólitík. 

Hvað sem líður hæfni eða vanhæfni Más Guðmundssonar þá kemur ekki til geina að endurráða mann sem hefur verið gripinn með báða hrammana ofan í hunangskrukkunni við að ná til sín peningum í leyndum, í samvinnu við þáverandi formann Bankaráðisins, með þeim hætti sem aðrir í bankaráðinu máttu ekki vita af.  Venjulegur Már væri þegar til rannsóknar hjá Sérstökum ásamt bankaráðsformanninum fyrir þetta athæfi.

Ég er hræddur um að hljóðið í þessum vindbelgjum þeim Stefáni og Úlfari væri með öðrum hætti ef sá sem í hlut ætti héti Davíð og væri Oddsson, Sjálfstæðismaður en ekki Már Guðmundsson fyrrverandi kommi.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

siðblindur kauði Már Guðmundsson verður að fara

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 6.7.2014 kl. 21:49

2 Smámynd: Valur Arnarson

Flottur pistill Jón, þú stendur þig vel í að fletta ofan af hræsninni í vinstra liðinu.

Allur vandræðagangurinn í kringum Már núna og hvernig gamla Jóhönnu fylgdarliðið tjáir sig um það er skoplegt í ljósi þess hvernig orðræðan var hjá sama genginu um mál Davíðs Oddssonar á sínum tíma.

Valur Arnarson, 6.7.2014 kl. 22:09

3 Smámynd: Jón Magnússon

Einmitt Valur. Þetta fólk telur að siðferðið eigi ekki við það sjálft.

Jón Magnússon, 6.7.2014 kl. 23:56

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Miðað við þennan gífurlega lögfræðikostnað í tiltölulega einföldu launakröfumáli, kemst maður ekki hjá því að láta sér detta í hug hvort hér hafi ekki verið um samantekin ráð að ræða til að hækka laun seðlabankastjórans. Kannski ætti að rannsaka lögfræðikostnaðinn, var hann skrúfaður upp með það í huga að "endurgreiða" Má "útlagðan" kostnað.

Ragnhildur Kolka, 7.7.2014 kl. 12:49

5 identicon

Ekki er ég nú alveg sammála þer hr. fyrrverandi alþingismaður.  Þú talar eins og hann sé ótýndur þjófur blessaður maðurinn fyrir það að láta á rétt sinn reyna sem hann taldi.  Ég þakka fyrir að þú sitjir ekki viðsama borð og forsvarsmenn SA það væri þá ekki mikið hægt að sækja frá þér.

Þu ættir að vita það einna manna best sjálfur hvernig Davíð fékk starfið á sínum tíma, þér finnst kannsi sú regla sú eina rétta? Ég tek það fram að við vorum hér áður fyrr samherjar í pólitík áður en þu hljópst tilbaka í pilsfaldinn, þannig að ekki er hægt að skella á mig einhverjum vinstristimpil til fría þig elsku kallinn minn

thin (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 21:47

6 Smámynd: Jón Magnússon

En það er erfitt að vita hver maðurinn er þú sem kallar þig "thin" þegar menn koma fram undir dulnefni. Af hverju ekki að skrifa undir nafni og leyfa fólki að meta sjálft hvort og þá hvaða stimpli er hægt að klína á þig ef þá einhverjum.

Jón Magnússon, 9.7.2014 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 174
  • Sl. viku: 2416
  • Frá upphafi: 2298389

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2250
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband