13.7.2014 | 13:47
Eitthvað til að vera stoltur af?
Á sama tíma og hersveitir Sýrlandsstjórnar sækja að Aleppo síðustu borginni sem uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa enn að hluta til á valdi sínu, lofar Obama Bandaríkjaforseti að styrkja uppreisnarmenn með viðbótarframlagi frá skattgreiðendum í Bandaríkjunum um 500 milljón dollara eða tæpa 60 milljarða og framlengja með því hörmungar og mannvíg í landinu.
Assad Sýrlandsforseti er einræðisherra og harðstjóri, en hann er síður en svo verri en bestu vinir Bandaríkjanna og Breta í Mið-Austurlöndum, Saudi Arabar eða furstafjölskyldurnar í Kuveit eða Quatar.
Uppreisnin í Sýrlandi var takmörkuð en með stuðningi og fjárframlögum og vopnum ríkisstjórna Tyrklands, Quatar, Saudi-Arabíu, Bretlands og Bandaríkjanna breiddist hún út og hefur verið viðhaldið með óbætanlegu tjóni og hörmunum fyrir almenna borgara í Sýrlandi.
Óneitanlega hlítur Barack Obama og David Cameron að líta yfir verk sín og velta því fyrir sér hvort þeir geti ekki verið stoltir af afskiptum sínum í Mið-Austurlöndum.
1. Eftir að hafa ráðist inn í Írak og farið síðan og skilið allt eftir í öngþveiti, geisar þar blóðug borgarastyrjöld og klofningsbrot frá Al Kaída hefur tekið drúgan hlut landsins og hefur nú um milljón dollara tekjur á dag fyrir sölu á olíu.
2. Í Sýrlandi hefur borgarastyrjöld verið viðhaldið með fjárframlögum, vopnum og flutningi þúsunda vígamanna til landsins.
3. Í Líbýu þar sem hinum illa Gaddafi var steypt af stóli berjast mismunandi hreyfingar Islamista og annarra um völdin og í síðustu kosningum þar í landi tók einungis lítill hluti þátt eða um eða innan við 20%. Borgarar eru ekki óhultir og mannréttindi eru af skornum skammti.
4 Í Afganistan undirbúa Bandaríkjamenn brottför hers síns eftir rúmlega 10 ára hernað gegn hryðjuverkum án nokkurs árangurs. Talíbanar eru þar enn í fullu fjöri.
Utanríkisstefna Bandaríkjanna og Breta hefur haft hroðalegar afleiðingar þar sem þessar þjóðir hafa beitt virkasta diplómatíska vopni sínu, hernum.
Árrangursleysi af hernaði og sóun tuga þúsunda mannslífa og billjarða dollara sóun til einskis ætti að vera búið að kalla á hörð viðbrögð skattgreiðenda í Bandaríkjunum og Bretlandi. Það ætti líka að kalla á að kjósendur þessara ríkja vikju frá þessum lánlausu stjórnmálamönnum sem hafa staðið að þessum glæpaverkum oft á tíðum í trássi við alþjóðalög. Menn sem nú vita ekki sitt rjúkandi ráð eftir að hafa komið illu einu til leiðar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 260
- Sl. sólarhring: 280
- Sl. viku: 3761
- Frá upphafi: 2513565
Annað
- Innlit í dag: 246
- Innlit sl. viku: 3523
- Gestir í dag: 234
- IP-tölur í dag: 231
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson
Athugasemdir
Gleymdirðu ekki einu ríki sem brytjar niður fólk, börn þar á meðal, þessa dagana? Allt gert með velþóknun Bandaríkjamanna.
Gísli Sigurðsson, 13.7.2014 kl. 14:40
Sæll Jón
Hver segir að þetta séu ekki hryðjuverkamenn sem eru að berjast þarna gegn stjórnvöldum í Sýrlandi eða af hverju nefnir þú þá hérna bara "uppreisnarmenn"?
Það er hins vegar rétt hjá þér Jón að þessir hryðjuverkamenn og/eða uppreisnarmenn hafa verið fjármagnað af Bandaríkjamönnum, Bretum, Saudi Arabíu og Quatar, en hver segir að Assad Sýrlandsforseti sé bæði einræðisherra og harðstjóri?
Því að samkvæmt eftirlitsmönnum er fylgdust með þessum kosningum núna síðast, þú fundu eftirlitsmenn ekkert að þessum lýðræðislegu kosningum í Sýrlandi, þrátt fyrir allt þetta stríðsástand þarna.
Það er rétt að stjórnvöld í Bandaríkjunum notuðu pretext- lygar um að Írakar áttu að búa yfir gjöreyðingarvopnum (WMD) til þess þá að ráðast á Írak, og það er rétt að stjórnvöld í Bandaríkjunum notauðu einnig pretext -lygar, um að Gaddafi væri að dreifa smokkum og væri í því að reyna fá menn til þess að nauðga konum, eða allt til þess að ráðast á Líbýu, en hversu oft hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum notað svona pretext -lygar til þess að hefja stríð?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 14:46
Hér er ég ósammála þer um sumt, nafni, en sammála þér, að afskipti Bandaríkjamanna og ESB af Sýrlandsmálunum urðu til ills eins -- til að magna upp borgarastyrjöld sem á nokkrum árum hefur heimt líftóruna af meiri mannfjölda en sem nemur hálfri ísenzku þjóðinni. Mikil er ábyrgð vestrænna ríkisstjórna!
Nýjasta loforð Obama í þessu efni er í takt við önnur hans verstu glappaskot í starfi.
Jón Valur Jensson, 13.7.2014 kl. 19:10
Sæll, Jón og 100% sammála.
Almenningur í þessum löndum UK, US veit ekkert um herkostnað þjóðanna, þessu er öllu haldið leyndu í fjölmiðlum, en það er einmitt þaðan sem almenningur fær fréttirnar.
Meiri þöggun og almenningi líður betur, og það eru íþróttirnar sem gilda.
Það var dvöl mín í Svíþjóð sem opnaði augu mín fyrir þessu sálræna tryggsi. Íþróttir, íþróttir og aftur íþróttir fylla sendingartím fréttamiðla og á milli koma bullshitt þættir og verðlausar fréttir með ekkert gildi.
En það sem er að gerast í raun og veru er falið og fólkið borgar skattana í góðri trú.
Frá áramótum hefur verið sótt um landvistarleyfi á norðulöndunum, af flóttafólki, fyrst og fremst frá Sýrlandi, eftirfarandi:
Norge 5300
Danmark- 2800
Finnland- 1470
Sveriga- 32000
Þetta kemur ekki úr sænskum fréttamiðlum , heldur frá bloggsíðu þingmanns í Riegsdagen.
Sorglegt.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 22:58
Nei ég gerði það ekki Gísli. Það var ekki efni þessarar færslu. Ég var að fjalla um hernaðarleg afskipti Bandaríkjanna og Breta og þar sem þau hafa kynt undir ófriði í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Ég var ekki að fjalla um utanríkisstefnu þeirra að öðru leyti. Það er efni í margar bloggfærslur.
Jón Magnússon, 13.7.2014 kl. 23:02
Þetta er allt saman rétt og satt hjá þér Þorsteinn því miður. Það voru miklu fleiri lygar í gangi og hafa verið t.d. varðandi Sýrland. Ég skil ekki hvernig vestrænar fréttastofur, blöð og tímarit sem fjalla um stjórnmál og alþjóðamál hafa fallið í þann pytt að taka gagnrýnislaust við þeim fréttum sem CIA og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna ýta að þeim. Sennilega vegna leti og metnaðarleysi. Einn slíkur fréttamiðill er því miður fréttastofa RÚV.
Jón Magnússon, 13.7.2014 kl. 23:04
Ekki veit ég hverju þú ert ósammála nafni. En ég er sammála þeim athugasemdum sem þú kemur með. Ábyrgð Bandaríkjanna, Breta, Tyrkja og Sádi Araba á hörmungum Sýrlensku þjóðarinnar er gríðarleg. Nýjustu tölur um mannfall í stryrjöldinni eru um 120 þúsund. Þar af þriðjungur óbreyttir borgarar.
Jón Magnússon, 13.7.2014 kl. 23:06
Sammála Valdimar. Eitt sem mér finnst ótrúlegt en það er að kristnar kirkjudeildir á Norðurlöndum og víðar skuli ekki vekja athygli á örlögum trúbræðra okkar í Sýrlandi og Írak t.d. þar sem harðast er sótt að þeim. En hinum værukæru kirkjum Vesturlanda virðist ekki koma það við. Svo er fjölmiðlaumfjöllunin á Vesturlöndum um átökin í Sýrlandi til háborinnar skammar. Ég hef t.d. ekki séð nokkurn fjölmiðil fjalla um eiturefnaárásir á almenna borgara með öðrum hætti en að ríkisstjórn Assads hafi staðið fyrir þeim. Maður les þó annað í ýmsum erlendum fréttamiðlum.
Jón Magnússon, 13.7.2014 kl. 23:11
Sæll aftur Jón og aðrir góðir gestir hérna
Það gleður mig að við séum sammála, en það er athyglisvert hvað stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa verið dugleg að ljúga til þess eins þá að hefja stríð í gegn öðrum löndum. Allt frá forsetatíð hans Lyndon B. Johnson eða jafnvel fyrr hafa verið notaðar lygar, nú og hver kannast ekki við lygarnar um, að strákarnir okkar séu fljótandi í sjónum eða hið svokallaða Golf of Tonkin atvik, er átti sér reyndar aldrei stað í raunveruleikanum, og allt til þess eins að hefja stríð gegn Víetnam? En Víetnamstríðið kostaði reyndar yfir 58 þúsund Bandaríkimenn lífið og yfir 2 miljónir Víetnama lífið, og allt var þetta fyrir bankana og herganaiðnaðinn, rétt eins og önnur stríð.
Eitt er þó víst að ekki gekk allt upp núna síðast hjá Obama stjórninni með lygarnar um að yfirvöld í Sýrland eiga að hafa notað sarin- gas á sitt fólk, eða þar sem að það vantaði allar sannanir. Á sínum tíma þann 30. maí á síðasta ári, þá opinberaðu fjölmiðlar í Istanbul, að Tyrkneska lögga hefði komist yfir sarin gas er Al- Nusra hryðjuverkasamtökin höfðu hugsað sér að nota gegn Sýrlendingum (Sjá hérna Report: Police foil al-Nusra bomb attack planned for Adana), en af hverju kröfðust þeir John Kerry og Obama ekki að stríð yrði gert gegn þessum Al- Nusra hryðjuverkasamtökunum?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 00:57
Það virðist þannig, að mælikvarðar séu mjög olíublautir þegar menn í DC ákvarða hvern þeir styðja.
Svo rigga menn upp allskonar áróðursherferðum, til að fá landsmenn til að samþykkja innrásir og nýta sér lægstu samnefnarana í þeim efnum, búa jafnvel til sviðsmyndir sem eru upplognar frá byrjun. ,,Babys in incubators" var herhróp Bush eldri og svo kom ,,weapons of mass destruktion" hjá syninum, hvorugt átti við rök að styðjast en ,,ætlar þú að leyfa að þetta barn deyji" áróður er afar auðveldur og hefur nýttst mönnum við hin furðulegustu herferðir, nú síðast í flugvallarmálinu okkar hér á Fróni en aðferðirnar eru eins og spila á sömu strengi í öllum tilfellum.
ÞEtta lið ætti að kynna sér hvað ,,the founding fathers" lögðu til mála og hvernig þeir skipuðu málum. Afar langt frá núverandi áróðri og langt væri milli helstu stuðningþega þeirra og núverandi valdhafa.
Bjarni Kjartansson (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.