Leita í fréttum mbl.is

Er RÚV hemill á framsækna fjölmiðlun í landinu?

Samkvæmt reikningum 365 miðla helsta fjölmiðlafyrirtækis landsins fyrir utan RÚV, þá eiga 365 miðlar ekki fyrir skuldum og og vantar þar marga milljarða upp á.  En skuldir 365 miðla umfram eignir nema samt ekki meiru en því sem árlega er lagt til RÚV af skattgreiðendum.

Fjölmiðlar sem 365 reka hafa oft verið framsæknir og tekið upp nýungar þegar ríkisfjölmiðillinn svaf. Til upprifjunar má minna á að Stöð 2 varð fyrst til að taka upp almennilegt barnaefni m.a. á laugardagsmorgnum. Stöð 2 stundaði lengi metnaðarfulla innlenda dagskrárgerð og áfram mætti telja. Í dag er Bylgjan ein besta útvarpsstöð landsins.

Meðan morgunútvarp RÚV ætlar alla lifandi að drepa úr leiðindum og með slappar fréttir, þá er Bylgjan með lifandi skemmtilegt og fræðandi morgunútvarp. Sama er að segja um síðdegisútvarp Bylgunar sem ber af þó þar sé minni munur en á morgnana. Sá þáttur á RÚV sem tekur eiginlega helst fram því sem Bylgjan hefur fram að færa er þáttur Andra Snæs og Guðrúnar Dís sem er með skemmtilegasta útvarpsefni RÚV.

RÚV hefur sérstöðu á markaðnum. Árlega greiða skattgreiðendur RÚV meir en 5 milljarða. Forskot RÚV á auglýsingamarkaði er líka gríðarlegt. Samt er RÚV skuldum vafinn fjölmiðill. Hvernig er hægt að reka einn fjölmiðil sem hefur þetta gríðarlega forskot svona illa? Hvernig geta aðrir fjölmiðlar staðist ríkisfjölmiðlinum snúning þegar forgjöfin er svona mikil?

Með því að taka rúma 5 milljarða á ári til að leggja til eins fjölmiðils er verið að draga úr samkeppni á fjölmiðlamarkaðnum og koma í veg fyrir að upp spretti þúsund blóm í stað visins fjölmiðlaakurs RÚV.

Sennilega mundi það koma best íslenskri fjölmiðlun, blaðaútgáfu, ljósvakamiðlun, öryggi, menningu og tungu að ríkið hætti öðrum fjölmiðlarekstri en þeim sem væri vegna öryggis og fræðslu en veitti þess í stað styrki til innlendrar þátta- og dagskrárgerðar. Jafnframt hyrfi RÚV af auglýsingamarkaði, en það eitt ætti að geta tryggt eðlilegan framgang þeirra fjölmiðla sem eiga erindi við neytendur jafnt blaða sem ljósvakamiðla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu nú staðreyndirnar á hreinu.

RÚV fær rétt rúmlega 3 miljarða úr útvarpsgjöldunum, ekki 5.

JR (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 10:01

2 identicon

Þú ruglar saman Andra Snæ og öðrum Andra. Andri Snær er prÿðilega máli farinn og enginn bögubósi.

Eiður (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 13:45

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit um hvaða Andra ég er að tala um Eiður. En þú sem gamall RÚV fréttamaður gætir nú bætt við þessa færslu meira en þú gerir. Vil gjanan heyra gagnrýni eða athugasemdir ef um það er að ræða.

Jón Magnússon, 6.11.2014 kl. 23:49

4 Smámynd: Már Elíson

Maður skilur nú ekki þennan rekstur RÚV og hvernig hægt er að vera alltaf á brúninni miðað við allt þetta fjármagn sem er því eyrnamerkt af sköttum landsmanna. - Án þess að draga nokkuð úr réttmætri lýsingu þinni Jón, þá er glæpurinn fyrst og fremst sá að þessum nefskatti skuli hafa verið komið á, og svo það, að stór hluti þessara 5 milljarða (ef talan er rétt) fer EKKI til RÚV heldur áskilinn réttur (!) til að nota hluta af af þessum skatti í annað !. - Það finnst mér vera stórkostlegt eða hitt þá heldur,; að geta rukkað til nota í ákveðnu skini (sem er þá lygi) og nota í annað og það skv. einhverjum lögum sem skattgreiðendum var EKKI gerð grein fyrir. - Og svo þetta, að halda auglýsingatekjunum líka ! - BBC t.d. má EKKI keyra sig á auglýsingum. - Þar eru málin skýr : Ef þú færð ómælt fé úr ríkisjóði, þá gerir þú ekki annað á meðan. - Undarlegur rekstur RÚV, að mega vera í mínus ár eftir ár. - Ég hef í raun aldrei á minni ævi heyrt um jákvæðan rekstur RÚV og hvernig getur svona gengið án þess að amast sé við ? - Er þetta pólitískt ? - Því þar er upphafsreitur sukksins og þess sem er rotið í þjóðfélögum.

Már Elíson, 8.11.2014 kl. 10:53

5 Smámynd: Jón Magnússon

Gott innlegg Már

Jón Magnússon, 8.11.2014 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband