Leita í fréttum mbl.is

Fréttablaðið, maðurinn og boltinn.

Fjölmiðlafólk sem margt vinnur við að setja fram skoðanir og gagnrýna aðra, á oft erfitt með að taka gagnrýni. Sér í lagi þegar svara verður vant. Þá er stundum gripið til þagnarinnar. Stundum til útúrsnúninga en ef viðkomandi hefur engin rök og getur ekki svarað málefnalega þá grípa lélegir fjölmiðlar stundum til þess ráðs að fara í manninn sem gagnrýndi og setja á hann stimpil sem á að gera hann ótrúverðugan.

Í bloggfærslu fyrr í vikunni benti ég á að Fréttablaðið færi rangt með staðreyndir og höndlaði þær eins og blaðið væri komið í kosningabaráttu fyrir Jón Gnarr.  Engin á Fréttablaðinu hefur getað svarað þessari réttmætu gagnrýni og þar sem svara varð vant var ákveðið að fara í manninn sem gagnrýndi og hengja á hann merkimiða.  Þetta var innleggið til að sýna fram á að lítt mark væri á gagnrýninni takandi.

Nú tel ég mér heiður af því að vera í þeim hópi sem blaðið bendlaði mig við en þar greinir menn þó á um ýmislegt. En þessi merkimiði kemur málinu ekkert við þar er reynt að fara í manninn en ekki boltann eins og allir góðir KR ingar skilja.  Eftir stendur að blaðið gerir kjánalega tilraun til útúrsnúninga af því að það treystir sér ekki til að svara málefnalega. 

Er við því að búast að umræða geti verið vönduð og málefnaleg þegar fjölmiðlar kinoka sér við að halda uppi málefnalegri umræðu en telja þess í stað rétt að bullukollast um menn og málefni.

það skiptir máli að fjölmiðlar séu vandaðir og taki sjálfa sig alvarlega og taki tillit til réttmætrar gagnrýni í stað þess að stuðla að ómálefnalegri umræðu út í bláinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Í bloggfærslu fyrr í vikunni benti ég á að Fréttablaðið færi rangt með staðreyndir og höndlaði þær eins og blaðið væri komið í kosningabaráttu fyrir Jón Gnarr." Eitthvað málefnalegt í þessum orðum?

Björn Birgisson, 7.11.2014 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 74
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2309
  • Frá upphafi: 2296246

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 2134
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband