Leita í fréttum mbl.is

Gerist þetta aldrei hér?

Skothvellir glumdu í annars friðsælli Kaupmannahöfn í gær. Enn einn Íslamisti ákvað að ráðast annars vegar gegn Gyðingum og hins vegar gegn tjáningarfrelsinu, þar sem drepa átti sænskan skopmyndateiknara sem hafði teiknað kjánalega mynd af spámanninum. Íslamistinn drap tvo og særði þrjá í skotárásunum.

Getum við verið viss um að samskonar atburður gerist ekki hér ef einhver sem Íslamistar telja rétt að drepa er hér á landi eða kemur sem gestur. Það væri barnalegt að álíta að svo væri. Þessi skotárás í Kaupmannahöfn í gær er umfram það sem höfundar bókarinnar "Íslamistar og naívistar" ímynduðu sér þegar þeir skrifuðu bókina. Grundvöllurinn sem höfundarnir ganga út frá er þó enn í fullu gildi. Þöggunin og neita að horfast í augu við þá ógn sem frelsi og mannréttindum stendur af Íslamistum.

Varnaðarorð mín sem komu fram í grein árið 2006 m.a. um syni Allah og fordæmd voru af vinstri menningar- og fréttaelítunni sem rasismi eru nú staðreynd og almennt viðurkennd. Vestrænar ríkisstjórnir glíma við vandann vegna andvaraleysis. Hryðjuverkaárásir Íslamista hafa verið gerðar í Madríd, París, London, Kaupmannahöfn, Amsterdam o.s.frv. o.s.frv.

Á sama tíma er vinstri sinnaða menningar- og fréttaelítan upptekin við að hundelta alla þá sem vara við ógninni. Sú ógn sem stafar af Íslamistunum og hugmyndafræði þeirra veldur hins vegar ekki vökunum hjá þessu fólki. Ekki þykir ástæða til að fjalla um ógnina nema í almennu framhjáhlaupi í almennum fréttatímum. Meiri tíma er varið í að eltast við fólk vegna ummæla um staðsetningu mosku og þegar Ásmundi Friðrikssyni þingmanni varð fótaskortur á tungunni. Ítrekað er Ásmundi líkt við fjöldamorðingjann Breivik í íslenskum blöðum. Það finnst fréttaelítunni allt í lagi og ekki þurfi að amast við eða fordæma slíkt.

Við getum ekki lengur litið á atburðina sem gerðust í París fyrir nokkru og nú í Kaupmannahöfn sem einangruð fyrirbrigði sem kom fyrir annað fólk langt í burtu. Ógnin er fyrir hendi í öllum lýðræðisríkjum Vesturlanda.

Markmið Íslamistanna er að eyðileggja vestræn mannréttindi og frelsi. Það er skylda allra sem unna mannréttindum og einstaklingsfrelsi að berjast gegn þeirri ógn hvað sem það kann að kosta. Í þeirri baráttu er ekki hægt að gefa afslátt og þeir sem ítrekað líta undan og láta sem ekkert sé eru svikarar við þau gildi sem hafa fært þjóðum heims frelsi, mannréttindi og velmegun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Það er ekki spurningin hvort álíka atburðir munu verða hér heldur aðeins spurningin hvenær þeir munu verða meðan hinn vestræni heimur ekki snýst af alefli gegn hryllings hugmyndafræði íslam. Íslam er óalandi og ólíðandi öllum mannlegum samfélögum eins og kommúnismi og nazismi enda náskyld hugmyndafræði. Umburðarleyndi gegn hryllingnum er ekki virðingarvert að neinu leyti en er aðeins til marks um að viðkomandi hvorki veit eða skilur um hvað íslam snýst eða vill gangast mannvonskunni á hönd.

Valdimar H Jóhannesson, 15.2.2015 kl. 21:42

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Menn hafa almennt ekki verið fordæmdir fyrir að vara gegn rótækum islamistum eða öðrum hættulegum hópum né fyrir það að deila um staðsetningu mosku hér á landi. Menn hafa hins vegar verið fordæmdir fyrir það að setja alla múslima undir sama hatt hvað þetta varðar og fyrir þær skoðanir að vilja yfir höfuð ekki heimila múslimum að reisa hér mosku eins og til dæmis borgarfulltrúar Framsóknarflokksins gerðu.

Hvað Ásmund varðar þá var honum ekki líkt við Breivik, allavega ekki í neinum ummælum sem ég hef séð, heldur var í kjölfar þeirra ummæla hans að það þyrfti að skoða múslima búsetta hér á landi sérstaklega í kjölfar hryðjuverkanna í París spurt hvort ekki þyrft þá að skoða alla Kirstna Íslendinga líka í kjölfar hryðjuverka Breiviks í Noregi.

Að sjálfsögðu þurfum við að hafa varan á gegn öllum hópum sem hætta er á að fremji hér hryðjuverk eða önnur glæpaverk en sú barátta verður samt sem áður að vera háð á þeim grunvelli að saklaust fólk líði ekki fyrir hana og við megum aldrei mismuna saklasu fólki á grunvelli þeirrar baráttu. Það á til dæmis við um byggingu Mosku hér á landi og því munu þeir áfram verða fordæmsir sem vilja beita múslima mismunun á gruvelli einhverrar ýmindaðar hættu af þeim sem til kemur vegna þess að aðilar þeim ótengdum en sömu trúar og þeir eru að fremja hryðjuverk.

Sigurður M Grétarsson, 16.2.2015 kl. 06:43

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er hárrétt Sigurður að það á ekki að mismuna fólki eða láta saklaust fólk líða fyrir gjörðir annarra sem þeim kemur ekki við. Hins vegar er það rangt að Ásmundur hafi ekki verið borinn saman við Breivik og ítrekað hafa verið birtar myndir af þeim saman nú síðast um þessa helgi í blaðinu Reykjavík.

Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 10:07

4 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir innleggið Valdimar. Ég greini á milli Íslamistanna og annarra sem játa þessi trúarbrögð og eru engum til ama frekar en almennt kristið fólk eða Búddatrúar. Það eru þessi hræðilegu glæpasamtök og hugmyndafræði kreddufestinnar og öfganna sem verður að eyða.

Jón Magnússon, 16.2.2015 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 285
  • Sl. sólarhring: 740
  • Sl. viku: 4106
  • Frá upphafi: 2427906

Annað

  • Innlit í dag: 264
  • Innlit sl. viku: 3800
  • Gestir í dag: 257
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband