Leita í fréttum mbl.is

Vér einir vitum

Vér einir vitum sögðu einvaldskonungar sem töldu sig hafa þegið vald sitt frá Guði. Almúginn hafði því ekki rétt til að hafa aðra skoðun. Í lýðræðisþjóðfélagi eru gagnstæð viðhorf. Morgunblaðið hefur um áratugaskeið verið opið mismunandi skoðunum og sjónarmiðum. Þess vegna er blaðið og blogg blaðsins lifandi vettvangur skoðanaskipta.

Tjáningarfrelsið fer fyrir brjóstið á blaðamanninum Árna Matthíassyni, sem talar úr sömu háhæðum og einvaldskonungar til forna. Í pistli á miðvikudaginn bregður hann þeim um greindarskort sem finnst eitthvað athugavert við framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum þar em Svisslendingur gerir mosku í kirkju.

Í greininni sem Árni skrifar á kostnað okkar áskrifenda Morgunblaðsins, sýnir hann helstu einkenni þess sem vinstri menn mundu kalla tilraun til fasískrar þöggunar. Að mati blaðamannsins eru þeir sem hafa skrifað eitthvað misjafnt um moskubygginguna í kirkju í Feneyjum á kostnað íslenskra skattgreiðenda samkynja hópur vanvita sem eru auk þess miðaldra hvítir kristnir karlmenn, andstæðingar múslima, á móti hommum, á móti femínistum og á móti listamönnum.

Það er huggun harmi gegn að mati blaðamannsins, að hópurinn er kominn af léttasta skeiði og hann opinberar þá von sína að maðurinn með ljáinn muni fljótlega höggva stór skörð í raðir þeirra sem eru á öðru máli en hann.

Ég hef gert athugasemdir við að mörgum tugum milljóna sé varið til að byggja mosku í kirkju í Feneyjum og umstangið í kringum það. Í fyrsta lagi finnst mér það sóun á almannafé. Í öðru lagi sé ég ekki að það sé í samræmi við þann tilgang að kynna íslenska myndlist. Í þriðja lagi er verkið sett upp til ögrunar. Við Íslendingar fengum á okkur bjánastimpil á árinu 2008 og ítrekun á því er óþarfur. Blaðamaðurinn ætti að skoða hvað kollegar hans á víðlesnum blöðum eins og t.d. Daily Telegraph og Le Figaro hafa um málið að segja.

Umræðan og sjónarmiðin í þessu máli eru aðallega varðandi noktun  almannafjár. Það skuli gengið framhjá íslenskum listamönnum við kynningu á íslenskri list í Feneyjum. Að ekki skuli kynnt íslensk list. Þessi atriði eiga erindi í þjóðfélagsumræðu í lýðræðislandi. Það hefur ekkert með afstöðu til homma, listamanna, kristni eða femínisma að gera. Blaðamanninum Árna Matthíassyni til upplýsingar þá vill nú þannig til að sá sem þetta skrifar er jákvæður í garð þessara hópa þannig að staðalímynd hans er líka röng.

Eftir að ég lét í ljós afstöðu mína á því að listaelítan skyldi ganga jafn freklega og raun ber vitni gegn íslenskum myndlistarmönnum og íslenskri myndlist hafa margir myndlistamenn haft samband við mig og gert mér grein fyrir hvernig ástandið er í spilltu umhverfi listaelítunar. þar sem sumir eru í náðinni en öðrum útskúfað eins og í svoét forðum. Því verður að breyta.

Þegar tugum milljóna króna er varið í moskubyggingu sem hefur engin tengsl við Ísland á kynningu íslenskrar myndlistar í Feneyjum, þá er eðlilegt að spurt sé. Erum við að verja peningum skattgreiðenda á réttan hátt. Getum við ekki gert betur?

Sú þöggun sem er varðandi þetta mál í íslenskum fjölmiðlum er ógnvekjandi en eftirtektarverð, lærisveinar Göbbels kunnu það fag út í æsar. Angi af sama meiði er umrædd grein blaðamannsins Árna Matthíassonar.

Grein sem birtist í Morgunblaðinu 16.5.2015. NB:

Ein leiðrétting; í næstsíðustu mgr. "á kynningu íslenskrar myndlistar" í stað kynningarhátíð myndlistar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þakka þér fyrir þessa ágætu grein, sem ég las í Mogganum í gær. Ég er sammála hverju orði, sem þú segir þarna. Þetta er blaðamanninum til háborinnar skammar, hvernig hann talar, og mætti biðja okkur lesendur blaðsins afsökunar á orðfæri sínu.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 13:49

2 Smámynd: Jón Magnússon

.Þakka þér fyrir Guðbjörg.

Jón Magnússon, 17.5.2015 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2020
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.12.): 39
  • Sl. sólarhring: 699
  • Sl. viku: 3947
  • Frá upphafi: 1667811

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 3462
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband