Leita í fréttum mbl.is

Það sem ekki er bannað er leyfilegt

Í lýðræðisríki er viðmiðunin sú að það sem ekki er bannað er leyfilegt. Það er ekki bannað að taka myndir af lögreglunni við störf eða að vera með myndavél í garðinum heima hjá sér. Þess vegna var það kristaltært að lörgrelumaðurinn sem fruntaðist við Halldór Bragason vegna myndatöku var kominn langt út yfir allt boðvald sem hann hafði lögum samkvæmt.

Þess vegna átti lögreglan að biðja afsökunar þegar í stað en ekki hiksta á því í sólarhring.

Svo var einkar gaman að hlusta á talsmann Persónuverndar fjalla um málið og átta sig ekki á þeirri grundvallarreglu í lýðræðisþjóðfélagi að það sem ekki er bannað er leyfilegt. Hvað sem persónuvernd, lögreglu, sérstökum saksóknara, samkeppniseftirliti, fjármálaeftirliti o.sfrv. o.sfrv. líður.

Þessi skipulagsvandi sem mál Halldórs Bragasonar og lögreglumannsins er sprottin af er vegna skipulagsmistaka borgaryfirvalda. Það var því við fáránlegt hæfi að ríkisfjölmiðillinn skyldi draga helstu áhrifavalda misheppnaðs miðbæjarskipulags til að fjalla um þetta mál. Það er ekki hægt að setja fullt af hótelum í miðbæinn og miða við að þar geti síðan áfram verið róleg íbúðahverfi fyrir venjulegt fólk.

Það gengur ekki að stórbílaumferð trufli borgarana á þeim tímum sólarhringsins sem fólk á að geta notið friðsældar á heimilum sínum og friðhelgis helgidaga þjóðkirkjunnar svo því sé nú haldið til haga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Þetta mál er nú bara stormur í vatnsglasi.

Málið var að borgari (rútubílstjóri) lenti í vandræðum.

Löggan mætti á staðinn til að aðstoða

Borgari (Halldór) fer að forvitnast og truflar lögguna

Löggan biður hann að hætta að trufla.

Það var nú allt dramað!..

Ólafur Jóhannsson, 18.5.2015 kl. 22:46

2 Smámynd: Jón Magnússon

Hvað sem því líður Ólafur þá hafði hann leyfi til að mynda þarna og það gat engin sagt neitt við því.

Jón Magnússon, 18.5.2015 kl. 22:49

3 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það er nú ekki algilt að það megi mynda allt sem lögreglan er að gera.

Löggan þarf stundum að takast á við aðstæður þar sem fólk er í sínum sársaukafyllstu aðstæðum í lifinu, andlega eða líkamlega. Á hver sem er, sem er þannig innstilltur, þá rétt að mynda þær aðstæður og setja á netið?

Það vona ég allavega ekki

Ólafur Jóhannsson, 18.5.2015 kl. 23:07

4 identicon

Þar sem allt er leyft nema það sem er bannaþ er mun skemmtilegra þjóðfélag en þar sem allt er bannað annað en það sem er leyft.

Magnus Magnusson (IP-tala skráð) 19.5.2015 kl. 10:54

5 Smámynd: Jón Magnússon

En þannig er það Ólafur. Fólk getur tekið myndir á símann sinn eða með öðrum hætti hvar sem það er af hverjum sem er nema það liggi bann við, sem ekki gerir almennt í lýðræðisríkjum.

Jón Magnússon, 19.5.2015 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2020
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.12.): 39
  • Sl. sólarhring: 700
  • Sl. viku: 3947
  • Frá upphafi: 1667811

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 3462
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband