Leita í fréttum mbl.is

Stuðningur við Frjálslynda er forsenda breytinga

Ég tek undir það með Magnúsi Þór Hafsteinssyni varaformanni Frjálslynda flokksins að lykillinn að breytingum í stjórnumálum á Íslandi er gott gengi Frjálslynda flokksins í kosningunum eftir mánuð. Framsókn og Sjálfstæðifslokkurinn munu starfa saman áfram og það breytist ekkert nema til hins verra á kjörtímabilinu nái þeir flokkar áfram meirihluta. Til þess að koma á breytingum fyrir fólk. Burt með lánaokrið. Burt með okrið á nauðsynjavörum. Burt með skattaokrið. Burt með kvótann. Burt með báknið.  Frjálslyndi flokkurinn er lykillinn að því að venjulegt fólk fái raunverulegar kjarabætur. Það er nauðsynlegt að styrkja Frjálslyndan flokk gegn  afturhaldi, sérhagsmunum og sósíalisma.
mbl.is Magnús Þór: Erum lykillinn að falli ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það teljast varla fréttir að þú sért sammála Magnúsi Þór Hafsteinssyni.

Ekki vænlegt til árangurs að segja bara "burt" með þetta og hitt. Ykkur væri nær að sýna fram á hvernig þið ætlið ykkur að gera það. Svo gleymdir þú líklega viljandi að segja "burt með útlendinga" 

Heiða B. Heiðars, 13.4.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Jón Magnússon

Nei ég gleymdi því ekki Heiða. Ég hef aldrei sagt það eða haft þá skoðun. Það sem ég hef sagt er: Að við eigum að hafa stjórn á innstreymi útlendinga við landið og miða það við getu þjóðfélagsins og velferðarkerfisins til að taka á móti þeim og veita þeim þau réttindi sem þeir eiga skilið og aðlögun að íslensku samfélagi ef þeir ætla að setjast hér að. Fyrir þessari sjálfsögðu stefnu berst ég í þessu efni. Varðandi hin málefnin sem ég nefni þá mun ég ræða þau öll á málefnafundum okkar Frjálslyndra í kosningamiðstöð  okkar í Skeifunni 7 fram að kosningum og þú ert velkomin.

Jón Magnússon, 13.4.2007 kl. 22:08

3 Smámynd: Dante

Heiða.

Ég flokka mig ekki sem stuðningsmann Frjálslynda flokksins en ég hef aldrei heyrt þá segja að útlendingarnir eigi að fara burt. Það sem þeir eru að tala um varðandi útlendingana hefur ekkert með kynþáttahatur að gera heldur sérstöðu okkar sem þjóðar.

Það er alveg ótrúlegt að þetta sem þeir eru að tala um skuli ekki komast inn í ferkantaðan hausinn á sumum.

Ég túlka þessi viðbrögð, að væna þennan flokk um kynþáttahatur, sem hræðslu og aumingjaskap á að taka á þessum málum.

Dante, 13.4.2007 kl. 22:08

4 identicon

Talsmáti Magnúsar Þórs á kaffihúsinu á Bifröst nýlega snerist um að “blanda okkar hreina kynstofn” og “óhreinka blóð þjóðarinnar” ef þetta er ekki rasískur talsmáti þá veit ég ekki hvað. Mig langaði til að gubba.

Bestu kveðjur Jóhann. 

Jóhann Einarsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:17

5 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Heiða! Var að skoða bloggið þitt.  Þú segir á einum stað að þú hafir svo mikið kaup.  Það er gott ef rétt er.  Því miður hafa flestir svo mikið að greiða um hver mánaðarmót að þeir ná varla endum saman.  Stór hluti útgjalda venjulegrar fjölskyldu er tilkominn vegna vaxtaokurs á húsnæðislánum og heimildar lánastofnana að hækka stöðugt höfuðstól lána, þannig að flestir eru nánast eins og læstir í skuldafangelsi.  Því segjum við "burt" með lánaokrið.

Kjartan Eggertsson, 13.4.2007 kl. 22:17

6 Smámynd: Dante

Jóhann.

Hvað er að “óhreinka blóð þjóðarinnar” og hvað er "blóð þjóðarinnar"?

Það er hægt að túlka þessi orð á margan hátt.

Veist þú hvernig Svíar segja flugmaður?

Pilot er orðið sem Svíar nota. Hvaða orð nota Englendingar?

Pilot, líka. Við notum orðið flugmaður.

Þetta flokka ég undir sérstöðu og "blóð þjóðarinnar". Þessu verðum við að halda hreinu. Þetta hefur ekkert með kynþáttahatur að gera. Bara virðingu fyrir arfleið okkar sem þjóðar.

Dante, 13.4.2007 kl. 22:38

7 identicon

Það er blátt áfram raunalegt vinur minn Jón að lesa hvað þú skrifar

um efnahagsmál, hversu kolrangan skilning þú hefur á eðli vaxta og verðtryggingar þrátt fyrir allt sem ég hef reynt að skýra út fyrir þér. Ég er farinn að halda að að þú sért í raun að stríða mér, þú veizt auðvitað betur en þetta, maður með svo skarpan skilning á eiginlega öllu öðru seins og komið hefur fram í pistlum þínum á Sögu. KveHa

Halldór Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 23:11

8 Smámynd: Jón Magnússon

Halldór við erum sammála um að lánsfé megi ekki brenna upp í verðbólgu. Við erum líka sammála um að fjármagnseigendur eigi að hafa eðlilega rentu af lánsfé sínu. Vandamálið er gjaldmiðillinn sem er með þeim hætti að hann þarf að hafa þessa viðbjóðslegu hækju sem verðtryggingin er. Það þarf því að taka upp aðra viðmiðun varðandi gjaldmiðilinn þannig að hann sé viðmiðunin í öllum viðskiptum. En ég vil fá þig í heimsókn á kosningaskrifstofuna í Skeifunni 7  í næstu viku. Þar getum við tekið góða snerru um þessi mál. En þakka þér að öðru leyti fyrir góð orð.

Jón Magnússon, 13.4.2007 kl. 23:26

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Kjartan: Ég nefndi ekki einu orði hvort ég væri með hátt kaup... ég sagði að pabba mínum þætti launin mín há 

Heiða B. Heiðars, 14.4.2007 kl. 00:07

10 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég kannast ekki við að hafa viðhaft þennan talsmáta sem Jóhann Einarsson (ef hann heitir þá það) hefur eftir mér frá Bifröst. Kem satt best að segja af fjöllum og var þó á fundinum. Hér hlýtur einhver misskilningur að vera á ferðinni.

Magnús Þór Hafsteinsson, 14.4.2007 kl. 00:49

11 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég ráðlegg fólki að lesa Moggan í dag. Þar eru tvær mjög góðar greinar um málefni tengd innflytjendum. Ein eftir formann Frjálslynda flokksins - hin eftir Lýð Árnason lækni.

Magnús Þór Hafsteinsson, 14.4.2007 kl. 11:20

12 identicon

Magnús. Það er gott að þú skulir rengja nafn mitt, segir meira en mörg orð um Paranojuna sem umlykur þig. Ég var á þessum fundi sem og fleiri samnemendur, þarna eru vitni að þessum ótrúlega talsmáta. Það getur vel verið að þú hafir meint eitthvað annað, en þá hefðir þú átt að taka það fram, ég ætla ekki að gera þér skrök upp, en kanski bara manstu ekki alveg hvað þú sagðir. Vinsamlegast ekki gera mér skrök upp þá á móti.

Kveðjur Jóhann Einarsson

Jóhann Einarsson (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 790
  • Sl. sólarhring: 997
  • Sl. viku: 5317
  • Frá upphafi: 2301489

Annað

  • Innlit í dag: 725
  • Innlit sl. viku: 4967
  • Gestir í dag: 703
  • IP-tölur í dag: 685

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband