Leita í fréttum mbl.is

Er Sjálfstæðisflokkurinn á batavegi eða er þetta væntanlegt svikið kosningaloforð

Í ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins við setningu Landsfundar í gær talaði hann um breytta stefnu Sjálfstæðisflokksins í málum aldraðra og öryrkja. Svo virðist miðað við ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins að þeir Sjálfstæðismenn hafi áttað sig á að stefnumörkun Frjálslynda flokksins í þessum málaflokki er sú rétta og til bestra hagsbóta fyrir þá sem eiga erfiðast í þjóðfélaginu. Vonandi hefur Sjálfstæðisflokkurinn séð ljósið og áttað sig á að nauðsynlegt er að vinna fyrir alla landsmenn en ekki eingöngu fyrir forréttindaaðalinn.

Samt sem áður þá spyr maður sjálfan sig hvað hafa menn verið að gera í rúman áratug. Af hverju létu þeir skattleysismörkin dragast aftur úr. Af hverju hafa þeir skattlagt þá tekjuminnstu hlutfallslega af síauknum þunga. Er það trúverðugt að koma  með hugmyndir um breytingu á þessu tæpum mánuði fyriri kosningar.

En sé Sjálfstæðisflokkurinn að breytast þá sér hann e.t.v. líka ljósið í kvótamálinu og getur orðið samstarfshæfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Mun Sjálfstæðisflokkurinn sjá eitthvert ljós?  Það held ég sé alveg vonlaust.  Þessi flokkur er löngu búinn að glata uppruna sínum og hugsjónum.  Valdaklíkurnar í Sjálfstæðisflokknum hafa engar hugsjónir aðrar en að hlaða undir rassin á sjálfum sér eftir fremsta megni, af mikilli græðgi og skeyta engu um náungan, nærsamfélagið eða hagsmuni þjóarinnar.  Þeir eru upp til hópa hrokagikkir sem varla eru viðmælandi því þeir eru löngu búnir að gleyma því að þeir voru ekki fæddir með blátt blóð í æðum, heldur máttu forfeður þeirra beygja sig í auðmýkt fyrir sérhverjum mannlegum breyskleika,  -háðir duttlungum íslenskra náttúruafla.

Kjartan Eggertsson, 13.4.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 78
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 6029
  • Frá upphafi: 2314034

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 5582
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband