Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingunni óskað til hamingju með skýrsluna "Ábyrg efnahagsstefna"

Samfylkingin á heiður skilið fyrir að hafa fengið Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóra og bankastjóra í Nordiska Investeringsbanken til að taka saman og gefa álit á stöðu og framþróun íslenskra efnahagsmála. Jón Sigurðsson er glöggur hæfileikamaður og hefur svo víðtæka reynslu að eðlilega skoða menn það með athygli sem hann hefur fram að færa.  

Í íslenskum stjónrmálum er algengt að bullukollast sé með mál í stað þess að renna vitrænum stoðum undir staðhæfingar og stefnu. Með þessum vinnubrögðum er Samfylkingin að sýna virðingarverð vinnubrögð sem aðrir flokkar ættu að taka til eftirbreytni eftir getu.

Margt af því sem fram kemur í skýrslunni er athyglivert og fróðlegt væri fyrir Landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem veltast um á Landsfundi flokksins þessa dagana að lesa skýrsluna og sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt efnahagsmálunum víðs fjarri þeim markmiðum sem flokkurinn segist helst berjast fyrir í pólitík. Þannig hefur skattheimta af vergri þjóðarframleiðslu aukist frá 1994 úr 32% í 41%. Sjálfstæðismenn eru löngu hættir að tala um sparsemi og ráðdeild í ríkisrekstri hvað þá um báknið burt ekki einu sinni að megra þurfi báknið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Það er gaman að sjá þegar menn eins og þú, Jón Magnússon, skrifar af virðingu við aðila í öðrum flokki. Hér er um tímamótaverk í Íslenskum stjórnmálum að ræða - svona eiga stjórnmál að vera.

Eggert Hjelm Herbertsson, 13.4.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Eggert að svona á að vinna í stjórnmálum. Ég vildi að Samfylkingin nálguðust fleiri brýn mál með sama hætti. En mjór er mikils vísir og skýrslan er góð.  Mér finnst gaman að geta  hrósað pólitískum andstæðingum fyrir það sem vel og faglega er gert. Því miður vantar svo mikið á faglega vitræna umræðu í íslenskri pólitík.

Jón Magnússon, 13.4.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég vil einnig bæta við vinnu af vandaðra taginu eins og fagra Ísland, unga Ísland og nýja atvinnulífið svo eitthvað sé nefnt.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég kýst Samfylkinguna með stolti.

Eggert Hjelm Herbertsson, 14.4.2007 kl. 00:06

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bláeyg foringjadýrkun er ævinlega óræk sönnun um heimsku. Ekkert er jafn hættulegt frjórri hugsun og öflugur pólitískur leiðtogi. Þetta hefur sannast í Kommúnistaflokknum í Kína og Sjálfstæðisflokknum á Íslandi. Vanaður reiðhestur er ófær um að fylja meri. Pólitíkus sem ævinlega er reiðubúinn til að vera ósammála pólitíkusi úr öðrum flokki er gagnslaus stjórnmálamaður. Geldingin í öllum sínum myndum er aldeilis voðaleg fötlun

Árni Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 00:19

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég lít á Samfylkinguna, Frjálslynda og Vinstri græna sem samherja í þessari kosningu.  Við verðum að standa sama til að fella ríkisstjórnina.  Og auðvitað á að hrósa því sem vel er gert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 35
  • Sl. sólarhring: 834
  • Sl. viku: 4549
  • Frá upphafi: 2426419

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 4217
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband