Leita í fréttum mbl.is

Stríðsæsingar og flóttamenn

Erdogan forseti Tyrklands hefur ásamt stjórnum Saudi Arabíu, Katar og Bandaríkjanna stutt uppreisnina í Sýrlandi með vopnum og gríðarlegum fjárframlögum. Fullyrða má að hefðu þessi ríki ekki stutt við uppreisnina eins og þau hafa gert væri henni löngu lokið með ósigri uppreisnarliðsins og engin flóttamannavandamál í Sýrlandi.

Erdogan Tyrkjaforseti krefst þess nú að Evrópuríki taki við fleiri flóttamönnum sem hrakist hafa frá heimilum sínum vegna útþennslustefnu hans dómgreindarlausrar utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir Obama. Væri ekki rétt að þeir sem hafa búið til vandamálið taki afleiðingunum af því.

Ævintýramennska Bandaríkjanna varðandi borgarastyrjöldina í Sýrlandi er ótrúleg. Þeir hafa í raun búið til vígasveitir öfgafullra Íslamista, vopnað þær og fjármagnað. Eftir mistökin sem þeir gerðu í Afganistan þegar þeir bjuggu til Al Kaída mætti ætla að þeir hefðu næmari skilning á því að vígamennirnir sem berjast gegn óvinum þeirra verða ekki englar með því

Af hverju er Evrópa gjörsamlega sofandi í þessu máli og leyfir Tyrklandi, Bandaríkjunum, Katar og Saudi Arabíu að búa til þetta ástand. Milljónir fólks á flótta. Þjóðarmorð, konum nauðgað í hundraða tali dag hvern og þær seldar mannsali auk ýmiss annars hryllings. Hvað lengi ætlar Evrópa að horfa upp á þennan hrylling og ímynda sér að Bandaríkin geti verið leiðtogar í siðvæðingu heimsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Jón

Obama var mikill hvatamaður að Múslímska vorinu og Bræðralagi Múslíma sem áttu að vera byltingakenndar framfarir fyrir Mið-austurlönd, en annað kom á daginn.  Vorið þeirra múslíma reyndist harður vetur og ekki séð fyrir endann á þeim hörmungum sem það veldur og Bræðralagið enn ein ógnin við þá sem lifa vilja friðsælu lífi.

Obama hefur sýnt og sannað að hann skortir allt til að geta sinnt trúverðugum utanríkismálum.  Að Evrópa skuli elta hann á röndum er mér óskiljanlegt.  Evrópuríkin virðast ekki hafa þor eða dug til að andmæla honum, en láta hann um að leiða sig í ógöngur.  Þetta er með hreinum ólíkindum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.6.2015 kl. 13:48

2 identicon

Sæll Jón: sem oftar og fyrri - sem og aðrir gestir þínir !

Hverju orði sannara - og staðfestir jafnframt: hversu Tyrkir eru komnir óravegu / frá hugsjónum þeirra Kemals Ataturk og Ízmets Ínönu, forkólfanna: að afnámi Soldánsdæmisins 1922 - svo og Kalífadæmisins, árið 1924, og nútímavæðingunni, þaðan í frá.

Wíkileka fregnir herma nýjastar - að Ólafur Ragnar Grímsson hafi náð, að toppa smjaður ísl. stjórnmálamanna fyrir Saúdí- Aröbum, með því vilja sverjast til fóstbræðralags, við hina skuggalegu hrottaskapar stjórnendur þar, í tengzlum við óboðlega:: fyrirhugaða mosku byggingu, suður í Reykjavík.

Heimildir : stundin.is / mbl.is, og visir.is  

Það er ekki - öll vitleysan eins, Jón minn.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.6.2015 kl. 15:25

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Ég var einmitt að hugsa um þetta þegar ég las aðra frétt um að ríkisher Sýrlands væri nú í sókn gegn ISIS.  Þetta er komið í heilan hring og nú hlýtur að vera tími til að fara að styðja við Bashar al-Assad, eða hvað?  Alveg frá áttunda ártugnum hefur okkur tekist að vera ótrúlega glámskyggn á hvað það myndi þýða að styðja þessi eða hin samtökin í sókn gegn þessum eða hinum, þegar byrjað var að styðja Mujahideen í Afganistan í stríðinu við Sovétríkin.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 22.6.2015 kl. 17:59

4 identicon

Sjáldan er ég sammál þér en í þetta er ég sammála. En þú gleymdi að minnast á hlutverk frakka og brétar í þessu sem er að skeið í Líbíu. Þeir vöru duglegir þar að búa til nýtt Sómalíu. Frjáls Palestina 

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 22.6.2015 kl. 19:44

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jón.

Þessi greining þín er því miður alveg rétt hjá þér.

Fyrsta skrefið í átt til að lækna meinið er auðvitað rétt sjúkdómsgreining.

Jónatan Karlsson, 23.6.2015 kl. 06:42

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Saddam Hussein, Talibanar, Al Kaida, Ríki Islam og svo mætti lengi telja. Allt er þetta "Made in the U.S.A."

Halldór Egill Guðnason, 23.6.2015 kl. 11:02

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er því miður alveg rétt hjá þér Tómas.

Jón Magnússon, 23.6.2015 kl. 14:34

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það er skelfilegt að forseti lýðveldisins skuli hafa reynt að ganga í fóstbræðralag með afturhaldssamasta ríkis heims þar sem konur fá m.a. ekki að keyra bíl og siðgæðislögreglan telur betra að nemendur kvennaskóla brenni en að þeim sé bjargað af því að þær voru ekki sómasamlega klæddar að mati siðgæðislögreglunnar.

Jón Magnússon, 23.6.2015 kl. 14:35

9 Smámynd: Jón Magnússon

Vestræn ríki áttu aldrei að styðja uppreisnarmenn í Sýrlandi. Hrein glópska Arnór.

Jón Magnússon, 23.6.2015 kl. 14:37

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ég gleymdi ekki að minnast á þá Salman, en þeirra hlutverk hefur verið lítið miðað við hina. En í Líbýu bjuggu þeir til tóma skeflingu og höfðu engar forsendur til að blanda sér í innanlandsátökin þar.

Svo erum við alveg sammála um sjálstætt ríki Palestínumannna Salman það er ekki ágreiningur á milli okkar um það.

Jón Magnússon, 23.6.2015 kl. 14:39

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jónatan.

Jón Magnússon, 23.6.2015 kl. 14:40

12 identicon

Jón Magnússon segir: "Ævintýramennska Bandaríkjanna varðandi borgarastyrjöldina í Sýrlandi er ótrúleg. Þeir hafa í raun búið til vígasveitir öfgafullra Íslamista, vopnað þær og fjármagnað. Eftir mistökin sem þeir gerðu í Afganistan þegar þeir bjuggu til Al Kaída mætti ætla að þeir hefðu næmari skilning á því að vígamennirnir sem berjast gegn óvinum þeirra verða ekki englar með því

Af hverju er Evrópa gjörsamlega sofandi í þessu máli.."

...........

Svar: Þetta eru engin "mistök" hjá BNA og bandamönnum þeirra, þetta er aðferð þeirra til að deila og drottna. Evrópu og BNA er haldið sofandi með einu einföldu trikki: öll umræða um þetta hefur verið brennimerkt sem "samsæriskenningar," og hingað til hefur það verið allt sem þarf til þagga niður umræðuna.

Símon (IP-tala skráð) 23.6.2015 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 214
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4430
  • Frá upphafi: 2450128

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 4124
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband