Leita í fréttum mbl.is

Hlutleysi gleðikonunnar

Utanríkismálanefnd Alþingis stóð saman um að viðhalda vitlausri stefnu í utanríkismálum. Mest kom á óvart að Píratar skyldu ákveða að fella sjálfa sig algerlega inn í flokkamunstrið á Alþingi, þannig að ekki sæist neinn munur á þeim og hinum flokunum. Tal um kerfisflokka og Pírata sem andstæður eru orðin tóm. Píratar hafanú  opinberað sig sem kerfisflokk, sem stendur fyrir viðskiptaþvingunum vegna þess að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa sagt ríkisstjórninni og Pírötum að þannig skuli það vera.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur á Alþingi hinn mikla viskubrunn í holdgervi Vilhjálms Bjarnasonar. Vilhjálmur þessi upplýsir þjóðina úr háhæðum Háskólaspekinnar eins og honum er tamt, að ekkert hlutleysi sé til nema hlutleysi gleðikonunnar. Vissulega þurfa viðskiptafræðingsr eins og Vilhjálmur að tala og móta skoðanir sínar út frá sínum reynsluheimi og þekkingu, en hún þarf samt ekki að vera sú rétta. Ekki frekar en blindu mannanna sem skoðuðu fílinn.

Samkvæmt kenningu Vilhjálms var Ísland aldrei hlutlaust ríki. Svíar og Sviss ekki heldur af því að þjóðríki geta ekki verið hlutlaus. Það geta bara gleðikonur.

Vilhjálmur segir að Ísland eigi að beita Rússa viðskiptaþvingunum af því að þeir hafi innlimað Krímskaga hluta af öðru ríki. Íbúar þess skaga eru nánast allir Rússar,en það skiptir þingmanninn ekki máli þar sem formið ræður en ekki efnið.

Vilji Ísland fylgja kenningu Vilhjálms til hins ítrasta um að beita lönd sem hafa innlimað hluta af öðru ríki í land sitt þá er af nógu að taka í Evrópu. Pólland innlimaði hluta Þýskalands við lok síðara heimsstríðs, Króatar innlimiðu hluta af Serbíu og Hersegóvínu í átökunum í Júgóslavíu, Ítalir innlimuðu Suður Týrol,Rúmenar hluta af Ungverjalandi, Bretar hernámu Gíbralatar og áfram mætti telja. Það gæti því farið svo að Ísland ætti ekki í mörg hús að venda með viðskipti væri kenningum Vilhjálms fylgt út í æsar.

Vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir eru mikilvæg og hlutleysi í átökum sem okkur koma ekki við. Slíkt hlutleysi er viðurkennt í þjóðarrétti. Þetta vafðist ekki fyrir merkum mönnum sem áður sátu á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mönnum eins og m.a. lagaprófessorunum Bjarna Benediktssyni og Gunnari Thoroddsen, sem þrátt fyrir þekkingu sína töluðu aldrei úr háhæðum Hásklólaspekinnar en fjölluðu á fræðilegan hátt um hlutleysi ríkja.

Nú hefur Vilhjálmur Bjarnason andmælt þeim Bjarna Benediktssyni og Gunnari Thoroddsen og sett fram nýja kenningu í þjóðarrétti um að hlutlaus geti engin verið nema sá hinn sami sé gleðikona. 

Hvers eigum við karlmenn eiginlega að gjalda?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er líkt og hann telji innlimunar afglöp þjóða sem framin voru fyrir 20 áru eða fyrr,séu fyrnd,eða fyrirgefin..Já,hvers eiga karlmenn að gjalda? Hlutdrægar gleðikonur mega innlima,karlar gjalda.

Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2015 kl. 03:02

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Margt er athyglisvert í þessu hjá þér, Jón.

Kristinn Snævar Jónsson, 7.8.2015 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 50
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 1527
  • Frá upphafi: 2488145

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 1399
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband