Leita í fréttum mbl.is

Hin réttláta reiði.

Ein er sú vörn undansláttarfólks í friðþægingarherferðinni fyrir hryðjuverk Íslamistana, að múslimar séu fullir réttlátrar reiði vegna krossferðana. Þá er verið að tala um atburði sem gerðust fyrir 1000 árum og stóðu í eina öld þegar kristni heimurinn reyndi að endurheimta svæði í Mið-Austurlöndum sem áður hafði verið kristinn.

Mikið óskaplega hljóta þá Vestmannaeyjingar að vera reiðir Íslamska heiminum fyrir að hafa farið með ránum og morðum um Vestmannaeyjar og hneppt fólk í þrældóm fyrir 400 árum.

Mikið óskaplega hljóta Ítalir,Frakkar, Spánverjar, Möltubúar, Grikkir, Serbar,Svartfellingar, Búlgarar,Rúmenar, Króatar, Slóvenar og Austurríkismenn að vera reiðir Íslamska heiminum fyrir ítrekaðar árásir um aldir á þessi lönd, rán, nauðganir og mannsal.

Þeir sem þekkja söguna vita að útþensla og yfirráðastefna Íslams hófst fyrir 1400 árum. Þeirréðu stórum hluta Spánar í 800 ár og stóðu við borgarmúra Vínarborgar. Það er sé draumur sem kalífaveldið sem kallar sig ISIS ásamt fleiri samtökum Íslamista leitast nú við að verði aftur að veruleika í Evrópu.

Fyrst Íslamistarnir eiga engan rétt til að vera reiðir umfram okkur. Þá má alltaf grípa til Múhameðsteikningana í Jótlandspóstinum fyrir 10 árum og "ögrandi" myndum af spámanninum í Charlie Hedbo, sem undansláttarliðið á Fréttablaðinu og Stöð 2, telur að Íslamistar eigi helgan rétt á að vera reiðir yfir svo áratugum skiptir.

Eða eins og góður maður sagði forðum "Ef það eru ekki krossferðirnar þá eru það skopmyndir sem reita þá til reiði."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón: - sem og aðrir gestir, þínir !

Vel skrifað - af þinni hálfu, sem vænta mátti.

Múhameðs vinir og gjammarar: hér á landi / sem víðar á Vesturlöndum forðast rækilega, að geta ástæðnanna fyrir Krossferðunum, t.d.

Það hentar þeim ekki - að rifja upp, hina raunverulegu sögu þróun fyrri alda, í sinni taumlausu ákefð meðvirkninnar með þeim Múhameðsku / eins:: og dæmin sanna, víða.

Framundan er allavega; geypilegt hreinsunarstarf í ver öldinni, eftir skemmdarverk og eyðileggingar fylgjenda fals- spámannsins Múhameðs, á Heimsvísu, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2015 kl. 12:40

2 identicon

Jón, þú hefur ekki heyrt það kona ein, sem er sérfræðingur í málefnum svæðisins sagði í viðtali. Sem sé að Vesturlöng hafi hleypt öllu í bál og brand í Sýrlandi. Þetta segir fólkið þar sem hún dvaldi við rannsóknir. Landið er Katar! Þess vegna eru múslimar okkur reiðir.

En ekki eru allir múslimar eins; fjarri því. Ég þekki einn (sem er meir en flest góða fólkið)upprunninn í Sýrlandi sem segir landið hafa verið púðurtunnu, en með loki. Að vísu áttu Vestulöng aldrei að taka undir með neinum í átökum sem upp spruttu þegar vorið, eins og góða fólkið nefndi það, hófst. Höfum það á hreinu; Vesturlönd eru ekki að uppskera makleg málagjöld eins og gefið er í skyn af sumum.

Bestu kveðjur

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 24.11.2015 kl. 13:33

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef reiði er einhvers staðar undirliggjandi er hún gagnvart gamalli og nýrri nýlendustefnu vestrænna þjóða á þessu svæði.

Ómar Ragnarsson, 24.11.2015 kl. 14:31

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

How many times Muslims invaded Europe vs. Europeans invaded Muslim countries?

How many times Muslims invaded Europe vs. Europeans invaded Muslim countries?

https://www.youtube.com/watch?v=c7y2LRcf4kc

Egilsstaðir, 27.08.2015  Jónas Gunnlaugsson

 Muslim Demographics

Jónas Gunnlaugsson, 24.11.2015 kl. 15:13

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Reiði múslima í garð okkar vesturlandabúa er fyrst og fremst komin vegna stuðnings okkar við hið grimma hernámsveldi Ísrael. Þar styðjum við af mikilli dáð aðila sem hefur gerst sekur um grimmilega kúgun, þjóðernisrheinsanir, landrán og ragluleg fjöldamorð á óbreyttum borgurum.

Svo eru innrásir vestrænna ríkja í Írak og Afganistan ásamt eftirmálum þeirra aðgerða sem hafa kostað gríðarlegan fjölda óbreyttra borgara lífið ekki að hjálpa til.

Sigurður M Grétarsson, 24.11.2015 kl. 17:04

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kristnir höfðu verið  kúgaðir af Múslimum í mörghundruð ár.? Slíkt endar alltaf með því að þeir kúguðu snúast til varnar,gjallið hefur kraumað lengi undir áður en það varð að báli,hef ekki betri lýsingu á hraðbergi.  

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2015 kl. 23:02

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Jón.

Þetta er hárreétt hjá þér sem þú gerir aÐ umtalsefni.

Þá gleymist nú í þessari umræðu sem einmitt islamistarnir og Herra Biedermennirnir hans Max Frisch nefna að við eigum islömunum svo mikið að gjalda vegna krossferðanna og verðum því að leyfa þeim ýmislegt.

Ég má eigi bindask að smella hér inn slóðum á fróðleik um mannfall krossferða vs. jihad um aldirnar. Það kemur einmitt Hr. Biedermönnunum á óvart hve skelfilegt þetta hlutfall er ay-uk tengds fróðleiks.

Stutt myndband um krossferðir vs. Jihad :

https://www.youtube.com/watch?v=I_To-cV94Bo

Lengri útgáfa með fyrirlestri :

https://www.youtube.com/watch?v=SO5_QQVYlpA&list=UU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg

Fundamentalism and out-group hostility:

http://www.wzb.eu/sites/default/files/u6/koopmans_englisch_ed.pdf

Nánari greining.

Religious fundamentalism and out-group hostility among Muslims and Christians in Western Europe :

http://www.wzb.eu/sites/default/files/u8/ruud_koopmans_religious_fundamentalism_and_out-group_hostility_among_muslims_and_christian.pdf

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.11.2015 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 67
  • Sl. sólarhring: 809
  • Sl. viku: 6266
  • Frá upphafi: 2471624

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 5717
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband