19.12.2015 | 21:53
Er þetta allt tóm vitleysa?
Útlendingastofnun vísaði ólöglegum innflytjendum úr landi í samræmi við lög og reglur. Dómsmálaráðherra sá ekki ástæðu til að gera neitt þrátt fyrir ábendingar. Lögreglan framfylgdi þá niðurstöðu Útlendingastofnunar í samræmi við lög og reglur.
Fjöldi fólks lét þá skoðun í ljósi að full harkalega væri gengið fram miðað við aðstæður, þar á meðal ég, og ráðherra hefði átt að gera ráðstafanir sem henni voru tiltækar með tilliti til læknismeðferðar ungs barns. Þá upphófst sérkennilegur farsi sem lauk í dag með að hinum brottvísuðu ólöglegu innflytjendurm er nokkrum dögum síðar veittur ríkisborgararéttur.
Alþingi veitir ólöglegum innflytjendum ríkisborgararétt þvert á venjur og reglur í þeim málum. Af hverju? Af því að ráðherra gerði mistök eða af því að Útlendingastofnun gerði mistök? Eða gerði lögreglan e.t.v. mistök þegar hún framfylgdi lögunum? Eða e.t.v. vegna þess að það eru komin opin landamæri á Íslandi?
Starfsfólk Útlendingastofnunar getur vart litið á þennan farsa frá dómsmálaráðherra og Alþingi öðrum augum en sem algjört vantraust á sig. Hvað gerir starfsfólk með sjálfsvirðingu þegar sjálft Alþingi og æðsti yfirmaður dómsmálaráðherra lýsir algjöru vantrausti á viðkomandi starfsfólk. Það segir upp. Þakkar pent fyrir sig og fer úr þjónustu svona bullukolluliðs.
Eftir stendur spurningin er svo komið að meiri hluti Alþingis vilji opin landamæri. Vinnubrögðin undanfarið benda til þess. Þá er líka eðlilegt að leggja Útlendingastofnun niður.
Þessi farsi styðst ekki við neinar venjur eða reglur í stjórnskipun eða stjórnarfari, heldur fer þvert á allt slíkt. Er svo komið að allir þingflokkar á Alþingi vilji opin landamæri. Annað verður ekki séð. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn brugðist stórum hópi stuðningsmanna sinna enn einu sinni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Löggæsla, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 690
- Sl. sólarhring: 931
- Sl. viku: 6426
- Frá upphafi: 2473096
Annað
- Innlit í dag: 627
- Innlit sl. viku: 5855
- Gestir í dag: 602
- IP-tölur í dag: 589
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Það segir auðvitað upp.
Sigrún Jóna Sigurðardóttir, 19.12.2015 kl. 23:00
Kæri Jón. Það er sannarlega gleðilegt að þessum "farsa" lauk með ánægjulegum hætti fyrir þetta fólk. Við getum alla vegana glaðst yfir því og með því - hvað sem öðru líður. Nóg er nú samt.
Kjartan Sigurbjornsson (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 09:13
Kannski mætti bara leggja útlendingastofnun niður og færa valdið inn í þingið. Það myndi þýða að hælisleitendur myndu sækja um ríkisborgararétt í staðinn fyrir hæli. Að sjálfsögðu yrði að skoða bakgrunn umsækjenda eftir sem áður. En ríkisborgararétturinn sem þannig yrði afgreiddur yrði að vera skilorðsbundinn á þann hátt að ef einstaklingurinn myndi brjóta íslensk lög innan einhverra ára mætti vísa honum aftur úr landi.
Jósef Smári Ásmundsson, 20.12.2015 kl. 10:13
Sæll Jón.
Ertu nokkru betri sjálfur?
Þér fannst full harkalega gengið fram.
Það er ljóst hvert straumurinn liggur
í framhaldi af þessari dæmalausu vitleysu.
En var þetta ekki skiptimynt sem menn komu sér
saman um á Alþingi, - og hvor fylkingin fékk sitt.
Hvað skyldi það nú hafa verið, Jón?!
Húsari. (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 15:06
Til að byrja með er rétt að nefna það að hælisleitandi og ólöglegur innflytjandi er ekki það sama. Albörnku fjölskyldurnar voru hælisleitendur.
En að mínu mati sá sýnir þetta mál einn stóran galla í íslenskri stjórnsýslu. Þann sama og er að hér skuli ekki vera til stjórnalagadóstóll þar sem hægt væri að fá úrskurð um það hvort lagasetning standist stjórnarskrá. Fyrir vikið þarf að láta reyna það fyrir dómstólum með því að setja lögin og ætlst síaðn til að einhver kæri þau á grunvelliþess að þau standist ekki stjórnasrkra. Öðruvís er ekki hægt að fá það á hrein.
Það sama gildir um þær stjórsýslustofnanir eins og Útnendingstofnun sem eiga að úrskurða í ákeðnum málaflokki og eru síðan með yfir sér kærunefnd sem hægt er að kæra úrskurði þeirra til. Við þær aðstæður er það kærunefndin sem þarf á endanum að úrskurða um stefnumarkandi atriði þar með talið skilgreiningu á lögum í þeim tilfellum sem ekki hefur áður reynt á tiltekið lagaákvæði. Við þær aðstæður hefur það skapast sem venja hér á landi að viðkomandi stjórnsýslustofnun tekur ekki af skarið þegar reynir á slík ákvæði heldur einfaldlega hafnar umsókn borgarans og bendir umsækjandanum á að hann geti kært máli til kærunefndarinnar. Í raun er viðkomandi stofnun ekki að taka efnislega á málinu heldur vísa því áfram til kærunefndarinnar til efnislegrar málsmeðferðar. En vissulega sjá lögfræðingar viðkomandi stofnunar um að ræra rök fyrir höfnuninni en það er þá til að færa rök fyrir fyrirframgefinni niðurstöðu en ekki efnisleg meðferð.
Gallinn við þessa aðferð er sá að oft tekur synjuinn þegar gildi og þeir einstaklingar sem í hlut eiga þurfa að búa við það þangað til kærunefndinn hefur komist að niðurstöðu í málinu. Í tilfelli Útlendingstofnunar þá leiðir þetta til að viðkomandi umsækjandi missir rétt til að fá þjónustu frá íslensku heilbrigðiskerfi og einnig að fyrirvinnur fjölskyldunnar missa réttinn til að stunda vinnu. Og þetta ástand getur varað í nokkra mánuði. Í tilfelli albönsku fjölskyldnanna var þetta ekki staða sem þær gátu búið við og voru því tilneyddar til að þyggja ókeypis far aftur til landsins sem þær þó voru að flýa frá.
Annar galli við þetta form er sá að ef kærunefndin snýr síðan við úrskurði viðkomandi stjórnsýslustofnunar þá rýrir það álit almennings á henni og það jafnvel þó sérfræðingar viðkomandi stofnunnar hafi talið yfirgnæfandi líkur á að það yrði niðurstaða kærunefndarinnar en hefi samt talið nauðsynlegt að málið færi þangað til efnislegrar meðferðar og því hafnað umsókninni formsins vegna til að ná fram úrskurði kærunefndarinnar þó þeir hafi talið líkleft að lögum sakvæmt ætti fólkið rétt á því sem það sótti um.
Það væri því mun eðlilegra að hafa lög um slíkar kærunefndir þannig að viðkomandi stjórnsýslustofnanir gætu vísað málum beint þangað telji þær það snúast um stefnumarkandi mál sem marki fordæmi og því eðlilegt að kærunefndin taki á því.
Í tilfelli afgönsku fjölskyldnanna reyndi aldrei á fordæmisgefandi úrskurð kærunefndar vegna þessa glla í málsmeðferðum hjá okkur. Þess vegna vantar ennþá fordæmið varðandi það atriði sem deilan snerist um það er hvort þeirra mál flokkist undir tiltekið ákvæði um dvalarleyfi af mannúðarástæðum í lögum um hælisleitendur. Ef Útlendingastofnun hefði getað vísað málinu beint til kærunefdnarinnar þá hefði það vandamál ekki komið upp.
Hinn möguleikinn væri reyndar sá að láta úrskurð stjórnsýslustofnunarinnar ekki taka gildi ef hann er kærður til kærunefndar en sú leið hefur þann stóra ókost að þá eru líkur á að menn vísi málum til hennar þó þeir viti að það breyti ekki niðurstöðunni bara til að fresta málinu og það stíflar þá fjöla máli hjá kærunefndinni.
En í þessu tiltekna máli er lykilatriðið það að mínu mati að Útlendingastofnun tók málið ekki til efnislegrar meðferðar heldur var í raun að vísa því til kærunefndar til fordæisgefandi úrskurðar. Það að Alþingi skyldi síðan taka málið í sínar hendur með þeim hætti sem gert var er því ekki ávirðing Alþingis gagnvart Útlendingstofnun heldur viðurkenning á að það þurfi að skoða stjórsnýsluna í svona málum. Bæti menn hana nú í kjölfarið þá getur þetta mál ekki verið fordæmisgefandi því það er þá hægt að vísa í það að í þessu máli hefi komið í ljós galli í stjórnsýslu sem búið sé að laga og þess vegna hafi þurft að taka á þeim sértæka vanda í þessu máli.
Sigurður M Grétarsson, 21.12.2015 kl. 13:23
Ekki var ég að segja það Húsari. Ég var ekki að tala um sjálfan mig. Ég hefði þó greitt atkvæði gegn því að Albönunum yrði veittur ríkisborgararéttur miðað við þær aðstæður sem fyrir hendi voru. Það hefur ekkert með manngæsku eða illsku að gera heldur málefnalega afgreiðslu umsókna ólöglegra innflytjenda.
Jón Magnússon, 22.12.2015 kl. 22:00
Sigurður Grétarsson. Ég leyfði þessari færslu að fara inn þrátt fyrir að hún sé margfalt lengri en færslan sjálf. Nenni ekki að elta ólar við allar rangfærslurnar í þessari ritgerð þinni. En hvort sem þér líkar betur eða verr þá voru Albanarnir ólöglegir innflytjendur samkvæmt eðlilegri skilgreiningu.
Jón Magnússon, 22.12.2015 kl. 22:02
Það er ekki mín sterka hlið að vera stuttorður og biðst ég afsökunar á lengd síðsta pistils.
Útlendingastofnun er varla að fjalla um hælisumsókn fólks sem er ekki hælisleitendur heldur ólöglegir innflytjendur.
Það er nú frekar ódýrt að segja bara ég nenni ekki að elta ólar við rangfærslurnar í þér og nefna ekki neitt dæmi um rangfærslu.
Staðreyndin er einfaldlega þessi. Vegna þess að opinberar stofnanir sem hafa kærunend sem hægt er að ræra úrskurði þeirra til geta ekki sjálfar vísað málum til þeirra ef forráðamenn þar telja að um fordæmisskapandi mál sé að ræða og því rétt að láta nefndina móta stefnuna í því máli. Þess vegna er eina leiðin til að fá stefnumarkandi úrskurð frá kærunefndinni sú að hafna umsóknum sem þannig er ástatt um og vona að umsækjandi kæri úrskurðinn til nefndarinnar.
Þetta gerir það að verkum að stofnanir hafna yfirleitt slíkum erindum jafnvel þó sérsfræðingar stofnnarinnar sjálfir túlki lögin þannig að það ætti að samþykkja erindið og myndu fjálfir greiða atkvæði með því að samþykkja það væru þeir meðlimir kærunefndarinnar. EF erindið er samþykkt þá verður niðurstaðan ekki kærð og þar með fæst ekki stefnumarkandi fordæmi nefndarinnar.
Ég spyr því. Ert þú þeirrar skoðunar að þetta sé röng fullyrðing hjá mér að stofnanir sem eru að þessu leyti undir kærunefndum forðist að taka sjálfar stefnumarkandi ákvarðanir og fari því þessa leið þegar um slíkt er að ræða? Ert þú þeirrar skoðunar að það sé ekki til bóta að slíkar stofnanir geti vísað málum án fordæma beint til slíkra kærunefnda til að láta nefndina móta fordæmin?
Sigurður M Grétarsson, 23.12.2015 kl. 09:54
Sæll Jón.
Ég held að hér hafi gerst það sem er því miður allt of algengt, að fólk hefur ekki fyrir því að kynna sér málin til hlítar, og dregur ályktanir af takmörkuðum upplýsingum.
Í þessu tilviki var dregin sú ályktun að vegna ákvæðis í lögum um útlendinga um mannúðarsjónarmið væri stjórnvöldum einhvernveginn skylt að taka á móti öllum sem óskuðu eftir að setjast að hér til að fá heilbrigðisþjónustu niðurgreidda af íslenska ríkinu. Mistökin fólust í því að rugla saman skyldu og heimild, en í umræddu lagaákvæði kemur skýrt fram að einungis er um heimild að ræða en ekki skyldu. Þannig er stjórnvöldum í sjálfsvald sett hvort þau nýta þá heimild.
Gagnrýnin beinist því að röngum aðila. Ef það er vilji fólks að þetta verði skylda, þá yrði að breyta lögunum. Það getur Útlendingastofnun ekki gert heldur yrði Alþingi að gera það.
Tek það fram að ég hef mikla samúð með albönsku börnunum sem eiga í hlut í þessu tiltekna máli. Núna er búið að veita þeim ríkisborgararétt og þá fá þau vonandi þá hjálp sem þau þurfa.
Góðar stundir og gleðilega hátíð.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.12.2015 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.