Leita í fréttum mbl.is

Skrýtin kosningabarátta

Eftir umræðuþátt formannana í gær þá fundust mér aðeins þrír standa almennilega í lappirnar hvað varðar að hugsa heildstætt um þjóðarhag. Það voru þeir Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Benedikt Jóhannesson.

Síðan er að sjá hvort að aðrir kjósendur hafi metið það með svipuðum hætti og gefi einhverjum þessara þriggja atkvæði sitt.

Píratar gerðu B, C og D mikinn greiða með að boða til stjórnarmyndunar. Það þrýsti fylgi yfir til þeirra flokka.

Athyglisvert hvernig Samfylkingarfjölmiðlarnir breyttu allt í einu um afstöðu gagnvart Pírötum og byrjuðu að taka á þeim með sömu tökum og öðru stjórnmálafólki og þá kom í ljós að þeir höfðu ekkert fram að færa. Stóðu sig engan vegin í almennum umræðum og voru ítrekað gripnir í bullu og rangfærslum.

Eftir að hafa horft á umræðuþátt forustumanna smáflokkana í gær þá verð ég að viðurkenna að það voru bara málsvarar Dögunar og Flokks fólksins sem var fólki bjóðandi. Hinir voru eiginlega á sama stað og Pírataþingmaðurinn sem talar um Geimvísindastofun sem mikilvægasta atvinnutækifæri íslenskrar alþýðu.

Eftir að hafa hlustað á frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar þá áttaði ég mig á að hún er bara framboðsflokkur án takmarks né tilgangs.

Nú er að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum, en ekki er ég spámannlega vaxin ef Píratar fá ekki mun minna fylgi en kosningaspár hafa gefið þeim um langan tíma. Ef til vill er það þó bara mín óskhyggja. En sá flokkur er eitt það ömurlegasta sem komið hefur fram á stjórnmálavettvangi landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ólyginn sagði að enginn KR-ingur styddi Framsókn í dag, í von um að fá Willum sem þjálfara á mánudaginn.embarassed

thin (IP-tala skráð) 29.10.2016 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband