2.6.2017 | 10:06
Parísarsamkomulagið og ný nálgun varðandi hnattræna hlýnun.
Náttúruverndarsinninn Björn Lomborg segir að Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem Trump hafnaði í gær sé gríðarlega kostnaðarsamt og hafi litla þýðingu varðandi hnattræna hlýnun.
Lomborg segir, að þrátt fyrir yfirlýsingar þjóðarleiðtoga nú um að standa vörð um Parísarsamkomulagið og fordæming á afstöðu Trump, þá muni þeir þurfa að horfast í augu við óhrekjanlegar staðreyndir varðandi það.
Í fyrsta lagi er Parísarsamkomulagið dýrasta fjölþjóðasamþykkt sem hefur verið gerð. Kostnaðurinn frá 2030 muni nema milli 1 og 2 trilljón dollara á ári, segir Lomborg.
Skv. sáttmálunum á að greiða þróunarríkjum á milli 800 milljarða og 1.6 trilljón dollara á ári. Hætt er við að Angela Merkel, Macron og Trudeau súpi hveljur þegar þau þurfa að taka þann kostnað inn í fjárlög landa, sem í dag safna ríkisskuldum sem kynslóðum framtíðarinnar er ætlað að borga.
Í öðru lagi segir Lomborg að Parísarsamkomulagið hafi mjög lítil áhrif á hlýnun í heiminum og miðað við sjónarmið talsmanna hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum, þá muni heimurinn ekki ná nema um 1% af nauðsynlegum samdrætti kolefnalosunar til að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar frá því sem nú er verði um 1.5 til 2 gráður. Það þýðir að 99% af vandamálinu verður áfram til staðar hvað sem Parísarsáttmálanum líður.
Í þriðja lagi er græn orka ekki til staðar til að taka við af jarðefnaeldsneyti. Umræðan sé öll á bjartsýnisgrunnni, en græn orka sé dýr valkostur og væri ekki til staðar ef ekki kæmu til gríðarlegir styrkir og hátt orkuverð. Spánn eyddi um 1% af þjóðarframleiðslu í endurnýjanlega orku, meira en til æðri menntunar. Þegar þeir drógu úr styrknum var ekki grundvöllur fyrir starfrækslu stærsta meginhluta vindorkuvera í landinu.
Þrátt fyrir að hafa eytt gríðarlegum fjárhæðum í styrki til að auka endurnýjanlega orku og byggja græn orkuver þá e vindorka um 0.5% af heildarorkunotkun og sólarorka um 0.1%. Þrem tilljónum dollara á að eyða skv. Parísarsamkomulaginu til stuðnings endurnýjanlegrar orku til 2040, en þá mundi sólarorka nema um 1% og vindorka um 1.9% af orkuþörf heimsins. Mikill kostnaður og lítill árangur það.
Miðað við þær staðreyndir sem Lomborg bendir á þá er nauðsynlegt að hugsa málið upp á nýtt. Parísarsamkomulagið mun hrynja og hefði gert það hvað sem líður afstöðu Trump af því að það kostar þvílíkar ógnarfjárhæðir og hefur sáralitla eða enga þýðingu varðandi hnattræna hlýnun og byggir ekki vistvæna orkugjafa af neinu viti.
En hvað á þá að gera? Á brotthvarf frá Parísarsamkomulaginu að þýða að engin geri neitt og þjóðir heims skeyti engu um mengun eða eyðingu hráefna? Er einhver sem vill það? Alla vega ekki sá sem þetta ritar.
Hvað sem líður fordæmingu leiðtoga heimsins á afstöðu Trump, þá væri e.t.v. ástæða til að hugsa málið upp á nýtt og leita leiða til að ná betri árangri gegn mengun og sóun í heiminum með minni kostnaði fyrir neytendur og verkafólk, en Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir.
Hvernig væri að auka gríðarlega rannsóknir og þróun á vistvænni og grænni orku til að hún geti raunverulega tekið við í einhverjum marktækum mæli af jarðefnaeldsneyti.
Á síðustu árum eftir að sósíalísk hugsun og sósíalskar lausnir, heltóku stjórnmálamenn Vesturlanda í framhaldi af hruni sósíalismans árið 1989, þá hefur öll áherslan varðandi baráttu gegn hnattrænni hlýnun og mengun byggst á aukinni skattpíningu fólksins og stjórnmálamenn hafa síðan eytt gríðarlegum fjárhæðum í gæluverkefni, sem litlu eða engu hafa skilað. Í stað þeirrar sóíalísku hugsunar og úrræða verður að leggja áherslu á það hvað við sem einstaklingar getum lagt að mörkum og viljum leggja að mörkum.
Hvernig væri að fólk íhugaði rafbílavæðingu í gríðarlega auknum mæli. Ef umhverfisráðherra vildi gera eitthvað raunverulegt þá mundi hún gera samning við ON um byggingu hraðhleðslustöðva með um 50. km. millibili á þjóðvegi 1 til að byrja með og léti okkur rafbílaeigendur borga sannvirði fyrir notkun vega og orku frá ON. Við eigum ekki að fá þetta ókeypis. Þá mundum við neytendur taka þátt í og borga framkvæmd vistvænna orkustöðva og stuðla í leðinni að því að minnka notkun jarðefnaeldsneytis.
Hvernig væri að Neytendasamtökin þegar þau komast út úr innbyrðisátökum og stjórnvöld gengjust fyrir herferð meðal neytenda til að vera ábyrgir neytendur, hafna umbúða- og plastsamfélaginu. Taka þarf upp góða fræðslu um hvaða við getum sem einstaklingar gert til að vernda vistkerfi okkar og draga úr mengun sem mest við getum.
Af hverju bjóða íslensk stjórnvöld ekki fjárfestum að fjárfesta í rannsóknum á vistvænni orku. Við búum nú þegar yfir gríðarlegri þekkingu hvað það varðar og getum með því að sinna rannsóknum og aðstoð við aðrar þjóðir í þeim efnum lagt mikið að mörkum til heimsins alls. Af hverju ekki nálagast viðfangsefnið jákvætt í anda John Lennon og segja það eru ekki vandamál bara lausnir.
Að standa vörð um náttúruna og vinna að því að dregið verði úr mengun þ.m.t.notkun kolefna og jarðefnaeldsneytis er ábyrg afstaða, en það verður að nálgast þá hluti með þeim hætti að það hafi raunveruleg áhrif og sé ekki framkvæmt með þeim hætti að færa trilljónir eftir trilljónir króna frá vinnandi fólki til kommissara Evrópusambandsins og SÞ og fyrirtækja sem þeim eru þóknanleg og fá í dag milljarða í styrki og gríðarlegan ágóða með sölu lotslagskvóta allt á kostnað skattgreiðenda. Það er eitt dæmi um það þegar stórkapítalið og afturhaldið nær sameiginlegri lausn með sósíalistunum allt á kostnað einstaklingsframtaksins og almennings sem og framtíðarinnar.
Ákvörðun Trump gerir það nauðsynlegt hvort sem "ábyrgum stjórnmálamönnum" líkar það betur eða verr, að hugsa þessi mál upp á nýtt þannig að ná megi meiri og betri árangri með minni kostnaði fyrir almenning. Annað gengur ekki.
Það er líka mál til komið að hugsa fyrst og fremst um að vinna gegn mengun og sóun í stað þess að eltast við vísindalegar draugasögur og lausnir glámskyggnrar stjórnmálaelítu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál, Vísindi og fræði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 219
- Sl. sólarhring: 504
- Sl. viku: 4435
- Frá upphafi: 2450133
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Eins og í fíkniefnavandanum er verið að höfuðáherslan á röngum enda, framboðinu, í stað þess að leggja höfuðáhersluna á hinn endann, eftirspurnina.
Það hafa ekki allir, til dæmis ekki ég, fjárráð til að kaupa sér rafbíla, en hins vegar breytti ég um notkun farartækja 19. júlí í fyrra, þegar ég færði 90 prósent af persónulegri notkun minni yfir á tvö létt hjól, 30 kílóa rafreiðhjól og 130 kílóa létt vespuvélhjól sem kemst á þjóðvegahraða um allt land.
Ómar Ragnarsson, 2.6.2017 kl. 18:53
Það sem Á að gera, er eins og Trump er að ... þvinga fyrirtæki á Vesturlöndum til að flytja framleiðsluna aftur til Vesturlanda, í stað þess að greiða þróunarfyrirtækjum triljónir ... sem bara fara í rassvasann á löndum eins og Kína, sem gera EKKERT, og ég meina EKKERT til að sporna við vandamálinu ... annað en senda út herinn til að stöðva verksmiðjurnar á þeim dögum sem þeir telja sig þurfa á þeirri sýndamensku að halda. Þess á milli, er almenningur í Kína að drepast úr þessari eitrun ... og eina "lækningin" sem almenningi býðst er að fara og fá vítamínsprautu i æð.
Hér á vesturlöndum er þegar til staðar, að sporna við eiturspýtingu verksmiðja ... þess vegna á að þvinga fyrirtækinn að flytja framleiðsluna tilbaka, þar sem hægt er að hafa stjórn á henni með lögum sem þegar eru til staðar, í stað þess að leifa einstökum auðkýfingum að auðga sjálfan sig á kostnað barna og fátæklinga.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.6.2017 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.