Leita í fréttum mbl.is

Festung Europa

Angela Merkel kanslari Þýskaland lýsti því yfir á bjórtjaldshátíð í München fyrir nokkru að Evrópa yrði að hugsa málin upp á nýtt þar sem meginlandið hefði ekki lengur stuðning af Bretlandi eða Bandaríkjunum.

Merkel hefur stýrt málum með  þeim hætti, að hún hefur búið sér til óvin í Rússum og fengið Evrópusambandsríki til að fara í viðskiptastríð við Rússland. Nú gerir hún og félagar hennar í Evrópusambandinu atlögu að Bretum og krefjast vinaslitabóta vegna Brexit, sem er umfram allt óhfóf,  á sama tíma og hún málar Trump og Bandaríkin verstu litum sem einn stjórnmálamaður á friðartríma málar æðsta mann annars ríkis.

Ekki einu sinni Erdogan eða Pútín hafa fengið aðra eins yfirferð af hálfu Merkel og Trump.

Á sama tíma og Merkel treður illsakir við Rússa, Breta og Bandaríkjamenn þá ítrekar hún þá stefnu sína hvort sem er við bjórdrykku eða án hennar,  að gera Evrópuríki á meginlandinu enn nátengdari og standa saman gegn þeim ríkjum sem ekki er arðandi upp á lengur, Rússland, Bretland og Bandaríkin.

Óneitanlega hljóma þessi brigslyrði og oflátungsskapur Merkel frekar illa í eyrum. Hún verður að sætta sig við að annað fólk má líka hafa skoðanir ekki bara hún og Soros.

Þetta er  ekki einsdæmi með þýska kanslara að vilja byggja upp Festung Europa til að halda Rússum, Bretum og Bandaríkjamönnum frá sér. En það fór ekki vel. Vægast sagt afar illa.

Þó ekki sé verið að líkja Merkel með neinum hætti við þá sem um miðja síðustu öld töluðu um Festung Europa, þá kennir sagan okkur samt ákveðin sannindi ef fólk vill skoða hana með eðlilegum hætti m.a. það að hvers öflug sem ríki eru eða ríkjasambönd, þá skiptir samt máli að umgangast granna sína með virðingu og efna ekki til óvinafagnaðar að nauðsynjalausu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Jón. Ekki tel ég að Angela merkel sé í einhverskonar ósátt við Bandaríkjaforsetann núverandi. Ég veit ekki betur en að dóttir Dónalds Trump Bandaríkjaforseta sé í mjög sáttu samstarfi við Angelu Merkel Þýskalands kanslara?

Við ættum ekki stofna til umræðustríðs múgæstra andstæðra valda afla með staðhæfingum  sem ekki eiga sér neina staðreyndarstoð í raunveruleikanum.

Nóg er nú samt af ófriðar fullyrðingum og marklausum staðhæfingum sumra hér í heimi, þó við séum ekki að hvetja til pólitísks múgæsingsósættis milli stórveldanna.

Hæstaréttarlögmenn bera meiri ábyrgð á að vanda sín orð og verk innan ramma réttlætisins, heldur en við fáfróður almenningur. Það veit ég að þú skilur mjög vel sem valdamikill lögmaður á Íslandi, Jón Magnússon.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.6.2017 kl. 00:02

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það var stefnumarkandi yfirlýsing hjá kanzlaranum, að nú yrðu ríki meginlandsins að reiða sig á sig sjálf, því að Engilsöxunum væri ekki lengur hægt að treysta.  Þetta er í raun áskorun á Evrópuríkin, utan Bretlands og Rússlands, að fylkja sér að baki forystu Þýzkalands um málefni álfunnar.  Þetta spannar líka varnarmálin, enda er þegar farið að efla Bundeswehr, Luftwaffe og die Flotte, en áhrifin á samstarfið innan NATO geta varla orðið góð, því að þar hafa Engilsaxar myndað hryggjarstykkið.  Sennilega verður nú farið að byggja upp hernaðarvæng ESB.  Munu Þjóðverjar geta reitt sig á kjarnorkuskjöld Frakka þar ?  Ekki til lengdar.  Þetta er merkileg þróun í ljósi sögunnar, en þarf engum að koma á óvart. 

Bjarni Jónsson, 4.6.2017 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1858
  • Frá upphafi: 1429121

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1690
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband