Leita í fréttum mbl.is

Afhverju?

Af hverju fær íslenskt skólakerfi falleinkunn  í Pisa könnunum ár eftir ár? Af hverju er ekkert raunhæft gert til að breyta því.

Þegar lélegur árangur íslenskra nemenda kom ítrekað í ljós varð umræðan með þeim hætti sem að Nóbelsskáldið Halldór Laxnes vísar til að einkenni íslendinga, orðræðan einkenndist af orðhengilshætti og innistæðulausum fullyrðingum. 

Í fyrstu var því haldið fram að þessi slaki árangur stafaði af því hve launakjör kennara væru lág. Í öðru lagi var sagt að það væru fleiri nemendur á hvern kennara en í flestum OECD löndum og loksins var sagt að þessar Pisa kannanir væru ekki að mæla rétt og væru okkur mótdrægar. 

Árið 2017 kom í ljós að 15 ára íslenskir grunnskólanemendur eru með verstu útkomu allra þjóða í Pisa könnuninni í lestri, stærðfræði og raungreinum. Þriðjungur drengja getur ekki lesið sér til gagns. Skólakerfið fær algjöra falleinkun.

Árið 2015 voru 6.4 nemendur á hvern starfsmann í grunnskólum og 9.5. á hvern kennara skv. tölum frá Hagstofunni. Í hinum OECD löndunum eru að jafnaði 13 nemendur á hvern kennara. Þá liggur líka fyrir skv. sömu tölfræðilegu heimildum, að kostnaður á hvern grunnskólanema hér á landi er t.d. helmingi meiri en í Bretlandi. Falleinkun íslenskra nemenda er því ekki að kenna fjárskorti né of fáum kennurum. 

Hvað er þá vandamálið? Voru íslendingar svona aftarlega í röðinni þegar Drottinn útdeildi gáfunum? Eða er eitthvað að, sem hægt er að lagfæra? Miðað við getu og hæfni sem íslenska þjóðin hefur ítrekað sýnt, þá er næsta fráleitt að halda því fram að við séum miður gefnir en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Sú staðreynd stendur samt óhögguð, að íslenskir grunnskólanemendur eru lakastir allra í Pisakönnunum. 

Á sínum tíma var horfið frá því að raða fólki í bekki eftir getu og færni. Í staðinn var tekin upp stefna sem byggði á þeirri þá sænsku óskhyggju að öllum ætti að líða vel í skólunum og skólastarfs ætti að snúast um það. Skólinn sem menntastofnun varð því afgangsstærð. 

Í framhaldi af því var kerfinu breytt í skóla án aðgreiningar þar sem öllu ægir saman. Í sömu bekkjardeild er því  ofurgáfað fólk og nánast þroskaheft og allt þar á milli. Kennari sem fær það verkefni að kenna slíkum bekk hefur ekki möguleika á að sinna nemendum eftir þörfum og getu þeirra. Kennslan fer fram á forsendum þeirra sem minnst geta og tímanum eytt til einskis fyrir hina. 

Vissulega má halda því fram að íslensk heimili hafi brugðist nauðsynlegu fræðsluhlutverki sínu. En það á líka við mörg heimili í viðmiðunarlöndunum ekkert síður en hér. 

Af lýsingum margra skólastarfsmanna, þá virðist verulega skorta á viðunandi aga í skólum og fráleitt að nemendur geti verið með farsíma eða leikjatölvur í tímum. 

Skipulag grunnskólastarfs á Íslandi virðist því vera með þeim hætti, að árangur nemenda er óviðunandi. Starfsaðstæður kennara eru óviðunandi og kerfið er allt of dýrt. 

Hvað á menntamálaráðhera að gera þegar þessar staðreyndir blasa við? Skipa starfshóp, sem skilar skýrslu um það leyti sem hún lætur af störfum? Það er hið hefðbundna sem vanhæfir gasprarar gera. En hér skal tekið fram að ég hef meiri væntingar til Lilju Alfreðsdóttur en það. 

Menntamálaráðherra þarf því að drífa sig heim úr partýinu í Suður Kóreu þar sem hún gegnir engu hlutverki öðru en að skemmta sjálfri sér. Stjórnmálastarf er ekki bara að vera í partýinu og stjórnmálamanna verður ekki sérstaklega minnst fyrir það. Ástandið í skólamálum hér er þannig að menntamálaráðherra gæti tekið þannig til hendinni að eftir væri tekið. Þar er helst að nefna að íslenskir unglingar stæðu jafnfætis unglingum í nágrannalöndum að færni og þekkingu. Nám til stúdentsprófs yrði stytt þannig að íslenskir nemendur væri jafngamlir þegar þeir yrðu stúdentar og námsfólk á hinum Norðurlöndunum eða 18 ára.

Þar til viðbótar mætti spara stórfé ef horfið yrði frá þeirri ruglkenningu að hægt sé að reka viðunandi menntastofnun með bekkjarkerfi án aðgreiningar. Aðalatriðið er að skólarnir séu menntastofnanir og þjónusti nemendur sína með þeim hætti að þeir hafi viðunandni kunnáttu til að byggja sér farsæla framtíð sem menntað fólk og hafi færni til að takast á við verkefni sem koma upp í lífinu í síbreytilegu þjóðfélagi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"EFTIR HÖFÐINU DANSA LMIRNIR". (Segir máltækið).

Beinið kastljósinu að forseta íslands er hans embætti ekki að þiggja 300 milljónir á ári fyrir að vera í hlutverki hirðarins sem  á að leiða hjörðina hinn rétta veg inn í framtíðina?

Jón Þórhallsson, 11.2.2018 kl. 11:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Janteloven sem heimta að allir fái bikar óháð frammistöðu og árangri hafa drepið allan metnað og áskorun. Þau eru í hávegum höfð á norðurlöndum svo það eitt skýrir ekki af hverju við erum afturreka í menntamálum (ekki bara í grunnskólum heldur líka á háskólastigi þar sem sprengmenntað fólk er óskrifandi á Íslensku)

Eg hef grun um að þetta sé foreldravandamál. Foreldrar fela skólum alla uppeldisábyrgð og aðhald og sakast við skólana ef allt gengur ekki upp. Lélegur árangur nemenda er ekki flokkaður á ábyrgð nemenda né foreldra heldur skólakerfisins í heild án þess að nokkur geti bent á það hver pottur sé brotinn. Þessi umræða um Pisa er glöggt sæmi um það hvernig "skólakerfið" er gert að blóraböggli fyrir sinnuleisi og aðhaldsleysi foreldra. 

Það að framtaksleysi og slugs sé verlaunað jafnt góðri frammistöðu vegur sennilega þungt þar eins og víðar, en þetta hugarfar um að hið opinbera sé ábyrgt í öllu og að aðrir séu fórnarlömb þess þarf að breytast. Ábyrgðin er heimafyrir. Kannski þarf að koma á foreldraskyldu jafnt skólaskyldu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.2.2018 kl. 16:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski liggur hnífurinn grafinn í sósíalmarxisma jafnaðarstefnunnar þar sem gengið er gegn náttúrulögmálum í nafni jöfnuðar á öllum sviðum. Í því draumaríki er skilyrði að allir séu öreigar í efni sem anda. Alræði örvitanna samhliða alræði öreiganna. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 11.2.2018 kl. 17:01

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Falleinkuninn, er vegna þess að í Íslensku þjóðfélagi (allavega í minni tíð), þá tíðkaðist að menn yrðu að læra og kunna þetta.

Erlendis ... not so much.  Skólakerfi Svíþjóðar, er ekki til fyrirmyndar ... en það skín ábyggilega í gegn, í könnunum. Hér er mönnum hampað, en kvartanir margra erlendra um að "Svíar" komist upp með kunnáttuleysi, en útlendingar verði að læra þetta ... er ekkert á vantleysu reist. Á sér stoð í raunveruleikanum.  Í danmörku, var heill bekkur  hafinn upp um tvö stig ... því föreldrarnir kvörtuðu yfir að krakkarnir hefðu ekki lært námsefnið, og kenndi kennurunum um.

Það getur vel verið, að svona "kennsla" er æskileg á Íslandi ... meðal "góða fólksins".

Örn Einar Hansen, 11.2.2018 kl. 17:59

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Jón

Ég tek heilshugar undir með þér. Ég vil þó hnykkja á skorti á aga. Það virðist vera að skólar og þar með kennarar auk foreldra þori ekki lengur að aga börnin þegar þess er þörf.

Annað sem ég vil nefna er sú árátta að vera sí og æ með alls konar uppákomur og verkefni sem koma kennslu lítið eða ekkert við og það oft á skólatíma, þeim tíma sem á að vera tími fræðslu og lærdóms. Það fer mikill tími og orka í slíkar uppákomur sem skilar engu í aukinni þekkingu eða skilningi nemenda. Kennarar eru oft búnir á því í lok skóladags.

Það er kominn tími til að viðurkenna að þær breytingar sem gerðar voru á skólakerfinu fyrir einhverjum árum síðan hafa algerlega mislukkast. Það þarf að stokka þetta kerfi algerlega upp á nýtt og skipuleggja á þann vega að það sé öllum til góðs, skólum, kennurum, nemendum og heimilum, jafnvel að hverfa aftur til þeirra aðferða sem fyrir voru áður en núverandi kerfi var tekið upp.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.2.2018 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 216
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4432
  • Frá upphafi: 2450130

Annað

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 4126
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband