Leita í fréttum mbl.is

Ætla æðstu menn þjóðarinnar að sýna landsliðinu í knattspyrnu fyrirlitningu?

Landslið Íslands í knattspyrnu náði þeim einstæða árangri að öðlast rétt til þáttöku í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem hefst í dag i Rússlandi. Það var afrek sem vakti athygli um víða veröld. Fólk um allan heim spyr hvernig fer jafn fámenn þjóð að því að eiga slíkt afrekslið í knattspyrnu og Ísland. Ætla hefði því mátt, að æðstu embættismenn þjóðarinnar, forseti lýðveldisins og jafnvel einhverjir ráðherrar teldu eðlilegt að sýna landsliðinu virðingu og veita því stuðning. En svo er ekki.                                                          

Ákvörðun hefur verið tekin af pólitískri skammsýni af ríkisstjórninni að hvorki forseti né ráðherrar sýni afreksfólkinu okkar tilhlýðilega virðingu allt í þeim tilgangi að viðhalda þeim pólitíska hráskinnaleik, sem ríkisstjórnin hefur efnt til gagnvart ríkisstjórn Rússlands, sem kostar okkur nokkra milljarða á ári og er gjörsamlega tilefnislaus.

Sú var tíðin að Ísland átti afreksfólk sem keppti á Olympíuleikunum í Peking í Kína árið 2008. Þá fannst íslenskum ráðamönnum við hæfi að sækja þá leika þrátt fyrir víðtæk mannréttindabrot kínverskra stjórnvaldas auk annars. Formanni Viðreisnar fannst einnig við hæfi á þeim tíma sem menntamálaráðherra að fara tvívegis til Kína á kostnað skattgreiðenda og bauð með sér í síðara skiptið á kostnað skattgreiðenda eiginmanni sínum sem þá var einna hæst launaði stjórnandi í stærsta fjármálafyrirtæki landsins. Ferðirnar til Kína orkuðu tvímælis.

Það er með ólíkindum að jafn góður maður og gegn og Guðni Th. Jóhannesson forseti skuli taka það í mál, að láta ríkisstjórnina setja á sig ferðabann og hefði honum verið sæmra að segja eins og merkasti Oddaverjinn forðum daga. "Heyra má ég erkibiskups dóm, en ráðinn er ég í að hafa hann að engu." og halda síðan rakleiðis til Moskvu og sýna landsliðinu okkar eðlilegan og sjálfsagðan heiður. 

Ég skora á forseta lýðveldisins að sýna landsliðinu í knattspyrnu þann heiður sem það á skilið. Minna má það ekki vera.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Skammsýni er rétt til orða tekið, það væri vert fyrir þjóðina að rekja garnirnar úr þingmönnum sem "brjóta" grunnlög landsins og eru því í orði og verki "landráðamenn".

LANDRÁÐAMENN

Er rétta orðið yfir þá... svikarar við þjóðina.

Örn Einar Hansen, 14.6.2018 kl. 22:10

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Forsetafrúin mætir. Bóndinn upptekinn við að heiðra Jón Sigurðsson og er það vel. Fótbolti getur ekki komið í stað Jóns Sigurðssonar. Sá held ég væri stoltur af strákunum okkar.

 Hvað varðar hérlenda stjórnmálamenn og konur, þegar kemur að heimsmeistaramótinu, þá er sennilega ekki við miklum stuðningi að búast, enda hríðskelfur þingheimur allur, undir ægivaldi evrópusambandsins og viðskiptaþvingana þess, gagnvart Rússlndi. 

 Dug og andlitslausara þinglið hefur aldrei í sögu Lýðveldisins Íslands setið á Alþingi.

 Áfram Ísland!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.6.2018 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 817
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband