Leita í fréttum mbl.is

Eru bara sumir verðugir launa sinna?

Gjörskyggnir Íslendingar gerðu sér grein fyrir því, að kæmi til þess, að alþingisfólk tæki sér 44% launahækkun skv. niðurstöðu Kjararáðs um launakjör alþingisfólks og háembættismanna, þá mundi það leiða til ófarnaðar í þjóðfélaginu. 

Sumir urðu til að vara við þ.á.m.Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri, sá sem þetta ritar og margir fleiri. En stjórnmálastéttin lét sér þau varnaðarorð í léttu rúmi liggja. Pólitísk samstaða myndaðist um það á Alþingi að þingmenn tækju sér 44% launahækkun.

Í frétt í Fréttablaðinu í dag segir fyrrum fjármálastjóri Alþingis Karl M. Kristjánsson frá því þegar hann var kosinn í sveitarstjórn í litlu hreppsfélagi við höfuðborgina, þá hafi hann séð, að þar höfðu sveitartjórnarmenn hækkað greiðslur til sín og nefndarlaun um það sama og alþingisfólk skammtaði sér.

Karl bendir á, að á sama tíma hafi laun fólksins sem vinnur fyrir sveitarstjórnirnar ekki fengið neina launahækkun. Sama gildir raunar um ríkisstarfsfólk. Þrátt fyrir að þingfólk hafi hækkað laun sín um 44% þá datt því ekki í hug, að skrifstofulýðurinn hjá ríkinu eða aðrir launaþrælar þar á bæ ættu rétt á nokkurri launahækkun í líkingu við fína fólkið á Alþingi eða í sveitarstjórnum.

Þá hefur komið í ljós að bæjar- og sveitarstjórar höfðu tekið sér gríðarlegar launahækkanir víða jafnvel umfram það sem Kjararáð skenkti alþingisfólki svo rausnarlega. 

Finnst stjórnmálastéttinni virkilega skrýtið að almennt launafólk telji sig eiga rétt til kjarabóta til jafns við það fólk, sem að hluta til mundi ekki einu sinni fá vinnu væri það á hinum almenna vinnumarkaði og engin nein ofurlaun?

Hætt er við að stjórnmálafólk sem þannig hagar sér þrjóti örendið fyrr fremur en síðar. Alla vega ættu kjósendur að hlutast til um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 4115
  • Frá upphafi: 2427915

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 3806
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband