Leita í fréttum mbl.is

Vondu kapítalistarnir og bjórinn.

Í frábærum þætti Veröld sem var sem sýndur var um helgina í sjónvarpinu var fjallað um fyrirbrigðið bjórlíki og afnám banns við bjórsölu. 

Vafalaust finnst mörgum skondið í dag, að það skuli hafa verið leyft að drekka sterk vín, meðalsterk vín og létt vín, en ekki bjór. En það tók heldur betur tíma að ná meirihluta stuðningi á Alþingi við að leyfa bjórinn. 

Í ofangreindum þætti var viðtal við Guðnýju Halldórsdóttur vegna bjórbannsins, en faðir hennar Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxnes var einlægur stuðningsmaður þess að bjórinn yrði leyfður. Í viðtalinu sagði Guðný að vondir kapítalistar hefðu staðið á móti því að bjórinn yrði leyfður. Það er rangt. Það voru góðir kapítalistar, sem náðu því fram.

Fyrst flutti Pétur Sigurðsson frumvarp til breytinga á áfengislögum þess efnis, að bjór yrði leyfður. Síðan flutti ég frumvarp um að bjór yrðu leyfður og það í tvígang og þeir sem voru meðflutningsmenn á frumvarpinu sem fór í gegn með breytingum voru þeir Ingi Björn Albersson og Geir H. Haarde eða allt þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þannig að fyrirstaðan var ekki hjá kapítalistunum Guðný. 

Staðreyndin er líka sú að lengi vel var einn flokkur sem skar sig úr og hafði flokkslega afstöðu gegn því að bjór yrði leyfður en það var Alþýðubandalagið helsti andstöðuflokkur okkar kapítalistanna, en mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins greiddi ávallt atkvæði með því að bjór yrðu leyfður í landinu.

Það hefði því verið réttara hefði Guðný sagt að það hafi verið vondu kommarnir sem voru á móti því að fólk nyti frelsisins, en kapítalistarnir hefðu barist þá sem fyrr fyrir frelsinu.

Halldór Kiljan Laxnes, var eins og áður sagði einlægur áhugamaður um að bjórinn yrði leyfður og var að því leyti í andstöðu við flokkinn sem eignaði sér hann. Hann skrifaði ítrekað greinar í blöð því til stuðnings og hafði nokkrum sinnum samband við mig eftir að ég flutti frumvörp um að leyfa bjórinn og lagði mér margt til, sem ég notaði í framsöguræðu mína í málinu á Alþingi á sínum tíma með leyfi höfundar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

En er það ekki einmitt rétt að vondir kapitalistar hafi verið á móti bjórnum?

Ég veit eki betur en Steingrímur J., sá alkunni klúðrari, hafi verið á móti bjórnum, og er hann sá lélegasti kapitalisti sem ég held búi á landinu.  Mjög vondur kapitalisti það, kann ekkert með pening að fara.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.9.2018 kl. 15:30

2 Smámynd: Jón Magnússon

Í sjálfu sér rétt Ásgrímur, en ég hygg að Guðný hafi ekki átt við slíkt fólk þegar hún talaði um vonda kapítalista. Heldur eitthvað vont íhaldsfólk. 

Jón Magnússon, 25.9.2018 kl. 17:45

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég vildi ekki skemma strámanninn fyrir henni.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.9.2018 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 265
  • Sl. sólarhring: 780
  • Sl. viku: 4086
  • Frá upphafi: 2427886

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 3782
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband