Leita í fréttum mbl.is

Gagnrýni refsiverð

Samningurinn um réttindi innflytjenda, sem íslenska ríkisstjórnin ætlar að undirrita á morgun fyrir Íslands hönd felur í sér, að gagnrýni á fólksflutninga sé glæpsamleg. Sú stefnumörkun ein hefði átt að leiða til þess, að ríkisstjórnir lýðræðisríkja segðu nei við getum ekki samþykkt þetta. 

Fleira kemur til. Samningurinn felur í sér yfirlýsingar, sem veikja þjóðleg landamæri og lýsir fjölda innflutning á fólki eðlilegan. Línan á milli þess hvað er löglegur innflytjandi og ólöglegur er ómarkviss.

Engin í hinum vestræna heimi bað um svona samning. Þetta er samningur, sem stjórnmálaelítan hefur sýslað með og tilraun Sameinuðu þjóðanna til að ná til sín enn meiri völdum í þessum málum.

Nánast hvergi í Evrópuríkjum hefur samningurinn verið til umræðu og fólk í Evrópu vissi ekki af honum fyrr en kom að því að undirrita samninginn. Þar sem umræða hefur orðið um hann í framhaldi hefur það leitt til þess að ríki hafa neitað að undirrita hann eða hann hefur valdið pólitískri ólgu og deilum. 

Hér á landi var þess vandlega gætt, að engin pólitísk umræða færi fram um samninginn. Sú skoðun hefur verið sett fram til að réttlæta þetta, að samningurinn sé viljayfirlýsing og ekki bindandi og það eigi að ræða hann frekar á þingi Sameinuðu þjóðanna. Þetta er ómerkilegt yfirklór og ekki sæmandi fólki sem telur sig vera lýðræðissinna. 

Þegar samningurinn hefur verið undirritaður og pólitíska elítan hefur einu sinni enn náð að kúga borgara Evrópu, mun hann fara í farveg elítunnar hjá Sameinuðu þjóðunum og ljóst að yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna er mikið í mun að hann verði samþykktur. Það verður ekki gefinn neinn kostur á því að nokkur vitræn pólitísk umræða fari fram um samninginn þá frekar en nú. Almenningur í Evrópu á ekki fulltrúa á þingi Sameinuðu þjóðanna. Þar ríkir alþjóðlega pólitíska elítan nánast öll eins og snýtt út úr sama nefinu.

Undirritun Íslands á morgun þýðir að pólitísk elíta landsins telur ekki þörf á að tala við fólkið í landinu um mikilvæg þjóðréttindi landsins og með hvaða hætti móta eigi framtíðarsýn fyrir landið. 

Rikisstjórnarfokkarnir, sem bera ábyrgð á þessu hafa í raun sagt sig frá því að vera marktækir lýðræðisflokkar og gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar.

Þeir eru ekki að setja hagsmuni Íslands í fyrsta sæti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er talað um að "við" eigum að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist í heimalöndunum að fólk leggi land undir fót. Hljómar vel? Nei. Lífskjör og velferðarkerfi vesturlanda hafa gríðarlegt aðdráttarafl, auk góðra laun og mannréttinda.

Á að skera velferðina niður og lækka laun til að koma í veg fyrir að fólk komi nema í brýnustu neyð? Er það markmiðið?

En stjórnvöld munu sjálfsagt fá nákvæmar leiðbeiningar hvað samningurinn þýði í raun, hversu há óútfyllta ávísunin eigi að vera og hverju við þurfum að afsala.

Hvað ef "okkur" tekst ekki að "jafna" kjörin í heiminum? Eigum við þá að taka á móti öllum sem vilja koma af því að það eru mannréttindi þeirra að fá að koma og að sama skapi brot á mannréttindum að veita þeim ekki landvist og húsaskjól.

Hefur samningurinn verið þýddur á íslensku? 

Benedikt Halldórsson, 10.12.2018 kl. 21:33

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er hreint og beint skelfilegt að fylgjast með embættismannaelítunni hrauna yfir lýðræðið þessi dægrin. Þessi undirskrift í Marokkó fer fram án svo mikils sem pústs af umræðu.  

Hvort hlandhausinn utanríkisráðherra vor, eða annað kerfislægt embættismannsgerpi skrifar undir svona óværu, skiptir ekki máli.  

 Samningur þessi felur í sér mjög einfalda hluti. Hingað geta allir komið, til gagns eða ills, því fáráðlingar hafa tekið völdin. Dirfist einhver gagnrýna verknaðinn er sá hinn sami talinn lögbrjótur og tugthúslimur gerður. Gagnrýni er bönnuð með lögum og aumingjum og auðnuleysingum gert kleyft að hola samfélagið að innan sem utan, án athugasemda. Til hamingju "Sjálfstæðisflokkur" sem skreitir sig fölskum fjöðrum þessa dagana. Annað eins fjandans ruslaralið hefur trauðla vaðið uppi í nokkrum stjórnmálaflokki, sem forysta Sjálfstæðisflokksins gerir í dag.

 "Ísland mun ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu" úr kjafti Þistilfjarðarkúvendingsins, daginn fyrir kosningar 2009, bliknar í samanburði við skæruverk Sjálfstæðisforystunnar dægrin þau síðustu. Annað eins hyski hefur aldrei getað flaggað flokksskírteini Sjálfstæðisflokksins, enda krataskitur með hori og slefi upp til hópa. Afsakaðu orðalagið Jón og hentu mér út í hafsauga ef þú vilt. Það gjörsamlega sýður á mér.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 10.12.2018 kl. 22:52

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Jón

Jaðrar þetta mál og orkupakkamálið ekki við landráð???

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.12.2018 kl. 11:44

4 Smámynd: Egill Vondi

Mér finnst nokkuð eftirtektarvert að þegar þessi samningur kom í ljós fóru fjölmiðlar að leggja allan fréttatímann undir Klausturmálið svonefnda. Mótmælamönnum var smalað saman til að baula á Austurtorgi og kæfði þetta í raun alla umræðu um flóttamanna samninginn (sem og orkupakkann) einmitt þegar þurfti að tala um hann.

Nú held ég því ekki fram að Klausturmálið hafi verið tilbúningur, en ég tel það tvímælalaust að það hafi verið notfært grimmt í þessum tilgangi.

Skömmu síðar var farið að tala um hvort landsmenn teldu mikilvægt að koma á nýrri stjórnarskrá. Og menn mega ekki gleyma að í þeirri stjórnarskrá er ekki ákvæði um að Ísland sé fullvalda ríki, enda var hún fundin upp til að troða Íslandi inn í ESB. Hins vegar er þar milill bálki um að ekki megi svipta fólk ríkisfangi og að ekki megi mismuna vegna hvar fólk er upprunnið. Líta skal á þetta í gefnu samhengi flóttamannasamningsins sem kemst væntanlega í gang á næsta kjörtímabili.

Þetta sýnir eftirfarandi:

    • Stjórnmálamenn á Íslandi fyrirlíta almenning.

    • Fréttamenn eru meðvirkir.

    • Mikið er um pukur á milli þeirra á bak við tjöldin.

    Egill Vondi, 11.12.2018 kl. 15:46

    5 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

    Yfirgengilegt ábyrgðarleysi óvarkárrar ríkisstjórnar sem lætur SÞ draga sig á asnaeyrunum til að samþykkja þennan samning, sem brýtur á móti stjórnarskrá-vörðu tjáningarfrelsi og fullveldi þjóðarinnar. Þessi ríkisstjórn lætur sig engu varða vilja þjóðarinnar. Orðið Lýðræði er gjaldfellt í hugum þessa fólks. Það að gagnrýna óhefta fólksflutninga og þennan samning sé gert refsivert hefði átt að klyngja viðvörunarbjöllum í hugum þessa fólks. En af einhverri furðulegri ástæðu ákveða þau að vera algerlega auðsveipin undir vilja SP.

    Steindór Sigursteinsson, 11.12.2018 kl. 19:12

    6 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Úr tíunda kafla almennra hegningarlaga, nr 19/1940, með síðari breytingum:

    "X. kafli. Landráð.
    86. gr.  Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með [...] svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt."

    Vilja ekki bæði utanríkisráðherrann og varaformaður Sjálfstæðisflokksins framselja bæði framkvæmdavald og dómsvald í orku- og auðlindamálum undir Evrópusambands-stofnanir (ACER og ESB-dómstólinn í Lúxemborg) og þjóna þeirra ("landsreglarann" o.fl.)? 

    Vilja ekki bæði fyrrverandi dóms- og menntamálaráðherra (núverandi formaður 3ja manna nefndar til að leggja mat á EES-samninginn og áhrif hans) og ritari Sjálfstæðisflokksins framselja framkvæmda- og löggjafarvald yfir landamærum okkar og ríkisborgurum, með því meðal annars að glæpavæða frjálsa tjáningu í töluðu orði og rituðu?

    En aftur að grein Jóns Magnússonar. Hér skrifar skarpur maður, sem kann að leggja saman tvo og tvo og álykta rétt og talar ekki úr í bláinn um þessi mál eins og Áslaug Arna, því að ólíkt meiri er yfirsýn og reynsla Jóns en hennar og skilningur á lagatextum og hvernig alþjóðasáttmálar hafa gegnum tíðina mótað löggjöf okkar og dómaframkvæmd.

    Ég tek undir allar hans ábendingar og niðurstöður hér.

    Jón Valur Jensson, 11.12.2018 kl. 20:02

    7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

    Halldór Egill er búin að segja það sem ég hefði sagt.

    Aldrei í Íslandssögunni, hefur annað eins aumingja og

    rusl lið setið á Alþingi.

    Þegar þetta hyski reynir svo að reyfa mál um það, að auka

    þurfi virðingu Alþingis, þá er bara ein leið fær til

    þess að það takist. Hún er sú að allt þetta lið hundskist út

    úr þinghúsinu og láti okkur almenning aldrei sjá þeirra

    ásjónu meir. Þá er kannski von, að fólk fari að bera

    virðingu fyrir þessu Alþingishúsi, sem í dag er hringleika

    hús vitleysinga.

    Svo einfallt er það.

    Sigurður Kristján Hjaltested, 11.12.2018 kl. 20:36

    8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

    Ríkisstjórninni þótti ekki ástæða til að ræða fyrirhugaða fundarsetu né undirritun samþykktar SÞ og ekki þótti stjórnarandstöðunni tilefni til að kalla eftir umræðum um málið á þingi. Hver skyldi ástæða þess vera??????

    Tómas Ibsen Halldórsson, 12.12.2018 kl. 11:05

    9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Þetta lið hefur þegar gengið fram af okkur,eigum við ekkert ráð til að snúast til varnar? Ég er sjóðandi tryllt og blóð langar að berja lóminn þegar engan annan má berja til þess að trappa mann niður.

    Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2018 kl. 13:55

    10 Smámynd: Júlíus Valsson

    Þessi ríkisstjórn kemur okkur stöðugt skemmtilega á óvart. 

    Júlíus Valsson, 12.12.2018 kl. 19:50

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Jón Magnússon
    Jón Magnússon

    Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

     

    Eldri færslur

    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (27.1.): 671
    • Sl. sólarhring: 924
    • Sl. viku: 6407
    • Frá upphafi: 2473077

    Annað

    • Innlit í dag: 608
    • Innlit sl. viku: 5836
    • Gestir í dag: 583
    • IP-tölur í dag: 570

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband