Leita í fréttum mbl.is

Þess skal gætt að ráðast ekki að rótum vandans

Fyrir skömmu var ráðist á þingmann þýska flokksins Alternative für Deutschland, sem berst m.a. fyrir skynsamlegri innflytjendastefnu. Þrír menn réðust á hann og hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þetta var alvarlegasta árásin af mörgum á stjórnmálafólk og trúnaðarfólk flokksins. 

Svo merkilega vill til að þýska leyniþjónustan telur skynsamlegast í kjölfar árásarinnar að efla eftirlit með flokknum og starfsemi hans til að upplýsa um það hvort þar finnist hægri öfgamenn. Viðbrögð yfirvalda eru ekki að bregðast við ofbeldinu og koma í veg fyrir að stjórnmálafólk sé í hættu heldur að taka upp virkt eftirlit með þeim sem ráðist er á. 

Þetta er í samræmi við annað sem lögregluyfirvöld hafa gert í Evrópu, þar sem það þykir rétt, að ráðast á þá sem benda á vandamálin í stað þess, að taka þá fyrir sem valda vandamálinu.

Þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur franska grínblaðsins Charlie Hebdoe og myrtu 14 úr ritstjórn blaðsins og hrópuðu vígorðið; "Allahu Akbar" á leið út eftir ódæðið, þá voru viðbrögð lögreglunnar í Bretlandi, að safna saman upplýsingum um alla áskrifendur blaðsins í Bretlandi eins og líklegt væri að þeir mundu grípa til ódæðisverka.

Sama er að segja um ítrekaða aðför lögreglu í Bretlandi að Tommy Robinson, sem stendur í varnarbaráttu fyrir lýðréttindum, en láta alla þá prédikara í moskum Bretlands, sem hrópa yfir fullum moskum aftur og aftur, að það sé skylda múslima að drepa alla þá sem hafa villst af trúnni og stundi guðlast. Svo ekki sé minnst á hvað gera eigi við gyðinga. Þau hatursyrði fara framhjá yfirvöldum vítt og breitt í Evrópu - Enda greinilega meira í húfi að vinna gegn meintum hægri öfgum þó svo að þær meintu öfgar frá AfD hafi ekki skaðað einn eða neinn. 

Enn þess skal gætt, að ráðast ekki að rót vandans og uppræta þær öfgar sem staðið hafa fyrir hryðjuverkaárásum vítt og breitt í Evrópu og koma böndum á þá vá, sem vofir nótt sem nýtan dag yfir íbúum þeirra landa, sem leyft hafa lítt heftan eða óheftan innflutning fólks frá múslimaríkjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hvort á ég að segja, er búið, það er spurning, eða það er búið að yfirtaka öll stjórnvöld, dómsmálin og yfirstjórn lögreglunnar. 

Við sjáum og heyrim, en segjum ekki ákveðið hvað við sjáum og heyrum.

Egilsstaðir, 16.01.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 16.1.2019 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 39
  • Sl. sólarhring: 754
  • Sl. viku: 3860
  • Frá upphafi: 2427660

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 3569
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband