Leita í fréttum mbl.is

Varast ber presta og lögfræðinga

Svo mjög hefur löggjafarstarfsemi Alþingis þróast í áranna rás, að forseti þingsins telur heillavænlegast þegar upp koma meintar misgjörðir samþingmanna hans, að setja málið í nefnd. Klausturmálið svokallaða hefur legið þungt á forsetanum og hefur hann farið mikinn í vandlætingu sinni. 

Samhljómur virðist um það meðal ráðandi afla á löggjafarþinginu að velja þá helst til nefndarstarfa,sem lítt kunna skil á lögum, en hafa lesið sér meira til í miðaldasiðfræði. Lögfræðingar, prestar eða læknar eru því ekki tækir í nefndina enda kunna þeir vart skil á því að mati forseta, með hvaða hætti ber að haga sér í meetoo þjóðfélagi 21.aldarinnar

Forseti löggjafarþingsins telur auk heldur, að allt önnur sjónarmið en lög landsins eigi að gilda þegar fjalla skal um meintar ávirðingar samþingmanna hans. 

Forsetinn hefur góða reynslu af því að siðfræðingar skili honum þeirri niðurstöðu sem hann helst óskar sbr. siðanefndina sem starfaði í skjóli rannsóknarnefndar Alþingis. Aðrir ættu að hafa þá nefnd, sem víti til varnaðar, til að komast hjá því, að þjóðfélagið hverfist um sleggjudóma, vanþekkingu og vanhugsaðar ályktanir.

Svo mjög hefur menningu vorri og siðum fleytt fram síðustu 2000 árin, að nú skulu siðfræðingar fjalla um meintar ávirðingar fólks, en ekki dómarar og ekki prestar.

Lögfræðingar og dómarar eru varhugaverðir því að þeir mundu leggja lagalegt mat á málið það gengur ekki fyrir löggjafarþig að skipa slíkt fólk til nefndarstarfa, því hér skal ekki farið að lögum.

Prestarnir eru enn varhugaverðari því að þeir gætu lagt áherslu á kristilegan kærleiksanda, sem svífur ekki beinlínis yfir umræðum og áherslum Alþingis Íslendinga.  Verst væri þó, ef geistlegir nefndarmenn mundu komast að niðurstöðu, sem væri í samræmi við 1-6 vers,sjötta kapítula Galatabréfs Páls postula. Slík kristileg niðurstaða yrði forseta Alþingis síst að skapi. 

Upphaf fyrsta vers kapítulans hljóðar svo: Bræður. Ef einhver  misgjörð kann að henda mann, þá leiðréttið þér sem andlegir eruð þann mann með hógværð.

Skyldi engin andlegur maður sitja á Alþingi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.2.): 760
  • Sl. sólarhring: 772
  • Sl. viku: 2919
  • Frá upphafi: 2487524

Annað

  • Innlit í dag: 706
  • Innlit sl. viku: 2684
  • Gestir í dag: 693
  • IP-tölur í dag: 661

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband