Leita í fréttum mbl.is

Sínum augum lítur hver á höfuðklútinn

Ahmet Necdet Sezer, sem var forseti Tyrklands árið 2003 þegar Erdogan varð forsætisráðherra bauð aldrei konu Erdogan í athafnir og boð í forsetahöllinni, vegna þess að hún var með höfuðklút. Ahmet leit á það sem óviðurkvæmilegt trúartákn, sem táknaði andstöðu við veraldlegar umbætur og hugsunarhátt. Erdogan hefur haldið því fram að þetta væri spurning um að vera tyrkneskur í stað þess að vera með veraldlegan vestrænan hugsunarhátt. Höfuðklúturinn er þannig yfirlýsing um andstöðu við vestræn gildi.

Fimmtán árum síðar árið 2018 breytti fulltrúadeild Bandaríkjanna 181 ára gömlum reglum um bann við að þingmenn bæru höfuðföt af einhverju tagi, til að nýkjörin þingmaður frá Minnesota, þingkonan músliminn Ihan Omar, mætti bera höfuðklút. Bandaríkjaþing sýndi ekki eins mikla staðfestu og forseti Tyrklands 15 árum áður.

Undanlátssemi, aumingjaskapur og vanþekking Vesturlanda varðandi einmenninguna og öfgarnar, sem tröllríða múslímska heiminum í dag er ógnvænleg. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 684
  • Sl. sólarhring: 930
  • Sl. viku: 6420
  • Frá upphafi: 2473090

Annað

  • Innlit í dag: 621
  • Innlit sl. viku: 5849
  • Gestir í dag: 596
  • IP-tölur í dag: 583

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband