Leita í fréttum mbl.is

WOW og lánastarfsemi Isavia. Hver vissi hvað?

Fyrir nokkru flaug vélin, sem Isavia ohf hafði tekið sem tryggingu fyrir skuldum WOW af landi brott. Isavia hefur því enga tryggingu lengur fyrir milljarða óheimilum lánveitingum.

Af þessu tilefni vakna nokkrar spurningar.

Í fyrsta lagi hver tók ákvörðun um stórfelldar óheimilar lánveitingar Isavia til WOW air? 

Í öðru lagi vissu ráðherrar fjármála og samgöngumála af þessum óheimilu lánveitingum og voru þeir með í ráðum varðandi málið?

Í þriðja lagi, hver tók ákvörðun um þann fáránleika sem tryggingartaka í flugvél þriðja aðila ALC fyrir skuldum WOW var? 

Vert er að benda á að hlutverk Isavia er ekki lánastarfsemi og þessvegna er brýnt að fá allar upplýsingar um það hverjir komu að þessu máli og hvort ráðherrar í ríkisstjórninni voru hafðir með í ráðum um þetta löglausa atferli stjórnenda Isavia?

Iðulega hefur verið minna tilefni til að Umboðsmaður Alþingis hæfi frumkvæðisrannsókn. Hvað gerir hann nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Í forstjóratíð mannsins sem stjórnaði Isavia komu fyrir  ýmsir skrautlegir atburðir  og fleiri en bara þetta ævintýri.

Halldór Jónsson, 19.7.2019 kl. 15:26

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ber einhver ábyrgð? Ekki á Íslandi!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 19.7.2019 kl. 17:54

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

það er kominn tími á að loka fyrir vatnið hjá ÍSAVÍA eins og þeir gerðu forðum á RVK flugvelli sem opinberaði innræti starfsmanna þar í bæ!!

Eyjólfur Jónsson, 19.7.2019 kl. 21:43

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Var það tilviljun að Björn Óli Hauksson hætti skyndilega í vor sem forstjóri Isavia? Ég held ekki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.7.2019 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 145
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 3086
  • Frá upphafi: 2294705

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 2813
  • Gestir í dag: 124
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband