Leita í fréttum mbl.is

Óbilgjarn, tækifærissinnaður hentistefnumaður og pópúlisti.

Venjan er sú þegar nýr leiðtogi er kosinn í pólitík að hann er boðinn velkominn til starfa. Boris Johnson nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins var kjörinn nýr formaður flokksins með nokkrum yfirburðum. Afstaða hans til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hefur legið fyrir og hann var einn helsti leiðtogi þeirra sem borðust fyrir útgöngu Breta í þjóðaratkvæðagreiðslunni um málið.

Theresa May fráfarandi formaður og forsætisráðherra gat ekki klárað Brexit m.a. vegna undirróðursstarfsem Evrópusinna í eigin þingflokki,óbilgjarnrar afstöðu leiðtoga Evrópusambandsins og þess að hún var ekki tilbúin til að taka Bretland út úr Evrópusambandinu án samnings. 

Nýr leiðtogi hefur skýra stefnu í þessum málum. Hann gerir Brexit að forgangsmáli og hefur marglýst því yfir að Bretlandi fari úr Evrópusambandinu á tilsettum tíma með eða án samnings. 

Þess er ekki að vænta að leiðtogar Evrópusambandsins muni vera með miklar tilslakanir ef þá nokkrar gagnvart Bretum og það reyni þá á að Boris Johnson taki Breta úr Evrópusambandinu án samnings. Verði ekki þingmeirihluti fyrir því á hann ekki annarra kosta völ en efna til þingkosninga þar sem hart yrði deilt um þetta mál. 

Boris Johnson hefur verið samkvæmur sjálfum sér í baráttunni gegn veru Bretlands í Evrópusambandinu. Hann er ekki nýgræðingur í breskum stjórnmálum og hefur hingað til fengið þann dóm að vera einarður og rökfastur og öfgalaus stjórnmálamaður. 

Miðað við sögu Boris Johnson í pólitík þá er það með nokkrum eindæmum, að leiðarahöfundur Fréttablaðsins skuli finna honum allt til foráttu og gefa honum þá samandregnu einkun að hann sé óbilgjarn tækifærissinnaður hentistefnumaður og pópúlisti. Leiðarahöfundur sýnir það enn einu sinni að hún telur alla sem henni eru ósammála í afstöðunni til Evrópusambandsins vera þeirrar gerðar sem hún lýsir Boris Johnson. Málefnaleg afstaða er það ekki, en sýnir því miður það ofstæki sem sumir Evrópusinnar eru haldnir þegar kemur að umræðum um kosti og ókosti Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Frjálst og óháð dagblað!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 24.7.2019 kl. 10:01

2 identicon

Sæll Jón.

Bestu þökk fyrir þennan pistil þinn;
hreinasta afbragð sem aðrir í langri röð
þess besta sem sést hvort heldur hér eða
á öðrum vettvangi.

Síðuhafi er svo gjörsamlega leystur öllum
fjötrum í skrifum sínum að engu verður
við jafnað nema ef vera skyldi helstu
tannagnjóstum Rómarveldis á sinni tíð.
 

Húsari. (IP-tala skráð) 24.7.2019 kl. 10:08

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, var ekki einmitt við því að búast, að ESB-Fréttablaðið kæmi með ESB-hliðholla grein til að gera sem minnst úr nýkjörnum leiðtoga Íhaldsflokksins, Boris Johnson? Hann, sjálfur princípmaðurinn gegn því að Bretland haldi áfram í Evrópusambandinu, er kallaður "hentistefnumaður" og "tækifærissinni" í leiðara blaðsins í dag, gert grín að honum og talað um "nýju fötin keisarans"!

En það eru töggur í Boris Johnson, hann tekur ekki í mál að hverfa frá Brexit-afstöðu þjóðarinnar og á bara eftir að sanna sig enn betur í verki, ESB- og AGS-vininum Ólöfu Skaftadóttur og hennar ESB-þjónandi liði á Fréttablaðinu til sárra vonbrigða.

Jón Valur Jensson, 24.7.2019 kl. 13:54

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri ekki rétt að kalla Boris Johnson popúlista. En þeir sem þekkja til hans vita að hann er hentistefnumaður. Hann var til dæmis stuðningsmaður veru Breta í ESB þar til hann sá tækifæri í að breyta um kúrs varðandi það.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.7.2019 kl. 19:40

5 identicon

Egill Helga skrifaði svipað og bætti við silfurskeiðum og vinaleysi

og það fór enginn í grafgötur hversu mjög Sigrún Davíðs hjá RUV fyrirleit Boris sem að hennar sögn rétt marði sigur

Grímur (IP-tala skráð) 24.7.2019 kl. 20:26

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allt meðmæli.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.7.2019 kl. 06:04

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Tekur enhver mark á leiðarhöfundi Fréttablaðsins frekar en blaðinu hans Helga sjálfu?

Halldór Jónsson, 25.7.2019 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband