Leita í fréttum mbl.is

Það er ljótt að hræða börn

Þrátt fyrir að sú staðreynd ætti að vera alkunnug, að það er ljótt að hræða börn, þá hefur það viðgengist um aldir. Grýla átti að borða óþekk börn og víða um heim voru börn hrædd með forynjum og jafnvel refsimætti almættisins ef vikið væri af vegi dyggðanna.

Nú hefur tekið við ný tegund af hræðsluáróðri gagnvart börnum, en þeim er talin trú um að heimurinn sé að farast vegna þess, að hlýnun jarðar sé slík að það muni enda með helvítislogum á jörðu innan fárra ára ef þau og aðrir tileinki sér ekki vegi dyggðarinnar og jafnvel þó það verði gert, þá sé spurning hvort jörðinni verði bjargað.

Í umfjöllun blaðsins Daily Telegraph í dag er sagt frá því að vaxandi fjöldi barna og unglinga eigi við mikla vanlíðan að stríða og þurfi að fá hjálp, sálfræðinga og geðlækna vegna ótta við hamfarir og/eða heimsenda vegna hamfarahlýnunar.

Í greininni segir að það sem valdi helst vanlíðan unga fólksins sé áróður samtaka eins og Extincition Rebellion, skógarelda í Amason, en síðast en ekki síst heimsendaspá unglingsins Gretu Thunberg, sem segir í boðskap sínum við unga fólkið "Við munum öll deyja" vegna loftslagshlýnunar af mannavöldum.

Þá spáði ríkisarfinn Karl Bretaprins fyrir um endalok jarðar fyrir mögrum árum. Skv. spá hans þá áttu endalokin að verða fyrir rúmu einu og hálfu ári. Nú hefur hann birt nýja spá, þar sem hann framlengir tímann fram að heimsenda um 3 ár frá miðju árinu 2019. 

Harry sonur hans lætur sitt ekki eftir liggja á sama tíma og hann flýgur með einkaþotum nokkrum sinnum í mánuði, segir hann börnum á Bretlandi, að við séum eins og froskar í sjóðandi vatni og það verði bara verra.

Í grein DT er sérstaklega vikið að því að foreldrar verði að segja börnum sínum hvað séu staðreyndir og hvað sé áróður. Þannig verði þeir að gera börnum sínum grein fyrir því að það sé algjör óvissa um hugsanlegar afleiðingar meintrar loftslagshlýnunar. 

Hér á landi hafa unglingar verið hvattir til að skrópa í skólanum og mótmæla hamfarahlýnun og það með velvilja og jafnvel hvatningu kennara. Fjöldi skólamanna hefur tekið þá afstöðu að það sé í lagi að skrópa í skólanum í þágu baráttu fyrir að þeirra mati góðu málefni. Sem nú er komið í þann farveg vegna heimsendaspánna að börn og unglingar eru algjörlega ráðvillt vegna öfgaáróðursins og þurfa að leita sér lækninganna vegna lygaáróðursins sem að þeim er ítrekað haldið af leikbrúðum eins og Gretu Thunberg, forréttindaaðlinum eins og þeim Karli og Harry, óábyrgjum stjórnmálamönnum og fréttaelítunni. Þar fer fréttastofa RÚV framarlega í flokki. 

Staðreyndin er sú, að jafnvel þó að fallist yrði algjörlega á sjónarmið hlýnunarsinna um að hiti geti aukist á jörðinni með óbreyttum lífsháttum mannsins um 2-4 gráður á næstu hundrað árum, þá er engin vá fyrir dyrum. Líf og starf yrði með svipuðum hætti og verið hefur, en fólki hér á landi mundi sennilega líða betur og njóta sambærilegra hlýinda og landnámsmennirnir gerðu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man þegar ég var krakki þá var kjarnorkuvá aðal ógnin og maður var skítrhæddur við það. 

Það þarf bara að hafa það í huga að börn eru mjög næm á allt svona og það ætti að halda þeim fyrir utan þetta, t.d. með því að láta þau EKKI horfa á krakkaRUV.

Jordan Peterson hefur rétt fyrir sér varðandi þessi loftslagsmál, það er verið að leika sér með meðalhita og skekkja og skæla, NAWA "lagar" mældar tölur sem þeim finnast ekki nógu réttar og hitinn fyrir 1000 árum+ var þurkaður út úr þessu þar sem það var hlýrra hérlendis t.d. við landnám en í dag.

emil (IP-tala skráð) 16.9.2019 kl. 15:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við björgum þessu með að flokka sorp og hætta að drekka í gegnum plaströr. Ef við gerum ekki nóg getum þó við alltaf keypt mengunarkvóta og verið á auðum sjó. Nú er endirinn hinsvegar nærri hér í hreinasta landi heims af því að við höfum selt svo mikinn kvota að við erum mengaðasta land í evrópu. Met í kolum olíu og kjarnorku. Sóknarfæri Valgerðar Gunnarsdóttur færir okkur hratt og örugglega að armageddon.

Loftlagsvatíkanið bannfærir Sigumund fyrir að efast og enginn þorir að æmta af ótta við ónefni og árásásir rétttrúnaðarins.

Hvernig er það, sigldi Gréta til baka frá ameríku eða synti hún?

Jón Steinar Ragnarsson, 16.9.2019 kl. 22:45

3 Smámynd: Jón Magnússon

Greta er ekki komin heim. Hún er á leið eða komin til Suður Ameríku mig minnir að áfangastaðurinn sé Chile en þangað fer hún með lestum og bílum. Varðandi bátinn þá þarf að senda hann til baka með skipi eða flugvél og áhöfnin flýgur til baka. Áróðursferð Gretu Tunhbert býr til margfalt fleiri kolefnisspor en hefði hún flogið með áætlunarflugvél milli áfangastaða. En það skiptir áróðursfurstana engu máli. 

Jón Magnússon, 17.9.2019 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 372
  • Sl. sólarhring: 1356
  • Sl. viku: 5514
  • Frá upphafi: 2469898

Annað

  • Innlit í dag: 354
  • Innlit sl. viku: 5062
  • Gestir í dag: 353
  • IP-tölur í dag: 346

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband