Leita í fréttum mbl.is

Hrútskýringar og gimbrargjálfur

Hrútskýring er notað þegar karlmaður segir eitthvað gagnvart konu eða konum á yfirlætislegan og lítillækkandi hátt. Semsagt eitt af tólum og tækjum feðraveldisins. 

Sá sem þetta ritar telur konur jafnoka karla og jafnstaða eigi að vera með kynjunum. Konur jafnt sem karlmenn eiga rétt á málefnalegri umræðu hvort sem umræðan er milli karls og konu eða karla eða kvenna.

Oft er gripið til þess í málefnalegri umræðu að segja þetta er hrútskýring, þegar það á alls ekki við. Stundum er sá sem segir þetta komin upp að vegg rökfræðilega. Þá kemur orðið hrútskýring að góðum notum,sem er næsti bær við, þú talar eins og Hitler og öllum er ljóst, að það er ekki hægt að vinna slíka umræðu. Karlmenn mega að sjálfsögðu ekki svara í sömu mynt og segja mér finnst þetta óttalegt gimbrargjálfur, sem er í sjálfu sér lítillækkandi orð og ætti ekki að viðhafa, en er orð af sama toga og hrútskýring. Ætlað til að gera lítið úr viðkomandi og sjónarmiðum hans á ómálefnalegum grundvelli. 

Hrútskýring er íslensk þýðingi á enska orðinu mansplaining. Í gær las ég góða grein í Daily Telegraph eftir Michael Deagon þar sem hann segir frá  því þegar Verkamannaþingflokkskonan Catharine West segir viðmælanda sínum Jonathan Bartley, sem er einn af leiðtogum Græningja í Bretlandi, að ekki sé þörf á skoðunum hans á Sky news. Ég rita í aðalatriðum það sem kom fram í grein hans. 

Þingkonan sagði eitthvað jákvætt um Corbyn formann sinn, en hann mótmælti því, en þá greip hún fram í og sagði hættu þessum hrútskýringum hvað eftir annað og sagði ef þú heldur áfram svona hrútskýringum verð ég að kvarta. Þetta er einsök orðræða. Maðurinn var ekki með neinar hrútskýringar heldur var hann að ræða málefni, en ekki að setja fram hrútskýringu. Græninginn kom bara með skoðun sína í pólitík, sem var ólík skoðun þingkonunnar, sem er í sjálfu sér eðlilegt þar sem hann er í öðrum stjórnmálaflokki en hún. 

Það sem gerir þessa orðræðu athyglisverða er að hún sýnir í hverskonar ógöngur við erum komin með kynjaumræðuna í pólitík. Eftir að hún sakaði hann um hrútskýringu, hvað gat hann þá gert? Hvernig gat hann varist þessari ásökun. Hann hefði getað sagt. Nei ég er ekki með hrútskýrinu, því þetta er ekki það sem hrútskýring þýðir. En þá hefði hún getað sagt honum að þetta væri líka hrútskýring og hún hefði getað bætt við að hann væri með hrútskýringu við hrútskýringuna. Þá hefði hann orðið að segja nei ég er ekki með hrútskýringu við hrútskýringu. Þú veist greinilega ekki hvað hrútskýring er, sem hún hefði vafalaust svarað að hann væri með enn eina hrútskýringuna, sem þýddi þá að hann væri með hrútskýringu á hrútskýringu hrútskýringarinnar. Að lokum svaraði maðurinn að þingkonan væri haldin kynjahyggju.

Þessi frásögn sýnir í hvaða ógöngur pólitískar umræður geta komist þegar annar aðilinn beitir kynjahyggju til að komast hjá að ræða hluti málefnalega. Hvað eiga karlmenn þá að segja ef þeim finnst kynjahyggjan keyri um þverbak og þeim sé borið ómaklega á brýn að vera með hrútskýringar. Eiga þeir þá að segja: Mér finnst þetta óttlegt gimbrargjálfur, til að svara í sömu mynt og konan sem misbeitti orðinu hrútskýring. Þá yrði nú heldur betur kátt í kotinu og feministafélagið mundi ekki linna látunum fyrr en viðkomandi hefi verið þjóðfélagslega fleginn lifandi. 

Hvað er svona slæmt við hefðbundna umræðu þar sem fólk gætir virðingar gagnvart hvort öðru og lætur ekki svona kynjahyggjubull eyðileggja málefnalega umræðu? 

Karlmenn og konur eru í það fyrsta ekki óvinir og það á ekki að reyna að búa eitthvað til sem ekki er. Þeir sem taka þátt í pólitískum umræðum verða að sætta sig við að pólitísk umræða er oft óvægin, en það á ekki að grípa til kynjahyggju þegar það á alls ekki við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldarpistill Jón.

Því miður á þetta bara eftir að versna.

Rétttrúnaðarbullið, feminíska bullið er orðið

slíkt, að það skiptir engvu hvesu málefnalegir 

menn reyna til að nálgast umræðuna, þá eru

menn keyrðir í kaf með þessu bulli, að menn

séu með "hrútskýringar". Þetta er meðalið sem

þetta fólk notar, þegar engin rök eða málefni

eru til staðar til að styðja bullið.

Því miður en satt.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.11.2019 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 820
  • Sl. viku: 5763
  • Frá upphafi: 2472433

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 5250
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband